Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1945, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1945, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 49 Þingeyjarsýslu í rnarga ættliði, og allir gifst inn í grónar auðmartna- og valdsmanna ættir. Ekki þótti Jón laginn til sýslumennsku og rögg- semdarlítill, enda ljet hann af em- bætti á góðum aldri og fluttist bú- ferlum að Galtala’k í Landsveit, og andaðist þar árið 1610. Jóni er lýst svo, að hann hafi verið að litliti mjög liðlegur mað- ur, ' gæflyndur og siðlátur, fjár- gæslumaður mikill, nokkuð þurr- legur í háttum- og viðmóti. Og syrgði alþýða ekki hans fráfall. Stendur í Sýslum.æfum. Rjett áður rn hann dó, veitti hann móttöku landskuldum af jörðuni sínurn á norðurlandi. Voru ]iær: Smjör 8 hestburðir, hákarl 5 hestburðir, fisk ur 3 hestb. en vaðmál og peningar á einn hest. Er þó vitað að hann átti jarðir í öðrum landsfjórðung- utu. Magnús á Iieykhólum var sonur þess alkunna höfðingja Ara í Ögri og Kristínar Guðbrandsdóttur bisk- ups. Ara var boðin lögmannstign árið 1614, en hann hafnaði þeim sóma og ljet sjer nægja sýslu- mennsku og stórhöfðinglegt „bónda- stand“. Faði Ara í Ögri var Magn- ús pniði Jónsson, nafnfrægur höfð- ingi, skáld og fræðimaður, meðal annars er hann talinn vera fyrsti jnaður hjer á landi, ér semur ætt- fræðirit. 1 Skráð er að Mgnús Arason hafi verið mikáll höfðingi, hjeraðsríkur og mikil fjárgæslumaður, sem þeir frændur fleiri. En hann varð skamm, lífur, andaðist tæplega fertugur, árið 1635. Þórunn ekkja hans bjó á Reykhólum um nokkurra ára bil 'eftir lát hans, en fluttist þá að Skútustöðum, sem hún hefir átt, því varla hefir hún, sem átti að minsta kosti rúmlega 40 jarðir. far- ið að verða leiguliði því víst er um það að eitthvað átti Magnús af jörð- um, fyrir utan Reykhóla, en sjálf átti Þórunn 38 jarðir, cins og áð- ur greinír. Magnús Sigurðssou í Bræðratungu fæddist árið 1651, á Skútustöðum, og hefir verið heitinn eftir afa sín- um Magnúsi á Reykhólum. Hann ólst upp með móður sinni á Skútu- stöðum, cn faðir hans varð ekki langlífur. Magnús þótti efnilegur niaður, og líklegur til að skipa sæti feðra sinna með sæmd. Er þaði Ijóst af því, að hann er einn í þeirn furðu fámenna hóp, lærðra og leik- manna, sem Espólín telur helstu menn landsins á þeim tímá. Enn- fremur er hið fyrra kvonfang Magit úsar alveg augljós vottur þess að liann hefir vcrið maður í miklu á- liti. t Eyrarannáll og Holtsannál er þess getið, að 29. ágúst árið 1680 þafi þær Bræðratungusystur gifst. Sigríður Hákonardóttir, giftist sr. Sigurði Sigurðssyni. (Voru þau foreldrar Odds, er seinna varð lög- jnaður og mjög kenrnr við sögu, og einnig verður getið hjer). En Jarþrúður Ilákonardóttir giftist Magnúsi Sigurðssyni. Og riðu þau presthjónin frá Vatnsfirði við Isa- fjarðardjúp að Bræðratungu til að sitja brúðkaupið. Má þó segja að mikið sje til matarins unnið, því leiðin er löng eins og kunnugt er, og mun hafa verið torsótt þá eins ,og vegir voru á landi li.jer. Að vísu var presturinn sjera Guðbrandur Jónsson að 2. og 3. að frændsemi við Magnús, en prestfrúin, eins þeirra Bræðratungusvstra. En nærri má geta, hvort ekki munu hafa fjöl- mennt til brúðkaupsins, þeir frænd- ur og vinir sem um skemmri veg áttu að sækja. Bræðratunga eða Tunga, eins og jörðin hjet til forna, er yafalítið eitt liið helsta þeirra höfuðbóla landsins, sem hvorki kóngur nje kirkja áttu á þeim tíma. Og bjó þar lengst af nafnfrægt höfðingsfólk. Voru þau foreldrar Jarþrúðar eng- ir eftirbátar fyrirennara sinua í þeim efnum. En faðir hennar var Hákon sýslum. sonur þess mikla og gagnmerka manns Gísla lög- manns Hákonarsonar í Bræðra- tungu, og er það valdamesta ætt landsins um langt tímabil. En kona< Ilákonar og móðir Jarþrúðar, var Ilelga í Bræðratungu (scm Guðm. Kamban hefir gert ógleymanlega, öllum þeim, sem lesið hafa hið stór- merka skáldverk hans, „Skálholt"). dóttir Magnúsar lögmanns Björns- sonar, en systir hins fjöllærðasta Islendings, Vísa-Gísla Magnússonar, og var hann um margt svo langt á undan samtíð sinni, að furðulegt má heita. Má því augljóst vera, að Magnús Sigurðsson, hefði ekki fengið þetta góða gjaforð, nema að hann hefði þótt öðrum mönnum, freniri um flesta hluti. Því á þeim tíma voru jafnræðiskröfur milli hjónaefna ærið strangar, og harla ólíkar því sem nú er almennt. Var sú skipan þeirra mála mjög í heiðri höfð, og voru því höfingjaættirnar orðnar marg-samtvinnaðar tengda og frændsemisböndum. Hjelst það í alveg í föstu formi til Móðuharð- indanna, er höfðingjaættirnar lið- uðust allmjög í sundur, og flestir íslendingar urðu jafn örsnauðir. Ekki er ástæða að ætla, að Bræðratungu heimasætuna hafi skort biðla, þó að hún hafi verið orðin rúmlega þrítug að aldri, er hún giftist Magnúsi frænda sínum. Fráleitt má það og teljast, ef að Magnús hefði verið álitinn ónytj- ungur og eyðslumelur, að hann hefði þá fengið Bræðrátunguna, ættarhöfuðból Jarþrúðar, til eignar óg umráða. Því þó Hákon faðir hennar væri fyrir löngu dáinn, og llelga móðir hennax einnig,árið 1676 var tengda og frændgarðurinn bæði liár og traustur, þar sem hún var systkinabarn við báða biskupa lands ins. Því Kristín, kona Þorláks bisk- ups Skúlasonar, var systir Ilákonar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.