Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1945, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1945, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSTNS 51 SÖKNUÐUR MÍnniyicju Sicjnínar (Sriem, dr. Olaáonar ocf íarna fteirra ISLAND mörgum svöðusárum særinn löngum hjó. Þyngra er en taki tárum tapið þess er dó. Harmhljóð berst úr hafsins bárum. Haf er grafarþró. Sárt er þegar silfurkerin sökkva hafs í grafarþró. Heim til íslands óstöðvandi ykkur seiddi brá. Heimatrygðar bundin bandi buggust þið á sjá, fegin vildu fósturlandi færa niðja þrjá, öllu dýrri yndislegu englana ykkar litlu þrjá. Ei skal harma, hins skal minnast — huggun sú er blíð — óslitið var yndi að kynnast ykkur fyr og síð, og við munum aftur finnast eftir litla hríð. > Hlakka jeg til himinfunda, hugrór eftir þeim jeg bíð. Marga stund við sátum saman sæl og hrifin öll. Lífið alt var gleði og gaman. Glóði veröld öll. Til að höndla hæsta framann hræddust þið ei f jöll. Hræddust aldrei örðugleika úthafsbrim nje reginfjöll. Stóðu þið í stríði hörðu, stöðug sóknin var, til að færa fósturjörðu fylling menningar. Þið hafið sett hjá vegi vörðu. vitá æskunnar. skæran vita vel að Iýsa vegum skólaæskunnar. Eykonunnar fast við fætur förin enduð var, þar sem dauði sjávar sætur, sál í hæðir bar. Ástkær böm sín Island grætur yst í köldum mar. Framavonir fóstran grætur faldar djúpt í köldum mar. Hjer er styrjöld, voði vafi, varmennskunnar ból. — Velkomin og heil af hafi heim í Drottins skjól, þar sem allra gæða gjafi gefur himnesk jól, gefur ykkur óendanleg, alkærleikans dýrðarjól. Drottinn, græð þú sorgarsárin svo að hugur megni að sjá góðvinina gegnum tárin glaða ofar sorg og þrá. Lát oss skiljast, eftir árin, að vjer munum finna þá. — Sjónhverfing er sorg og dauði sem oss aldrei granda má. Steingr. Arason. ♦

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.