Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1945, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1945, Blaðsíða 1
4. tölublað. Sunnudag-ur 28. janúar 1945. XX árgangur. 1 ■ akf ol darprwttamiðt* 14 iiiMilliilliiliiiniiiiiiiiiiiiilitiiliiiiiiiiiHiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiniiiiiiiiiiiiiiiMiiiimiiiiiuiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuimiiiiiiMmiiuiiiiiiiiti"; futtonnur /7. Ljuttormóáon: - I S L 1 Um höfin við rjettum vort handaband Og heilsum með því að segja, Að þú ert vort ísþakta logaland Og litbrigða töfraeyja. Og þú átt það ljós, sem svo listrænt er Að litunum það sig skreytir Og ]»ú átt það andrúmsloft yfir þjer, Sem öllu í fegurð breytir. A N D - Og þú ert það attkeri’ í Atlantssjó, Sem öllu því heldur saman, Sem trúast og íslenskast eins er, þó í útlegð það hlyti framann, Og þú ert sá ás, sem hið snjalla snýst Og snotra og vitra kringum — Úr þoku hins andlega efnis brýst Það áfram á tungum slyngum. Hvar helst sem oss ber upp á bleikan sand, Ei blöðum er um að fletta, Að saman við eigum, þú söngvaland, I sál vorri Hljóðakletta, Að vera’ af því berginu brotinn, er Þó bótin í hverju máli, — Og ósjálfrátt drögumst við öll að þjer Sem einhverju segulstáli. m pilMMIMIIIMIMIIIIIMIMIIIIIIIIIIIIIIMHIMIMMMIIIIIIIIIMIMIIIIMMH MMMMMMHHMMMMMMMMHMMMIMMMMMMI Að sækja þig heim yfir höfin breið, Er heiminn að sjá og skoða, Úr sólseturs höfnum að halda leið Og hverfa’ inn í morgunroða, Og vekja það upp, sem er æðst og best Og ei verður sagt nje skrifað. Að sækja þig heim — það er happið mest { Að hafa til einhvers lifað.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.