Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1945, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1945, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 33 dýraveið.urum vcturinn 1909—’IO. Yoru það Norðmenn frá Tromsö. l»eir drápu 90 fullorðin bjarndýr, pg tóku 22 lifandi unga. Allir þess- 5r húnar voru teknir frá mæðrum pínum, sem voru skotnar um leið 'og þær komu úr híðinu. Allir hún- arnir vo.ru mataðir og farið vel' með þá og þeir urðu „húsbirnir", fullkomlega frjálsir. l’að er sjaldgæft að íinna slík hýði á þeim hl. Svalbarða, sem menn hafa Vetrarsetu árlega, (norður og vest- urströndinni), en það kemur fyrir af og til. Oftar kemur það fyrir að> yeiðimenn finna birnur með litlæ unga, sem áuðvelt er að ná, eftir að móðirin er að velli lögð. Einu feinni kom fyrir einn veiðimann, að Unginn settist á feldinn af móður sinni og dró veiðimaðurinn hann til |kofa síns á féldinum. Allt sumarið var húnn þessi þægilegasti hús- þjörn af því að hann var svo lítill, fer hann Var tekinh. Það hefir komið: í ljós að slíkir húnar og hundar lifá saman í sáti og sámlyndi. Venjulega verður áð hafa þá unga, í bandi, sem veiddir eru í maí, og þeir sem veiðast enn síðar, verður að setja í búr. Aður bar það oft við að veiði- þienn komu með tamda húna til iTromsö og fylgdu þeir húsbænd- >un sínum, án þess að haft væri’ band á þeim. ÞAÐ IIEFIR oft verið horft á það, hvernig birnan lætur að ung- Um sínum, bæði í leik og alvöru. jÞeir eru ekki orðnir stórir, þegar þeir verða að hlýða og læra að ýeiða. Leikur, sem bæði móður og Jungum þykir mjög gaman að, er að klifra upp brekku, sem brattar snjó- hengjur eru í, og renna sjer svo piður. Orðið hefir vart við að birna og húnar hennar væru lengi að þessum leik í sömu brekkunni. Birnirnir reyna altaf að læðast að bráð sinni. Það er um að gera, að komast það nærri, að björninn' Igeti steýpt sjer yfir selinn Í einu pða tveim stökkum, áðnr en hannj fær velt sjer í sjóinp. Á slíkum veið um læra húnarnir að fará varléga, eins og móðirin gerir, og vei þeim sem gera skyssu, af ,því að þeir jéru of ákaíir. Móðirin gefuh þeim þá slíkt högg að þeir velta eftir ísnum, þeir muna áreiðanlega eftir áð gæta sín betur næst. Ef sjer- staklega stendur á, er ráðist á seli, sem liggja tæpt á skörinni, og kem, ur þá björninn syndandi að utan. Það er ekkert upp úr sjónum nema blákúpan og augun, en þegar hanní kemur nær selnum, stingur hann sjer og kemur svo upp rjett við skörina, vindur sjer upp á liana éins og örskot og drepur selinn. Þcgar björninn er á góðum veiði- slóðum, jetur hann aðeins spikið og lætur hitt liggja. En ef lítið er úm veiði, og birninum ómögulegt að klófesta kjöt, hvorki lifandi nje dautt, jetur hann stundum talsvert af rekaviði. Á sumrin leggur hann sjer gras og ber til munns. Venjulegir selir geta litlum vörn- um við komið gegn ísbirninum, en stóru rostungarnir með sína þykku húð, og sterku hauskúpu og miklu vígtennur, virðast standa sig vel í viðureignum við bjarndýrin og óttast þau tæplega. KARLDÝRIÐ er að jaínaði 2,13 metrar á lengd frá trýni og aftur á rófubrodd, og 1,58 metrar að: ummáli aftanvið framlappirnar Birnan er að meðaltali 1,92 metrar á lengd og 1,27 m. að ummáli. Þykkt spiksins er milli- 5,0 cm. og l, 5 cm. Stórt karldýr, sem var 2,37 m. að lengd og 1,93 að ummáli vóg 463,5 kg. Af þessari þyngd Var skinnið ásamt framhluta höf- Uðkúpunnar 13%, spikið 27, skrokk urinn með inýflum 35, báðir framhrammarnir 13 og báðir aftur- hrammarnir 12%. Þetta dýr var í injög góðum holdum. Stærstu karl- dýrin geta orðið 2,50 m. á lengd. Norðmenn veiða lielmingi fleiri birni í Austurísnum en Vesturísn- um. Vetrarveiðin er 51/2 sinnum meiri á Svalbarða en norska vetr- árveiðin í Austur Grænlandi. Vetr- arskinn Isbjarnanna eru miklu verð- mætafi en sumarskinn þeirra, sem stundum eru svo ljeleg, að ekkert verð fæst fyrir þau.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.