Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1945, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1945, Blaðsíða 5
LESBOK MORGUNBLAÐSINS i 45 stefna, er ráðandi eru í bókmennt- um á hans dögum, alhliða og marg- látur, sver engum isna órjúfandi hollustu. öðru nær. Maðurinn var fjöllyndur. Slikt var eðli hans. Lít- ið í ljóðasafn hans, og þjer fáið þennan dóm staðfestan. Hann gat beygt sig með auðmýkt í duftið fjTÍr Drottni og leitað hans í inni- legu trúartrausti. Þar á mót sjáum vjer hann gnnan sprettinn hnar- reistan af hroka, rístandi argasta níð náungum sínum. Alvara hans er háleit og einlæg í sumum kvæðum, hans, en öðrum þræði er hann gá- laus, gáskafullur, lausagopalegur og keskinn. Enn sjáum -vjer í ljóð- um hans nfddaleg kvæði, jafnvel andstyggilegt klám, cn á sömu opnu fegurstu perlnr heimsbók- rnenntanna, greiptar í gullmálm íslensks máls. Hvílíkt náttúrunnar Pg andstæðanna barn! I Ahrif Jóns Þorlákssonar 1 íslenskum bókmenntum. DR. JÓN ÞORKELSSON kemur að því í Dánarminningu nafna síns og langafa 1919 að rekja áhrif hans á önnur skáld. Telur hann Hjálmar Jónsson (Bólu-Hjálmar) lærisvein sr. Jóns, og er vísast, að rjett sje til getið. Dr. Jón tilgreinif ekkert til sönnunar máli sínu annað en það, að Iljálmar hafi alist upp við Eyjafjörð, „þar sem hjeruðin öll kváðu við af kveðskap sjera Jóns og vísur hans flugu út jafnharðan og þær urðu til. Það er erfitt að sanna nokkuð í þessum efnum, en nær er mjer' að halda, að Hjálmar háfi lítt lagað sig eftir öðrum skáld- um, svo sjerstæður og frumlegur sem hann var. Vafalaust hefir Hjálmar hins vegar snemma numið sitt hvað af vfsum sr. Jóns og sálm- nm; og er síst fyrir að synja, að sá kunnleiki um skáldskap hans hal'i örvað Hjálmar til að yrkja og orð- íð honum fyrirmynd að einhverju Jeyti. Enn telur dr. Jón, að ýmsa þræði megi rekja frá sr. Jóni til Stein- gríms Thorsteinsson, Jóns Thorodd- sen og jafnvel til Gríms Thomsen, én ekki skal farið lengra út í það mál hjer. Það liggur hins vegar í hlutarins eðli, að Jónas Hallgiúmsson hefir þegar í æsku hlotið að nema ýmis- )egt eftir sr. Jón. Faðir Jónasar var kapelán hans, og þegar sr. Ilallgrím- ur drukknaði, var Jónas langt kom- ínn á níunda árið. Ættfólk hans var í vináttu við sr. Jón, óg má telja víst, að Jónas jlafi bæði oft sjeð prestinn og því meira heyrt um hann talað. Sennilega hefir hann þegar innan við fermingu lesið eitt- hvað af því, sem þá var prentað eftir sr. Jón, því að líklegt er, að bókakostur hafi verið góður á Steinsstöðum, Lærdómslistaritin t. d., en í þeim voru prentaðir fyrstu kaflarnir af Paradísarmissi, sem fyrr segir. Ennfremur er næsta lík- legt, að Hrappseyjarbækur hafi ver- ið þar til. Jónas var tekinn í fóstur að Hvassafelli haustið eftir að fað- ir hans drukknaði (1816), og þar átti hann heima, næstu fjögur árin (Sjá Rit J. H. V.) Voru fósturfor- eldrar hans þau Guðrún, • móður- systir hans, og maður hennar, Bene- dikt Ejörnsson. Var Jónas því ekki sóknarbarn sr. Jóns nema til 9 ára aldurs. - - Það er haft eftir Tómasi Hallgrímssyni, presti á Völlum (d. 3901); en hann var systursonarson- ur Jónasar, að þegar Jónas var 5 ára, hafi sr. Jón á Bægisá eitt sinn gist á Steinsstöðum hjá íoreldrum haps. „Um morguninn sat prestur einn inni í baðstofuhúsi, en Jónas litli lá þar vakandi í rúminu og var eitthvað að rausa við sjálfan sig. eips og honum hafði verið titt, þeg- ar hann var barn. Þegar móðir hans kom inn, sagði sjera Jón: „Nú skal jeg segja yður nokkuð, maddama góð! Iljerna eigið þjer nú efni í á- 'gætt skáld“. Rannveig móðir Jón- ar, er borin fyrir sögunni". (Sjá Rit J. H. V.). Þorsteinn Jóusson, sá er fór að gefa út ljóð sr. Jóns, fjekk Jónas veturinn 1842—1843 til að búa þau undir prentun. Flokkaði hann kvæð, in og kynnti sjer þau sem best. Seg- ir Matth. Þórðarson (Rit. J. H. V.), að Jónas hafi þrem árum síðar, skömmu áður en hann dó, ort Vor- visuna á la Jón Þorláksson (Sjá Rit J. II. I.) Byrjar vorvísan eins og kvæði sr. Jóns til Bjarna. Thorar ensen 1818 mutatis mutandis og undir sama bragarhætti. , Vorvísan: „Tinda fjalla, áður alla undir snjá, sín til kallar sólin há..,“. Til Bjarna Thor. „Tinda fjalla jeg sje alla undir snjá; til sín kallar Þorri þá. ..“ Rík hafa kvæði J. þ. verið í Imga Jónasar. — Sr. Jón yrkir mikið undir fornyrðislagi. Það gerir Jón- as líka. Svipar andanum i kvæðun- um víða talsvert mikið saman, sbr. Blíða íJ. Þ.): „Blíður er árblær, blíð er dags koma, fylgja henni tónar töfrafullir, árvakra fugla, sem er eyrna lyst. Blíður er röðull, þá er breiðir hann austan árgeisla á unaðs foldir, yfir grös, eikur og aldini, sem þá deig glansa fyrir döggfalli“. Eenð sáman við þessi eríndi eitt- hvað af inum yndisþýðu ljóðum Jónasar undir fornyrðislagi, Jeg er

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.