Lesbók Morgunblaðsins - 18.02.1945, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 18.02.1945, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS P 93 uw. Auðvitað getur ekki hjá því i'ar ið, að málflytjandi eigi stundum erfitt með að sœtta sig við málsúr- slit, þegar mál tapast, sem hanu kefur trú á að vinnast ætti. Slík vonbrigði fylgja eins óhjákvæmi- lega starl'i málflytjanda og það fylgir starfi dómara að verða stund um að þola gagnryni á dómum sín- um. Því miður skortir íslenska lögfræðingastjett tímarit. sem væri rjettur vcttvangur rökræðna um lög fræðileg cfni. Gagnrjni á úr- lausnum dómstóla getur bæði verið holl og rjettmæt, sje hiin borin fram af rjettlætiskennd og nægri þekk- ingu á málvöxtum, enda sjeu rök metin með og Inóti af fullkcmnu hlutleysi. Eu hafi gagnrýni ekki þcssa kosti, sje t. d. einhliða ádeila, þar sem villandi er skýrt frá mála- voxtum, þá getur hún hvorki orðið dómstólum njc þjóðfjelaginu til gagns. Hin ytri kjör Hæstarjettar, dóin- enda hans og lögmanna, ætla jeg ekki að gera að umræðuefni, að undanteknum húsakosti dómstóls- ins. Hjá því verður ekki komist að minnast hans nokkrum orðum. 1‘egar Hæstirjettur var stofnað- ur, var honum til bráðabirgða búinn staður hjer á efri hæð hegn- ingathúss landsins, með því að — eins og segir í umræðum á Al- þingi 1919 — ekki væri ætlandi, að tilbúinn verði sæmilegur samastað- ur handa honum á næstu 2-3 árum. Hjer voru honum fengnar tvær stofur og eitt smáherbergi til um- ráða. Við þau húsakynni á hann enn að búa. Hvernig þessum húsa- kosti er háttað, er sjón sögu ríkari. I þessari clinimu og óvistlegu dóm- stofu fer málflutningur fram. Einn bekkur, sem 10—12 menn geta set- ið á, er ætlaður bæði áheyrendum og hæstarjettarlögmönnum, ef fleiri erij viðstaddir en þeir, sem mál flytja. Það er hvorttveggja, að fleiri sæti kornast ekki fyrir, enda yrði ólíft í þessari þröngu stofu, ef fleiri raönnum ætti þar á að skipa Þá hafa dómendur sameiginlega eitt starfsherbcrgi móti norðri, sem er öllum sömu ókostum búið og dómstofan. Euginn staður er til fyrir bóka- og skjalasafn Ilæstafjett ar. Skrifstofa hæstarjettarritara er smáherbergi, sem hvergi myndi við sambærilega stofnun þykja nægilega stórt til að liengja í yfirliafnir. Jafnstórt því er herbergi það, sem öllum hæstarjettarlögmönnum er ætlað til sameiginlegra nota. Ekki er þar sæti fyrir meira en þriðjung þeirra, og enginn vegur er að koma þar fyrir nauðsvnlegasta safui laga- bóka. Vmsa fleiri ókosti mæt.ti telja á húsakosti dónrstólsins, en vegna sónra þjóðarinnar verð jeg suma undan að draga. Vjer höfum, eins og vera ber, fagnað endurheimt sjálfstæðis vors. Hitt höfum vjer minna hugsað um, hvar vjer ætt- um að hýsa það. Veit jeg ekki hvernig farið hefði, ef Danir hefðu ekki byggt hjer tvö hús, annað á 18. og hitt á 19. öld. Þangað höfunr vjer boðið framkvæmdar- valdinu og dómsvaldinu. 8á er þó nrunur, að hið fyrnefnda býr eitt að sínu húsi. Dónrsvaldið er enn i sambýli. Háttvirtu samdómendur og lög- nrenn Hæstarjéttar. Það er einlæg ósk vor allra, að Hæstirjettur megi vaxa af störf- um sínurn. Vjer gerum þá kröfu til þjóðfjelagsins, að honunr verði veitt sú aðbúð, sem starfsemi hans krefst og hlutverki hans særnir. Að þeirri lausn viljum vjer allir stuðla. En hitt má oss aldrei úr minni íalla, að niestar kröfur ber oss að gera til sjálfra vor. Starfi voru fylgir nrikil ábyrgð. Þegar mál hefur verið hjer sótt og varið og dómur á það lagður, verður þeirri úriausn ckki síðar haaggað. Það má aldrei bregð- ast, að við hvert mál, smátt sem stórt, sje lögð hin fyllsta alúð og allt gert, sem í voru valdi stendur, er tryggi rjetta úrlausn þess sam- kvænrt landslögum og rjetti, Með þyí nróti einu gctum vjer vænst þcss, að dómstóllinn njó.ti trausts þjóðarinnar og verði um ókomna tínra vanda sínum vaxinn. sLi Farmaðurinn Siglir skipiö á svölum unnunr. Heitið er för þess heinr til íslands. Farmaður leitar föðurlandsins, ætlar að helga þvi ævistarfið. Heimþráin sterk i hjarta brennur. Lyftist úr sænum landið kæra Hvitir jöklar við hvelfing bláa farmanni senda friðarkveðju. Kernur ei skipið, kvölda tekur? Horfið er sjónurn, hvað mun valda? Sáuð þið jöklar sökkt vcra i hafið farmannsins von og vökudraumuro, Blóðþorsta svala bitrir fjendur. Harmþrungið ísland lietju grætur. Úti við sandinn aldan stynur. Heyrirðu’ ei farmanns hinstu kveðju? Lilja.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.