Lesbók Morgunblaðsins - 18.02.1945, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 18.02.1945, Blaðsíða 12
100 LESBÓK MOBGUNBLAÐSINS lauksdal, hafa verið sjerlega glæsi- leg, því að jörðin var i mestu ó- rækt og niðurníðslu. Þeir sem þar höfðu setið áður, höfðu verið fá- tækir og framtakslitlir búskussar. Enda segir sjera Björn Þorgríms- son: „Sauðlauksdalur 1753, er sjera Björn fjekk hann, var lítt setinn kallaður, bæði hvað kirkju og stað- arhúsabvggingu áhrærði“. Biðu þannig næg verkefni úrlausnar hins l'ramsekna atorkumanns. Enda stóð ekki á því að niiklar brcytingaryrðu til bóta. Þannig segir sjera Bj. Þor- grímsson: „Eftir 8 ár hafði hann albygt frá grunni í Sauðlauksdal, bæði kirkju og staðarhús. Og það svo prvðilega, að ekki þótti í Barða strandasýslu og þó víðar væri leit- að, jafnfrítt prestssetur“. Finnur Skálholtsbiskup, sem jafn an hafði hinar mestu mætur á sjera Birni, skipaði hann prófast árið 1756, og þá ura haustið kvæntist sjera Björn hinni framúrskarandi konu, Kannveigu, systir Eggerts Ólafsonar og þeirra annara nafn- kunnu Sveíneyjarbræðra. Brugðu þá tengdaforeldrar Björns búi, og fluttust að Sauðlauksdal. Var hjóna band þeirra Iíannveigar afburða gott, og hún samhent manni sínum í þvi að gera garðinn frægan, með rausn og skörunglegri bústjórn, vinsælli er hún talin verið hafa en maður hennar, meðal hjúa og nágranna. Ekki áttu þau börn, ut- an einn son, er andaðist á þriðja ári, og Ilalldór hjet eftir föður sjera Björns. Sauðlauksdalur, (eða Sauðlaus- dalur, eins og dr. H. Þ. telur að muni vera hið rjetta nafn jarðar- mnar. Sjá: Árbók Fornleifafjelags- ins 1923) er rýrðar jörð, af kirkju- jörð að vera, og var mikið tjón að atvikin skyldu haga því þannig, að sjera Bjöm hreppti ekki aðra sem var verðugn, og betur til þess fallin að geyma. minjar um hinar miklu búnaðarframkvæmdir hans. Eggert ól. skrifar Jóni Grunnvík- ing: 1761: — „— Kallið er að sönnu mjög örðugt, ei ríkt nefni- lega uppá 38 ríkisdali, og af sandi mjög af sjer gengið, svo að fvrir fjórum árum var tekið þar um þingsvitni, og ætluðu menn þá bær- inn myndi strax eyðast. Þau (prestshjónin) voru bæði fátæk, þá búa fóru, samt hefur Guð blessað þau ríkulega. — Ujer að auki ak- urgerði með jarðeplum, hvar af mjöl er gert til brauðs og grauta. — Hevjörð er hjer í meðallegi, en allgott undir bú, og nýr tún- gárður í byggingu, en búnir nær 360 faðmar“. En garður þessi, sem Eggert tal- ar um, cr hinn alkunni „Ranglát- ur“, sem mjög hefir verið notaður til að níða minningu sjera Björns, og þó ærið ómaklega. Sandfok og eyðing lands af þeirn orsökum, hcfir lengi verið örðugasta viðfangsefni, þeirra er setið hafa í Sauðlauksdal. Sjera Björn unni gróðri landsins, meira en svo, að hann gæti horft á það aðgerðarlaus, að gróðurlendur og blómleg bygð, yrði sandeyðing- unni að bráð. Eyddi hann árlega rúmum fjórðahluta preststcknanna til sandvarna. Hann 1 jet byggja með „keyptum vinnuafla“ 200 faðpia langan hlífðargarð og sáði melgrasi, til að hefta sandfokið, bættu þær ráðstafanir nokkuð úr skák, en þó hvergi nærri til hlítar. Er sjera Björn, þannig vafalaust, fyrsti „sandgræðslu“maður landsins. Einn ig gerði hann skógræktunartilraun- ir, sem þó báru lítinn árangur, og talaði og ritaði um að vernda þyrfti skógarleyfar, einkum bað hann menn þó um að hlífa lyngi og fjall- drapa, sem hann sagði, að vernd- aði landið best gegn uppblæstri. Má nærri geta, hvílík rÖdd hróp- andans, sjera Björns hefur verið, á þessum tíma, þegar jafnvel annar eins maður og Magnús sýslum. Ket- ilsson, sem sjálfur fjekkst við gróð- ursetuing trjáa, ljet sjer þó á sama tíma eyða alveg miskunarl. skógar- teigum sem hann átti í Skarðslandi. Sjcra Birni tókst að útvega sjer skipun landsstjórnarinnar, þess efn- is, að sóknarmenn skyldu aðstoða hann við að byggja sandvarnargarð : varð þessi kvöð afar óvinsæl, og hlaut því garðurinn, hið rangláta nafn „Ranglátur“, hjá þeim mönn- um sem ekki áttuðu sig á því, hvað var að gerast, en hefur fundist scm þeir væru að gera sjera Birni ó- verðskuldaðan greiða, og sáu ekki svo langt, að þeir væru með þessu, eftilvill að bjarga heilu bygðarlagi frá glötun. Líklega væru sandauðn- ir íslands færri, ef margir hefðu á þeim tíma farið að dæmi sjera Björns, jafnvel þó að það kynni að hafa kostað þá sjálfa illmæli ein- hverra manna. Ilugur sjera Björns, gagnvart sandeyðingunni, kemur greinilega fram í hinum snildarlega vel gerðu Sand-vísum hans: „Sandur mjer hingað sendist sandurinn á þann vanda, sandur sjónir blindar, sandurinn bju-gir landið, sandurinn sjest hjer undir, sandur til beggja handa, sandurin sáðverk hindrar, sandur er óstillandi. Sandur á sætrum lendir, sandurinn klæðum grandar, sandurinn byggðum sundrar, sandurinn teppir anda, sandur í drykknum syndir, sandurinn froðu blandast, sandurinn sætir undrun, sandurinn er minn fjandi“. Örðugleikunum sem sjera Bjorn Framh. á bls. 104

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.