Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1945, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1945, Blaðsíða 12
36 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS icugið íjóssleðann með því móti að verka hann upp. Björn stilti oft grát okkar út af þessu og hjálpaði pkkur til að hreinsa sleðann. í sleð- nn settum við svo moð og poka og þöfðum vngri krakkana 1 honum, hin sátu á sleðabörmunum og Stýrðiu Á haustin var farið ý fel- ingaleiki, bæði börnin og yngra fólkið. Það gekk oft illa að finna yngra fólkið, ef gott var veður. [Menn voru ekki síður fjelagslega sinnaðir á þeim árum, cn nú og rinkum var mörgum bændum hlýtt til vinnukvenna sinna. Sambýlið. SAMBÝLIÐ mátti vfirleitt tclja injög gott í Njarðvík þegar tekið er iillit til þcss, að þarna voru 5 bæjir og um 50—60 manns í alt. Landkostir voru þröngir og landa- merki óglögg og gripir gengu hvers í annars landi. Slíkt hefir fyr og píðar orðið mikið deiluefni með oss tslendingum, sem hefir leitt til mannskemda, málaferla og manna- víga. Yngra fólkið mátti heita, sem einn maður. Menn hlupu undir hagga hver með öðrum ef eitt- hvað sjerstakt lá fyrir, þó bar Björn af með slíkt. Samgangur var altaf mikill milli bæjanna. Smákr.vtur, sem myndaðist stund um milli hændanna, var undan- tekningarlaust út af gripum og landamerkjum. sem ekki var und- arlegt í þessu þjettbýii og landinu þannig skift, að hver átti smápart i annars landi. En þessi krytur f.jaraði altaf út án þess að verða huglægur. Jeg man sjerstaklega eftir tveim eða þrem þúfum í heima túninu í Njarðvík, sem kallaðar voru Þrætuþúfur. Þessar þúfur lágu að óskiftu, enda var ekki eftir miklu að seilast, því þær voru eld- pnoggar Þrátt fyrir þetta var dá- lítið kapp í sumum bændunum að verða fyrstir til að slá þær og alt- af þótti það sama nýungin. Ein af þessum þúfum hjet Þiðrandaþúfa. |Þar átti Þiðrandi Geitirson að haía setið, cr Gunnar skaut að honum örinni. Kannske hefir eitthvað ó- hreint fylgt þessum stað síðan. Þó slíku sje slept, þá voru þúfur þessar alveg sjerstakar að lögun pg því að þær uxu aldrei neitt og hversvegna þær voru óskiftar veit jeg ekki, en dálítið er það ein- kennilegt. Ilaugar sjást þar ennþá, sem áttu að hafa verið orpnir yfir þá, sem fjellu í bardaganum í för Þiðr- anda. Mannabein fundust stundum i levsingum á vorin á þessum slóð- um. Þorragarðurinn, sem Ásbjörn vegghamar hlóð, scm bardaginn hlaust af, sást cnnþá vcl þegar jeg mundi eftir. Verslunarhættir. VERSLUN var við Seyðisfjörð 'eftir að jeg man eftir og þótti það inikil bót frá því að sækja í Vopna ifjörð og Eskifjörð. Kaupstaðaferðir voru tvær á ári, fi sumrin þcgar fa'rið var með ull- ina og svo aftur á haustin. Það sem ekki fjekst þá eða var ekki tekið, urðu menn að bera á bakinu á vetr- tim. Altaf var farið á sjó, nema fjeð var rekið á landi, á hestum. Bænd- urnir slóu sjer saman í þessar kaup- ttaðaferðir og lögðu menn til eftir féstæðum. Jón var stærsti bóndinn í Njarðvíkinni og Björn næstur. Þessar ferðir voru yfirleitt vond- ,ar, einkum haustferðirnar, . volk- pamar og erfiðar, en aldrei hlaust þó slys af þeim eftir að jeg man þftir. Margt af karlmönnum í Njarðvík, voru hraustraenni og hefir það haldist í sumum ættleggjimum. t haupstaðarferðiinum voru valdit færustu mennimir. Oftast voru það pjörn, Þorkell Jónsson, Gísli og Sigurður Jónsson. Úttektin var ekki margbrotin því vöruval var lítið og lítið fjTÍr að kaupa, ekki held jeg að menn hafí yfirleitt fengið neitt lán. Þó voru kaupmenn skyldugir að lána, bæði í líkkistur og til erfidrykkju, kaffi, bykur og brennivín. 1 sumarferðunum var tekinn þessi litli skamtur af kornmat, sem Sitti að endast alt árið, en oftast var jþrotinn löngu fyr. Aðrar kaup- staðavörur voru, hagldabrauð, púð- iursykur og kandís, svolítið af kaffi, puk tóbaks og brennivíns, sem að snokkru leyti frckar var skoðað, scm nauðsynjavara. Ilvítasykuv sást ekki á þeim árum. Allir karl- mennirnir notuðu munntóbak og spýtingurinn tók út yfir allan þjófa bálk. Einstaka gömul kona reykti Úr pípu, gróft tóbak. Amma mín þurkaði sjer laf utan af munntó- þaki og stakk því svo upp í nefið á sjer. Kaupmenn gáfu bændum á flösku þegar þeir lögðu inn, en það mumt ekki nema stærri bændur hafa feng ið. Annars íengu allir eitthvert hragð, sem lögðu inn. Kvenfólk, sem átti kind, keypti sjer tvinna og píinað sinávegis. Við krakkarnir heptumst við að „týna upp“, en bkki ham sá upptýningur miklu. mjer var gefið lamb þegar jeg var fermd. Ekkert okkar held jeg að haíi, fengið kaup meðan við vorum heima. Ýmsar sögur gengu af kaupstað- arferðum Njarðvíkinga. Þeir þóttu seinir til og rólyndir, en dugðu vel þegar út í slarkið var komið. Til ISeyðisfjarðar frá Njarðvík mun yera 12—14 tíma róður á opnum bát og sje vont í sjó, er hvergi hafn nr að leita á þessari leið. Það þurfti Sæta meðfalli og sæmilegu veðri. Vikur gátu liðið og á annan mán- uð svo ekki væri fært á þessari leið. Ertt sinn komu Njarðvíkmgar af Eeyðisfirði á bát. Þegar þeir komu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.