Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1944, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1944, Page 11
LESBÓK MORÖUNBLAÐSINS 401 ÞJÓÐVERJAR EFTIR STYRJÖLDINA FYRTR SKÖMMU var haldinn fundur málsmetandi manna í Lond- on, þar sem aðallega var rætt uin hvernig ætti að fara með þýsku ]>jóðina, eftir að Þjóðverjar hefðu verið sigraðir í styrjöldinni. Með- an á fundi þessum stóð, heyrðu fundarmenn þytinn a£ flugsprengju skeyti. Mönnum virtist að vjel flugskeytisins stöðvaðist beint yfir húsþakinu. Allir fundarmenn og frjettaritarar, er þar voru viðstadd- ir, beygðu sig undir borðin. Kalkryk fjell úr loftinu í fund- arsalnum. Annað gerðist ekki. Þeir ræðumenn, er næstir töluðu, urðu hvað eftir annað fyrir trufl- unum af hringingum sjúkrabíla, er þeystu framhjá. Ræður þeirra voru jafn rökvísar og stillilegar eins og hinna. En þær höfðu fengið dálítið annan tón, við truflun þessa. Hvernig bandamenn eiga að fara með þýsku þjóðina eftir stríð, er umræðuefni, sem kemur á dagskrá víðar en á ráðstefnu stjórnmála- manna. Þetta er hið tíðasta um- ræðuefni í samkomusölum her- manna. Og þar er spurningunni svarað: Þeir, sem gera áætlanir um fram- tíð Evrópu eru álíka margir og þeir, sem af lítilli kunnáttu gcra áætlanir um hernaðaraðgerðirnar. Sem betur fer. Það skilja menn J greinilega eftir að Eden gaf út greinargerð sína um það, að nú hefðu þjóðverjar skæruhersveitir, sem fyrst eiga að reka skæru- hernað og síðan að mynda kjarn- ann í þeim her, sem á að vinna þriðju stvrjöldina. Lausn þýska vandamálsins kem- ur ekki aðeins smáþjóðunum við. Vansittart lávarður sagði í þinginu nýlega: Sumar smáþjóðirnar hafa lifað lengstu þrautir undir oki Þjóðverjar. Þessar þjóðir hafa því skilyrði til að finna rjetta lausn á pessu máli. Eftir því sem menn eru fjarlæg- ari yfirráðum Þjóðverja, eftir því eru þeir mildari í skapi gagnvart þeim. Nýlega var gerð sú ályktun í amerísku “ fjelagi einu, að telja skyldi Þjóðverjum hughvarf, með því að gefa þeim fjörefnapillur og sýna þeim hollar kvikmyndir. Öfgarnar á hinn bóginn frá þeim kunnugustu koma frá leynifjelagi í Mið-Evrópuríki, sem vill að Þjóð- verjar verði vanaðir og þeir sendir allir með tölu í efri Nílarlönd. Síðaiú tillagan er óhæfa, en hin fyrri að sínu leyti einnig, vegna þess að hún sýnir fullkominn ó- kunnleika á skapgerð Þjóðverja. Þegar um er að ræða að lækns einhverja meinsemd, er fyrsta skil- yrðið til þess að það geti blessast, að þekkja orsakir hennar, grafast fyrir upptökin. Á þetta jafnt við hvort sem um er að ræða andlega sjúkdóma eða Kkamlega. Menn verða að afla sjer fullkomins kunn- leika á þýsku þjóðinni, almenningi þar í landi, og hinum ríkjandi hugsunarhætti, til þess að geta átt- að sig á þessu vandamáli. Menn verða t. d. að gera sjer fulla grein fyrir því, hvort þýskir miðlungs- menn, fólkið í landinu upp of ofan, sje af sama tagi og stríðsglæpa- mennirnir. Nýútkomin bók eftri Emil Lud- vigs gefur miklar vísbendingar um þetta efni: Höfundur þessi svarar mörgum spurningum, sem þeir menn geta verið í efa um, er lifað hafa fjögra ára þýskt hernám. En l)ók Ludvigs keirmr að ennþá meira gagni en áður, eftir að Eisenhow- er hershöfðingi hefir gefið út ávarp sitt til þýsku þjóðarinnar, þar sem hann segir m. a. „Við komum sem sigursæll her, en ekki sem kúgar- ar“. Þetta kemur alveg heima við álit Emil Ludvigs, sem greinilegast er í ávarpi því til Þjóðverja, er hann birtir í bók sinni. Þar er cin aðalkenningin þessi Bandamenn verða að koma fram sem sigurveg- arar gagnvart þýsku þjóðinni. Með því eina móti ná þeir virðing þjóðarinnar. Lýsing sína á þýskum almenTt* ingi byrjar Ludvig með því að segja frá, að barnsfæðingar eru auglýstar á þenna hátt: „Nýr hraustur hermaður er fæddur“. Síðan lýsir hann kennara barnsins, og læriföður kennarans, prófessorn um, sem setur á nafnspjaldið sitt. „Liðsforingi í varaliðinu". Frá blautu barnsbeini er barið inn í æskuna að helgasta skylda hvers Þjóðverja sje: Að deyja fyr- ir föðurlandið. En hugsa ekki. Áð þessu leyti er enginn munur á Þýskalandi keisaranna og þriðja ríki Hitlers, segir Ludvig rjettilega. Hjer kemur fram meginþáttur í skapgerð Þjóðverjanna, sem á vit- anlega að rekja til uppeldisins, undirlægjuhátt gagnvart yfirboð- Í i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.