Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1945, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1945, Blaðsíða 13
LESBÓK MOROUNBLA.ÐSINS & ■p T r" sr borgv Aquaviva. Bendir sumt til þess, að honum hat'i verið nauðug- ur einn kostur, að fara utan, sökum einvígis er hann háði í Madrid. Eins og vænta mátti, varð hann brátt leiður á Mfinu í sölum kardi- nálans. Jlann var ungur, blóðið svall í æðunum, hann vildi burt og leggja •sig í hættur. Og hann fjekk sann- arlega nóg af því. Upp frá þesstt og alt frani á síðustu ár hans var æfi Cervantes löng og hetjuleg bar- átta, fyrst blóðngar orustur, því næst fangelsi og þrældómur árum saman og loks það, sem ef til vill var verst, strjt og erfiði til að afla sjer daglegs viðurværis. Oöfugur maður hlýtur hann að hafa verið, úr því að hann gat varðveitt sálu sína óskerta þrátt fyrir slík örlög. ★ Á ÞESSU TÍMABILI ríkti altað því stjornleysi við Miðjarðarhaf. Tyrkir höfðu hertekið eyjuna Cypern, sem laut lýðweldinu Fen- eyjum, og fóru með ránum og rupH um strendur Italíu. Feneyjabtiar báðust liðyeisiu páfa og annara kristinna höfðingja til að verjast ofríki Múhammeðstrúarmanna. Frakkland og Austurríki höfðu iitla iöngun til afskipta af deilum þess- um, en hinum áhrifamikla páfa, Piusi V. tókst að fá Filippus IL, Spánarkonungur, til þess að senda flota á vettvang. Fyrstu árásinni á Cypern var hrundið, og um veturinn var flot- inn um kyrt í Messina og NeapeK En í septembermánuði árið 1571 lagði nýr floti upp með herlið frá Feneyjum, páfastólnum og Spáni og stefndi austur á bóginn til þess að jafna á Tyrkjum. Flotaforinginn var Juan af Austurríki, hálfbróðir Filippusar II. Á galeiðunni Marquesa var hinn 24 ára gamli hermaður Miguel de Cervantes. Svalan októbermorgun bar saman fundum þeirra og Tyrkjanna á Patrasflóanum við vesturströnd Uellasar. í flota hinna kristnu voru 208 galeiður ásamt fjölda hjálpar- skipa, en á öllum flotanum var hjer um bil 25 þús. manna lið. Tvrkirn- ir höfðu fleiri skip en færri menn. Þegar orustan hófst, lá Cervantes í rekkju með mikla hitasótt, en cng in bönd fengu haldið honum þar. Er fyrsta skotinu var hleypt af, snaraðist Cervantes upp á þiljur, náði tali af skipstjóranum og ósk- aði eftii' að verða settm- á hættu- legasta staðinn, sem fyndist á skip- inu. Ilonum var falin stjórn tólf manna og stökk þegar í stað þang- að, sem harðast var barist. Skip- verjarnir á Marquesa höfðu ærið nóg fyrir stafni í b/ \aganum, því að skipið lá í miC. t pvögunni og i'jeðst á sjálft forystuskip Tyrkj- anna. Bardaginn geisaði allan daginn, og mennirnir hrundu niður í kring- um Cervantes. Sjálfur fjekk hann tvær kúlur í brjóstið, og sú þriðja molaði vinstri ^önd hans. En er kvelda tók, höfðu Marquesa-menn hreinsað til á forystuskipinu og felt yfir 400 Tyrki. Hinir kristnu unnu hvarvetna sigur — fimtán þúsund kristnir galeiðuþrælar, er verið höfðu á skipum Tyrkja, voru leyst- ir úr ánauð. Cervantes var alla æfi hreykinn af því að hafa tekið ])átt í þessari orustu, og hann %*ar líka stoltur af sárum sínum. ★ A NÆSTU ARUM tók Cervant- es með heiðri og sóma )>átt í mörg- um smáorustum og lenti í mörgum æfintýrum. Cervantes vildi nú kom ast heim til ættjarðarinnar á nýjan leik. Yfirherstjórin ljet honum í tje ágæt meðmælabrjef til Filippus- ar II-, þar sem lýst var hreystiverk- um hins unga hermanns og mæltmeð því, að hann jTði gerður að her- deildarforingja . Svipuð meðmæli fjekk hann frá hertoganum af Sessa. varakonunginum í Neapel. Cervantes tók sjer far með gal- eiðunni E1 Sol í Neapel ásamt yngra bróður sínum, Rodrigo, sem einnig1 hafði barist á Miðjarðarhafinu. Ferðinni var heitið heim. En C'ervantes var fæddur í Mars- stjörnmerkinu, alveg eins og sögu- hetja hans Don Quijote — þegar hann ekki sjálfur leitaði ófriðarins, þá leitaði ófriðurinn hans. E1 Sol var í skipalest, en úti fyrir strönd- um Frakklands, varð skipið viðskila við flotann, og um leið voru örlög ]>ess ákveðin. Þrjár ræningjaskút- ur frá Algier rjeðust á ]»á, og eftir 10 stunda harðvítugan bardaga urðu þeir að lúta í lægra haldi. Skipstjórinn og fjöldi annara manna höfðu fallið í orustunni, en Cer- vantes og bróðir hans, ér báðir höfðu barist fram á síðustu stund, voru lítið særðir. ölluni þeim, er mjög vor.u sárir, var varpað fyrir borð ásamt hinúm dauðu, hinir voru hneptir í þræl- dóm. Sumir voru settir undir árar á skipunum, en hinir, þeirra á með- al Cervantes og Rodrigo, voru flutt ir til Algier, en þaðan átti að gefa vandamönnum þeirra kost á að kaupa þá lausa fyrir ærið fje. Um þessar mundir var sjóræn- ingjaborgin Algier sannkallað hel- víti kristinna manna. Tuttugu og fimm þúsundir kristinna fanga voru píndir þar til dauða með dæma- lausri grimd. Cervantes segir sjálf- ur frá þessu: „Verra en alt annað var að horfa á ]>á ótrúlegu grimd. sem hinum kristnu bræðrum vorum Var sýnd. Ilúsbóndi minn hengdi: daglega einn af þrælum sínum og limlesti annan. Og þetta gerði hann fvrir smámuni eina. og að því, er Tyrkirnir sjálfir sögðu, vegna þess að hann hafði gaman af því og var böðull að eðlisfari". Þessi maður var sjálfur varakonungurinn í Algier, Hassan Pasha. Menn komu með lausnarpeninga. fyrir Cervantes og bróður hans, en húsbónda þeirra ]iótti sjóðurinn of

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.