Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1945, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1945, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27 uiu og eftir 1920. Iianu er hennar túlkur. Flestir seru lifað hafa þessa tíma hafa einhverntíma hrifist af Jjóðuin hans fleiri eða færri, og hann er án efa fleiri mönnum af þeirri kvnslóð hjartfólgnari cn nokkurt annað skáid. Skýring þess er sú að hann er sannast skáld þess umbrotatíma sem staðið hefur yfir í þjóðlífinu um skeið. Þjóðin finnur hvernig hann brýtur af sjcr í skáldskap viðjar samsvarandi þeim sem hún er sjálf að brjóta af sjer í háttum. Það er eitt fyrir sig, að hann leggur á hylluna hið sjer- staka skrúðmál, ljóðmálið, sem frá upphafi fylgir íslenskunni, hirðir hvergi uni einstrengingslcgan regl- ing í formi, ber fram tilfinninga- J.jóðið í einföldustu orðum óbund- ius máls, jafnvel mælts máls, sem er hjerumbil óþekt aðferð nema hjá ákveðnum hagyrðingum 19. aldár, — ])ó þannig, að hann þreins- ar hið mælta mál af sora hversdags- iegrár rökvillu og tilhneigingu til ruddaskapar. En með því að ská- ganga hið hefðbundna ljóðmál og taka upp sljett og algengt mælfc mál, tekst honum í scnn að gera kvæðin bcinskeytari í tjáningu cn ella mundi og ljá þeim náttúrlegan upplestrareiginleik, sem ekki er fvr- ir hendi í kveðskap þar sem mál- skrúð og bragsmíð er látið sitja í fyrirrúmi. Maður tekur ekki eftir að ]láð sje mál á þessum kvæðum, tilfinningin cr nakin, eiginleikar þeirra leita beint gegnum eyrað til hjartans, ef svo mætti segja; þegar maður les þau heyrir maður þau, en ekki eins og tónlist, heldur talandi rödd, heita og dimrna, stund um að visu ofsafengna, en einnig rólega og kyrra, með d.iTnbli, — eins og í hinu fyrsta kvæði. Sestu hjerna hjá mjer: Eips og hanu fprðast hefð Ijóð- malsips losar hann eipnig um ipni- haldshefð k-kfieiekfáf gtefp‘4 i is- Ijóðakveðgjíap, ef he>44» sýnist svo opnar hann allar stíflur, hleypir öllum kröftum himins og jarðar á stað, notar fortissimó sem er áður óþekt í íslenskum ljóða- kveðskap. Hann segir það sem áður var vant að þegja um í Ijóði, þó allir hugsuðu það, kallar það sem menn áður hvísluðu. En jafnVel ofsafengnustu kvæði hans verða nldrei nuldaleg fremur en nátt- úrufyrirbrigðin sjálf, því þótt hann brjóti óhræddur mörg lög, brýtur hann ekki lögmál fagurfrœðilegrar háttvísi. Það eru í Ijóðuni hans tvær aud- stæður, sem báðar eiga rót sína í tímn eins og vorum og tilheyra okkur sjálfum, tilheyra öllum mönn um á ölium tímabilum þegar ör- vænting upplausnarinnar og von hins nýa lieims togast á um völd yfir sálum manna: anuarsvegar gleðisveinninn scm slævir þjáning sína með heimslystum, hinsvegar spámaðurinn, vandlætarinn, seni liirtir þjóð sína um leið og hann boðar betri heim. t öllum verkum hans eru ]>essar tvær andstæður ríkjandi. 'fmist er liann við skál og hefur stefnumót við fagra mey eða dregur sig út úr heimsglaumn- ,um til fjalla, eða í einhverja ein- veru sem jafngildir fjöllum, bregð- ,ur sjer síðan niður á láglendið til að formæla harðstjórun) og telja, um fyrir lýðnum. I gervi gleði- Rveinsins yrkir liann í fullkomnu andófi við allar borgaralegar dygð- ir, þar á meðal hjónabund og hóf- semi: Og heldur vil jeg dansa emp daus í vijtri gleðj en dragast út í leikinn. ,7eg syng þó aðrir kveði, og hirði hvorki um sakrament, \ vsálmabók tlje prest. Fyrir gleði eina nótt læt .jeg gæfu mína uð veði. QilðjsrUö er þejrra sem elska jifið Um miðnætti þá hvíli jeg á mjúkum liljubeði. Á morgun er jeg týndur.... Það er best. En þegar minst varir liefur haim dregið yfir sig spámannskuílinn og sténdur undir frelsisstyttu höfuð- borgarinnafc, þulur bærugrár, bleik- ur á vanga, reiðir upp stafinn reiði- lega og mælir við borgina skjálf- andi röddu af djúpri sorg, — greirtilega kominn í bcinan karl- ]egg af spátnannimim Jeremía: Hvort hafa lög þín leyft það kyn- slóð ungri að leggja nokkurn vöxt í þína smæð? 1 kjöHurum þínum kveljast menn af hungri, 1 en kafna í spiki á næstu hæð. Víst hcfur fals og Farísea kenning fjötrað þinn hug og eðli þínu spilt. Brjóst þitt er kalt, í brotum öll þín menuing og börn þín hrjáð og áttavilt. IIví vilt þú lengur samviskuna svæfa ? Er sál þín kjarklaus og innantóm? Á kirkjum þínum krossar háir gnæfa, eu kristni þín -r- er fals og hjóm. í kvæði um næturkyrðina yrkir hinn sami einmana vitringur undir ferhendulagi ómars Kajams: En sá sem tign og töfra líísins fann og treystir á það Ijós, sem vernm* hann, mun ganga út og góðum fræum sá, en gleyma því, hver syngur hann í hann. Hann bendir þeim sem vyrsins vekli þrá og vilja qlt í fegra ljósi sjá. Hann leiðir þá um lifsjiis fjq]l og dal uus logmu heigi pkiu.-=■ og frelsar þá.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.