Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1945, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1945, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGITNB LAl) SIN S ‘J9 marga fiska, ef marka má vísuorð Jóns: „Yeit cg ei, livort verra er, í Víti eða Teigi“. Ilefir líklega verið þröngt í bói. Jón Þorláksson var afbragðs námsmaður, var næst efstur og síð- an efstur í sínum bekk, en liann útskrifaðist vorið 1703. Fjekk hann einnig góðan vitnisburð um siðferði. Voru þeir frændur náms- garpar miklir. Föðurbróðir sr. Jóns, Þórður Guðmundsson, prestur að Grenjaðarstað, lauk prófi við há- skólann 1730 nieð Finni Jónssyni, síðar biskupi. Fengu þeir bestan vitnisburð allra, er þá gengu undir próf. „Ætíð verðið þjcr Islending- sagði kennarinn við þá að loknu prófi. — Þriðji sonur sr. Guðmimd- ar hlutskarpari en vorir landar“, ar Vernhardssonar í Selárdal var sr. Vernharður í Otrardal, tengda- faðir sr. Þorkels á Stað í Hrúta- firði, föður sr. Vernharðs í Reyk- holti, föður Þorkels í Víðikefri, föður Jóhanns dómkirkjuprests i Rvík. Voru þeir frændur gáfumenn. Amtmannsskrifari. ÞAÐ VAR ári síðar -en Jón Þor- Jáksson lauk prófi í Skálholtsskóla, að hann rjeðist að Leirá sem skrif- ari Magnúsar amtmanns Gíslasonar, vafalaust eftir meðmælum, Finns biskups Jónssonar, en hann átti systur amtmanns, Guðríði Gísla- dóttur. Fluttist Jón með amtmanni að Bessastöðum 1766, en haustið eftir andaðist Magnús amtmaður. Fluttist þá Jón til tengdasonar hans Ólafs Stefánssonar, er nú tók við amtmannsembættinu, að tengdaföð- ur sínum látnum. Dvaldist Jón með honum næstu tvö árin. Má gera, ráð fyrir, að dvöl Jóns ái_ tveimur mestu . höfðingshéimilum landsips hafi verið honum um margt góður skóli, og í þjónustu amtmannanna batt hann vináttu við ágætan mann, Halldór Hjálmarsson, síðar konrek- tor (bróður Páls skólameistara á Hólum), er bar dvaldist samtímis honum, og entist sú vinátta þeim báðum ævilangt. Prestur í Saurbæjarþingum. JÓN ÞORLÁKSSON tók prests- vígslu síðasta júlídag 1768 af Finni biskupi og varð kapelán Gísla prests Jónssonar í Saurbæjarþingum í Dalasýslu. Sama árið, sem sr. Jón vígðist, varð sr. Gísli að sleppa prestsskap, og var honum þá veitt brauðið. Hann var þá orðinn þjónandi prestur 24 ára gamall. Það sannaðist á þess-i um unga presti, sem reyndar var kveðið löngu síðar: „Þegar Itlóðið er heitt og hjartað er ungt, er hægra að freistast en sigra þungt“. Ung og fögur heimsæta sat í dyngju sinni á næstu grösum. Hún var sóknarbam unga prestsins. — Jórunn hjet hún Brynjólfsdóttir höfðingsmanns í Fagradal innra Bjarnasonar ins ríka á Skarði á, Skarðsströnd Pjetursonar, og er sá karlleggur rakinn til Staðarhóls- Fáls Jónssonar á Svalbarði Magmis- sonar. Brynjólfur var ríkilátur höfð ingi. Bróðir hans var Eggert á Skarði, faðir sr. Jóns í Holti, föður sr. EggertS á Ballará, föður sr. Friðriks Eggérz. Sr. Jón felldi ást- a_rhug til Jórunnar Brynjólfsdóttur og bað hennar, en faðir hennar syuj aði honum ráðsins, sagði að held- ur skyldi Jórunn fara i Gullfoss, en svo heitir foss einn í Fagradalsá, cn eiga sr. Jón. Ýmsir urðu til að ganga erinda sr. Jöns við Brynj- ólf, en engu var þar um þokað, og aldrei fjekk hann Jórunnar. En hún ól honum son árið 1770, og missti sr. Jón þá prestsskáp. Hjer og þar. Veitt brauð að nýju DVALDIST Jón nú ijm hrið ým- ist með Þorgrími sýslumanni Sig- urðssyni í Hjarðarholti í Stafholts- tungum og Halldóri syni háns, vim sínum frá skólaárum í Skálholti, éða hjá sr. Ölafi Eínarsfeyni, pró- fasti á Ballará, en þeir voru þre- menningar að frændsemi, talið frá Jóni bónda í Sellátriim. Annan vetur var hann í Nesi við Seltjörn (1771—1772) hjá Bjarna landlækni Pálssyni, og fjekk hann uppreisn fyrir brot sitt á áliðnum þeini yetri. Meðan hann var í Nesi, höfir hann kynnst Árna Þórarinssyni, er þá var prestur í Seltjaniarnesþingum, og fengu þeir mætur hvor á öðrum, og segir nánar frá því síðar. —• Eftirmæli þau, sem Jón orti eftir Bjarna I’álsson, sýna ást þá, er liann hafði á þeim ágæta manni. Vorið 1772 fjekk sr. Jón veitingu fyrir Stað i Grunnávík. Fluttist hann þá þangað vestur, en skömm varð dvöl hans þar, því hann varð þá í annað sinn brotlegur með Jór- unni Brynjólfsdóttur. Missti hann nú prestsskap öðru sinni. Mjög unnust þau Jórunn, og ó- gift var hún til æviloka. Vísur sr. Jóns til hennar sýna bæði sorg hans, hrifningu og eftirvæntingu elskhugáns: „Sorgarbára ýfir und, clda rasta njórmin! freyju tára fögur hrund, falleg ertu, Jórunn! Við erum, stúlka, bæði börn, bý jeg loks hjá vífi, þegar jeg verð eins og örn ungur í hinu lífi“. Ast þeirra hefir náð út ýfir gröf og dauða. Hrappseyjarvietin. Í>Á ER sr. Jón hafðt oðru ainni misst kjól og kall, hjelt hahu til Breiðafjarðar, og mun haún hafa gengið i þjónustu Boga bónda Bena diktssonar í Hrappsey árið eftir að hanu missti prestskap á Stað í Grunnavík. Bogi hafði bilið á Stað- • arfelli, eu þár hafði hann beðið ntikið tjón á búsfofni sínúm af völdum fjárkláðans. Eluttist hann, út í Hrappsey vorið 1769, og ván hann enn, þrátt fytír fjártjónið, Stórefna máður. Bogi var betur að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.