Lesbók Morgunblaðsins - 18.02.1945, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 18.02.1945, Blaðsíða 7
LESBÓK MOROIJNBLAÐSINS nr> Sauðiauksdaiur grímur biskup, hafi sýnt sjer þá góðvild að lána sjer hana. I 9. árg. Bíinaðarritsins árið 1895, ritar Sæ- mundur cand. Eyjólfsson. einkar skomtiiega groin, nm sjora Björn, og J)ó aðaliega um búnaðarhætti hans. Bjarni Jónsson skáld og kenn ari, ritaði grein um hann í 6. árg. Bjarma, árið 1912, og kom sú rit- gerð eitthvað breytt, í bókinni „Vor mdnn lslands“ árið 1924. Lang merkasta ritgjörðin um sjera Björn er eftir dr. Hannes Þorsteinsson og kom í „Skírni“ 1924 á tveggja alda afmæli sjera Björns. Meðal ó- prentaðra heimilda. má einkum nefna: „Prostaævir" Sigv. 0. Borg- firðings. Þannig á allur þorri manna ógreiðan aðgang að því, að kynna s.jer líf og starf sjera Björns í Sauðlauksdal. En eins og dr. Ilann- es Þorst. segir, í hinni ágætu „Skírn is‘ ‘-ritgerð : „Sjaldan er góðs manns of oft getið, enda þótt fyrir löngu sje liðinn og lagður í mold“. Þar sem rúm 20 ár eru liðin síð- an hin merka ritgerð Dr. II. Þ. birtist, og „Skírnir“ að auki í fárra manna höndum, er vaxin upp ný kynslóð hjer á landi, sem eðli- lega hefir lítil skilyrði haft til að kynnast hinum fjölhæfa merkis- manni, sjera Birni. Að vísu flutti Hákon skógræktarstjóri Bjarnason, skörulegt erindi um hann í útvarp- ið 1942 eða ’43. En útvarpsfyrir- lestrar gleymast í smærri atriðum, meðan hið „þrykkta“ oi'ð geymist. Oskar rith. Olausen, hefir tekið í „Prestasögur" (Ak. 1939) smá- kafla, um sjera Björn, úr „Presta- ævum“ Daða Níelssonar. Eru þeir þess eðlis, að ólíklegt er að ætlast sje til, að lesandinn fái rjetta mynd af hinum ágæta manni, sjera Bimi. En beinlínis villandi fyrir þá sem kynnu að vera svo lítilþægir að gera sjer þá fræðslu að góðu. Hef- ur 0. Clausen, litlu aukið við verð- skuldaðan rithöfundarhróður sinn, með þeim glefsum. Um Daða Níels- son or það að segja, að hann er sorglegt dæmi þess, hversu íslenska þjóðin, hefur oft og einatt, taliði sig hafa ráð á að láta miklar gáfur. koma að litlum notum. Þar sem hann var auðnulítill flakkari, og varð. að gera sjer að góðu, að skrá- setja misjafnlega merkilegar slúð- urögur. Samtíðin hafði lítið annað að bjóða hinum stórgáfaða og fróð- leiksþyrsta manni. En Daði hafði engin skilyrði til að segja frá sjera Birni í Sauðlauksdal, nema að ann- ara frásögn, þar sem hann fæddist nálega hoilli öld seinna en sjera Björn. (Daði 1809. Sjera Björn 1724.) á Kleifum í O.ilsfirði, svo fjarlægðin er það mikil, að vafi kann að leika á því hvort Daði hef- ur komið á þær slóðir, sem Björn vann hið mosta æfistarf sitt. VERÐUR lijor leytast við, að gera nokkra grein fyrir sjera Birni

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.