Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1945, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1945, Blaðsíða 4
LESRÓK MOROUXBLAÐSINS H nærri því oinss og ef þau hofðu borist mönnum í hondur um það bil, sem hann dó. Sálmar og eftirmæli. Fi'RR ER GETIÐ sálma sr Jóns í crindi þessu. Tmsir þeirra eru fagrir og hlýir, eíns og t. d. missira- skiptasálmurinn „Sjá, nú er liðin sumartiðír. Líkingar hans í þeim sálmi eru aðdáankgar og brugðið upp svo skýrúm rnyndum, sem verða má. Fáir hafa betur gort. Enn oru í sálmabók íslonsku þjóð- kirkjunnar i'imm sálmar eftir sr. Jón, þrír fnimsamdir og tveir þýdd ir. Iðrunar- og bænasálmar hans, or hann nefnir annál sextugasta og fyrsta æviárs síns,' er andvarp hrelldrar sálar, sem leitar guðsí föðurgæsku. Þar fer sainan braglist og málsnilld. Dr. Guðm. Finnboga- son segir um þennan sálm: „Varla hefir nokkur sál talað við drottin á dýrara bragarhætti og þó með barnslega hreinskilnu orðbragði. 1 þeim sálmi lifir andardráttur skáldsins, eins og hann var þar sem lífsloft íslenskunnar var tærast“. Nýársvers hans, er byrjar svona: „Drottinn kallar aldir allar eilífðar til stóraflóðs", bregður upp svip- mikilli mynd. Aldirnar falla í eilífð- ina, eins og stórár í ægi. Það fer ekki milli mála, að sr. Jón var mesta sálmaskáld sinnar 1 í'Vir á íslandi. Þogar nýja sálma- bókinn kom út í Leirárgörðum upp úr aldamótunum 1800, brá sr. Jóni holdur on okki í brún, sem vonlogt var. Magnús konferenzráð Stophen- sen, sem annaðis.t útgáfuna, hafði breytt sumsstaðar sálmum sr. .Tóns, þó að M. St. væri hámenntaður maður á evrópska vísu, var hann ekki smekkmaður á íslenskt mál og skáldskapur hans heldur ljelegur. Útaf þessiun breytingum brást sr. Jón reiður við og orti níð um M. St. og útgáfnna. on eins og Bjarni Thorarensen segir, þegar hann or að bora saman skáldin í byrjun 19. aldai'. „yfirgekk sr. Jón alla í níð- kyeðskap“. — Jeg hirði ekki um að gera frekar að umtalsefni þess- ar raunalegu deilur og því síður, þar sem þeir M. St. og J. Þ. voru nógu miklir menn báðir til að sætt- ast á það mál. Sr. Jón orti mikið af erfiljóðum, en okki nær hann þar hæstum tónum. Það hefir verið með hann oins og svo mörg skáld önnur. Hann hefir aldroi haft frið fyrir kvabbi um eftirmæli eflir einn og annan. En hiklaust má þó telja hann í fremstu röð, einnig á því sviði, moðal samtíðarskálda. Lausavísur og annað frumsamið. SR. JÓN orti fjölda af lausavísum, og kennir þar margra grasa. Fyndni hans og rímsnilli nýtur sín vel í stökunum. Ileyrði jeg sr. Matthías Joohumsson oft dást að honum, og brá hann ekki svo sjaldan fyrir sig vísum eftir sr. Jón. Enn í dag lifa stökur hans á tungu þjóðarinnar, okki síður óhugðarvísur on hinar. En þó að skáldið fengist sí og æ við þýðingar, ekki einungis eftir stórskáld, heldur og marga aðra, heldur hann sitt strik, eins og haijn hafi orðið lítt snortinn af þeim. Islendingurinn finnur sjálfan sig í lausavísum hans, og þess vegna lifa þær lengst af öllu því, sem hann orti. Andi Pietismans og Puritanis- mans hroif okki Islondinga, og þess vegna urðu þýðingar sr. Jóns á Messíasarkviðu og Paradísarmissi atdroi eign almennings, Þó að mál- ið væri mjög aðgengilegt. Griski andinn í kviðum Hómers. sem Svbj. Egilsson þýddi, átti við fslendinga, og þess vegna náðu þær meiri lýð- hvlli en þýðingar sr. Jóns, þó að þýðingar Sveinbjarnar vænt ef tíl vill okkert meira bókmenntaafrek en þýðingar sr. .Tóns. Vilhjálfur Þ. Gíslason hefir bent rjettilega á þetta. Kímni gætir mjög í ljóðum sr. Jóns, og hún fellur í góðan jarðveg hjá Islendinguin. Stundum gerist gamanið nokkuð grátt, en þeir una því allvel. Jafnvel vísur, sem varla eru hafandi ytir, vegna þess hve grófar þær eru, gevmast ekki hvað síst. Svona eru íslendingar, ef satt skal segja. — Ef það væri atluigað, hve mikið þjóðin kann af ljóðum Eggorts ÓI- afssonar, Benedikts Gröndal eldra, Sigurðar Pjeturssonar o. fl. sam- tíðarmanna sr. .T. Þ. á skáldaþingi, myndi korna í ljós, að það er nauða- lítið. Þoit' þola engan samanburð við sr. Jón Þorláksson. Það ^r dóm- ur þjóðarinnar unl skáldið á Bæg- isá. Þess er áður getið, að eigi gæti þoss að neinu ráði í skáldskap sr. Jóns, að hann hafi gengið á hönd nokkurri sjerstakri stefnu eða isma, eins og Magnús Stoþhensen og Bjarni Thorarensen. Hann stælir engan. Stcndur föstum fótum í feðrafold, ann íslenskri tungu og fornum bókmonntum vorum og kann manna best bragfræði. Er eftirtektarvert, undir hve fjölbreytt um bragarháttum hann yrkir og hve gott vald hann hefir á þeim. Hann kann góð skil inna fornu kenninga skáldanna, og ber þetta hvorttveggja vott um þekkingu hans á skáldamálinu forna. Ekki fjekkst hann samt verulega við rímnaskáldskaþ, hefir ])ó ort fjór- ar rímur af Hænsna-Þóri lauk rím- unum, on Svoinn lögmaður Sölva- son orti fimm inar fyrstu. Árni Ilolgason stiftprófastur þakkar m. a. Jóni Þorlákssyni, „að komiti er nokkur lagfæring á þann gamla rímnahátt“. Þar er átt við, að horf- ið sje frá inu inantóma Edduhnoði rímnaskálda á fyrri tíð. Sr. Jón er uppi á þeim tíma, er fræðslustefnan var mestu ráðandi i bókmenntum vorum, enda er hann ekki allsendis ósnortinn af henni. Sannleikurinn or sá, að hann er alltrúr fulltrúi þeirra

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.