Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1944, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1944, Síða 4
124 IÆSBÓK AfOROlINBLAÐSINS „Þeir, sem á hafinu strita“ eftir Albert P. Ryder öld. Homer hafði litla listamentun hlotið, en öðlaðist talsverða raun- hæfa þekkingu sem frjettaritarl og listagagnrýnandi fyrir ,.IIai-i)er.s Weekly“ á meðan á þrælastríðinu stóð. Ilann bar ávalt niikla virð- ingu fyrir eðli hlutarins, sem hann málaði, og hjelt því fastlega fram, að eini tilgangur hans væri að stæla fyrirmyndina eins nákvæm- lega og unt væri. Þrátt fyrir það sýna jafnvel eldri málverk hans, eins og t. d. „Á skautum í Central Park“, smekk fyrir niðurröðun efnisins, eins og sjest hest á því, hversu vandlega hann hefir skipu- lagt dreifingu mannfjöldans i mik- illi fjarvídd. Á efri árum bjó ITomer í grend við hafið og hafði af því náin kynni, hæði við strendur Maine- ríkis og á ferðalögum til Bahama- eyja, og nú gerðist hann einhver hinn snjallasti síðari alda manna í tjáningu á hinum marvíslegu hamskiftum hafsins. Málverk hans, „Golfstraumurinn“ í Metropolitan myndasafninu í New York, er magnþrungið verk, sem hrífur á- horfandann til meðvitunclar um víðáttu og ógnarmátt hafsins, og smæð og vanmátt mannsins í har- áttu við náttúruölfin, Þó að flest- ar merkustu myndir Homers sjeu gerðar með olíulitum, notaði hann aðallega vatnsliti við myndagerð sína síðustu árin, einkum til þess að túlka skæra birtu, geislaflóðið, sem heillaði hann svo mjög í vetr- arferðum hans til Bahama-eyja. Vatnslitamyndir Homers, sem hjer eru sýndar, hera þess 'glæsilegan vott, hversu miklu valdi hann náði á meðferð vatnslita,, og hvernig hann notaði þá, til þess að ná skyndi tjáningu hverfandi fyrir- brigða. I þessum vatnslitamyndum, og einmitt vegna þess hversu hrað- ir drættirnir eru, sjáum við glegst hina næmu tilfinningu hans fyr- ir niðurröðun efnisins, sem liggur til grundvallar jafrivel í stærstu olíumálverkum Ilomers, þar sem hann leggur hvað mesta rækt við smáatriði og nákvæma eftirlíkingu ]>ess, sem hann málar. Thonias Eakins svipar til Ilomers að því leyti, að hann heldur trygð við þá stcfnu, að líkja með ná- kvæmni eftir fyrirmyndum sínum. Samt hefir Eakins fengið miklu víðtækari mentun í málaralist en Ilomer, hæði í Englandi og Ame- ríku. Eakins bjó í Philadelphíu mestan hluta æfi sinnar og kendi þar málaralist. og flest verkefni hans eru valin úr umhverfi hans, náttúru þess og athafnalífi. Ilann lagði mikla stund á að kynna sjer hyggingu mannslíkamans, og þekk- ing hans á þessu sviði kemur greinilega í ljós í myndum hans af íþróttamönnum. Málverk lians, „Sigling“, í lista- safninu í Philadelphíu, telst engan veginn til bestu mynda hans, en það sýnir hvernig hann raðar at- riðum myndarinnar eftir stærð- fræðilegum reglum. Hann raðar skipunum þannig, að myndin fær af því annarlegan blæ. Á þessu einkenni ber í vaxandi mæli hjá amerískum raunsæismönnum, sem á eftir honum koma. Þó að raunsæi markaði aðalstefn- una í amerískri málaralist á síðari hluta 19. aldar, þá skapast smám- saman, samhliða því, rómantísk- ara viðhorf til verkanna. Þessi nýja rómantík virðist hafa orðið til í Bandaríkjunum, án þess að eiga nokkur tengsl við rómantísku hreyfinguna í Frakklandi. Aðal- fuíltrúi þessarar nýju, amerísku hreyfingar er Albert Pinkham Ryder, einfari og dulsæismaður. Málverk eins og það, sem nefn- ist „Þeir, sem á hafinu stríða“, — en það er geymt í Addison lista- safninu í Andover Massachusetts, sýna þau áhrif, sem vald og duld náttúruaflanna hefir á sál og til- finningar málarans. Þessi mynd er í eðli sínu sjerstæð í sögu lands- lagsmálaralistarinnar; hið eina,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.