Lesbók Morgunblaðsins - 18.02.1945, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 18.02.1945, Blaðsíða 4
LKSBÓK MOROUNBLAÐSINS 0"» tryggð nokkur íhlutun um val dóm- ara. Umsœkjandi um dómaraem- bætti varð að hafa svnt það, með því að greiða fyrstur dómsatkvæði í 4 málum, að hann væri hæfur til að skipa sæti í dóminum. Vitan- lega urðu fyrstu dómendurnir að vera undanþegnir þessu ákvæði. PyTÍrmælið um dómaraprófið var afnumið með núgildandi hæstarjett arlogum nr. 112 frá 1935, og hafði það aldrei komið til framkvæmdar. 1 stað þess er nú mælt í lögunum, að leita skuli umsagnar ITæstarjett- ar um dómaraefni, áður en dóm- araembætti sje veitt. Hæstirjettur var í upphafi skip- aður 5 dómendum, eins og fvrir var mælt í hæstarjettarlögunum frá 1919. Með lögum nr. 37 frá 1924 var dómendum af sparnaðarástæð- um fækkað í 3, en dómendafækkun- in kom þó ekki til framkvæmdar fyrr en á árinu 1926, er látist höfðu tveir hinna fyrstu dómara. I nú- gildandi hæstarjettarlögum frá 1935 er svo af nýju ákveðið, að dóm- endur skuli vera 5, en dómendafjöig un komi ekki til framkvæmdar, fvrr en fje sje veitt til hennar í fjárlögum. Síðan hefir ríkisstjórn- inni jafnan verið heiniilað á fjár- lögum ár frá ári að verja fje úr ríkissjóði til launagreiðslu tveggja dómara. ef dómurum vrði fjölgað. En ekki hefir heimildin enn verið notuð. Síðan Ilæstirjettur var stofnað- ur, hafa prófessorar lagadeildar Ilá. skólans verið varadómendur. ef hæstarjettardómari forfallast eða sæti hans verður autt af öðrum á- stæðum. Bíðan 1935 hefir þó verið heimilt að skipa hæstarjettarlög- mann eða hjeraðsdómara, sem full- nægi skilyrðum til að vera skipað- ur dómari í Hæstarjetti, ef hæsta- rjetta'rdómarí víkur sæti í einstöku máli. Með hæstarjettarlögunum frá 1919 var stofnað embætti hæstarjettarrit ara. llann skal vera lögfræðingur og fullnægja almennum dómaraskil- yrðum. Er núverandi hæstarjettar- ritari hinn þriðji, sem því embætti gegnir. Fastir dómendur Hæstarjettar hafa ekki aðrir verið skipaðir, en þeir fimm, sem í upphafi tóku sæti, í dóminum, og þeir þrír, sem nú eiga þar sæti. Það er oss gleði að sjá hjer viðstaddan í dag einn þeirra dómenda, sem fyrstir voru skipaðir í dómarasæti. herra hæstarjettar- dómara Pál Einarsson. Ilinir fjórir þeir Kristján .Tónsson. Halldór Dan- íelsson, Eggert Briem og Lárrrs II. P>jarnason eru allir látnir. Bið jeg viðstadda að votta minningu þeirra virðingu með því að rísa úr sæturn. Þá er oss einnig ánægja að sjá hingað komna á 25 ára afmæli dóms ins prófessor Ólaf Lárusson, sem sæti átti í Hæstarjetti á fyrsta dómþingi hans vegna fjarveru eins hinna skipuðu dómenda, fyrsta hæstarjettarritarann, dr. juris Björn Þórðarsón, hæstarjettarlög- niann Lárus Fjeldsted, sem gegnt hefir lögmannsstarfi við Hæstarjett óslitið frá stofnun hans. svo og þá málflvtjendur, er fyrstir fluttu mál munnlega fyrir Hæstarjetti. herra forseta Islands Svein Björnsson, sein sýnt hefir Ilæstarjetti ]>ann heiður að vera viðstaddur athöfn þessa. og Iiæstarjettarlögmann Egg- e>t Claessen. Hæstar.jettarlögmenn liafa þeir einir getað orðið. sem til þess fengu leyfi dómsmálaráðherra, enda full- nægðu þeir ýmsum lögmæltunv skil- yrðum, þar á meðal að hafa þreytt og staðist prófraun fyrir Ilæsta- rjetti. Alls munu 29 lögmenn hafa öðlast leyfi til málflutnings fvrir TTæstarjetti, og eru 23 þeirra nú starfandi við dóminn. Frá því að Hæstirjettur var stofn aður, hefur málum, sem þar hafa verið dæmd, farið fjölgandi með ári hverju, þar til nú á styrjaldar- árunum, að tala þeirra hefir stað- ið nokkurn veginn í stað, um 100 á ári. Flest urðu málin árið 1938, þá alls 143. Venjulegast eru flutt og dæmd 3 mál í viku hverri. Á reglum um meðferð mála fyrir Hæstarjetti hefur lítil breyting orð- ið frá stofnun hans.^Helst má geta þess. að upplestur skjala fyrir dómi er nú lítt tíðkaður. í stað þess vísa málflytjendur í ræðum sínum til ágrips dómsgerða. Þá hefur og aukist íhlutun dómenda um öflun skýrslna í einkamálum samkvæmt grundvallarreglum í einkamálalög- unnni frá 1936. Það var næstarjetti hið mesta happ, að munnlegur málflutningur var þar þegar í öndverðu ákveðinn. Dómendur Landsyfirrjettarins, sem allir tóku sæti í Hæstarjetti, Iögðu þó til, að mál skyldu skriflega flutt. Nú orðið munu allir viður- kenna yfirburði munnlegs flutn- ings mála. Málflutningur hefur ávalt farið fram í heýanda hljóði. Atkvæðagreiðsla dómara var hins vegar levnileg fram til ársins 1935, en þá var lögtekið, að birta skuli ágreiningsatkvæði, ef ágreiningur verðnr. jafnhliða dómi eða úr- skurði. Lögmannast jett landsins hlaut að vera það mikið kappsinál, að Hæstirjettur yrði fluttur heim. Með því öðlaðist hún aðstöðu til að fvlg.ja málum eftir til fullnaðarúr- slita. Þeirri aðstöðu fvlgir að sjálf- sögðu aukin ábyrgð, og munnlegur málflutningur reynir meir en skrif- legur á hæfi og dugnað málflytj- anda. En auknu erfiði og ábvrgð fylgir aukinn þroski. Samstarf dóm enda og lögmanna Hæstarj'ettar m\m alla tíð hafa verið með ágæt-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.