Lesbók Morgunblaðsins - 18.02.1945, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 18.02.1945, Blaðsíða 11
' LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 99 Ilólabiskup, on hcyrau var Guð- lauftiir Lorgeirnstm er srinna vatð prófastur í Görðnm á Álftanesi, og nafnfrírgur garðrfcktarmaður. Jón hiskup Arnason andaðist snemma árs 3 743y og eftir J>að var Björn ckki ölmusupiltur í skóla, og bendir J>að til þess að móðir hans.hafi verið sæmilega efnum búin, þrátt fvrir harnafjöldann. llaustið 1742 fór Björn ckki í skóla, hvort scm vcikindi eða aðrar orsakir hafa valdið ]>ví. Strldentsvottorð sjera Björns, er dagsctt 29. maí 1745. Kn Harltoe Sjálandsbiskup, prófaði ]>á um vorið pilta þá scm lengst voru komnir, og var Björn einn þéirra 5 sem ])rófi náðu, þó að hann hefði ekki verið allan hinn vcnjulcga skólatíma. t stúdents- vottorði hans segir: „Að hann sje siðprúður og Vandaður í hegðun allri, hafi stundað allar námsgrein- ar af kappi, en sje best að sjer í Latínu, Grísku og Guðfræði". Meðal skólabræðra Björns má nefna: Guðmund Jónsson er prest- ur varð að Krossi^ hann ritskr. 1742. ITann var gáfumaður mikill, orð- heppinn og góður prjedikari og skáldmæltur nokkuð, til er allmikið af handritum eftir hann. Og Stefán Ilögnason, er prestur varð að Breiða Hólstað, útskr. 1742. Urðu þeir báð- ir mágar Bjöms. Og Kggert Ólafs- son hinn nafnfræga náttúrufræð- ing og varalögmann, útskr. 1746. Ennfremur voru þeir Jón Eiríksson, síðar konferensráð, 2 vetur sam- tímis í skóla, Jón lauk þó ekki námi í Skálholti, en tók stúdentspróf í Þrándheimi. ITjelst innileg gagn- kvæm vinátta með þeim Jóni og sjéra Bimi meðan báðir lifðu. Líklegt er að sjera Björn hafi verið vinsæll meðal skólabræðra sinna; mætti ætia það af því, að tveir þeirra giftast systrum hans, en hann sjálfur giftist svstur eins þeirra; Eggerts ólafssonar, eins og kunnugt er. Vegna fjarlægðar eru engar líkur til að um gagn- kvæm kynni hafi verið að ræða milli þessára hjónaefna, og væri eins líklegt að þeir hafi ráðið það með sjer, að tengdir tækjust milli þeirra. Um vorið 1746 gerðist sjera Björn. ritari hjá Ólafi sýslum. Árna syni í TTaga á Barðaströnd og gengdi hann þeim starfa við góðan orðstír nokkuð á fjórða ár. Mun þar hafa verið myndarheimili, þó víðkunnara væri það að auðlcgð en vinsældum. Þá var prestur í Sauð lauksdal Þorvarður Magnússon, kominn að fótum fram fyrir aldurs sakir, hafði hann þjónað því brauði í meðal mannsaldur, eða samflevtt í 45 ár, en þð haldið aðstoðarprest síðustii 5 árin (1744—’49). Var það sjera Eggert Ormsson, er um þess- ar mundir hafði fengið Selárdals- þing, er sjera Þorláki, föður Jóns skálds á Bægisá, hafði verið vikið þaðan við litla sæmd, en þó með. brögðum nokkrum. (Eins og ef til vill gefst síðar kostur á að greina frá). Fjekk sjera Þorvarður Björn þá til aðstoðarprests, og fór hann austur í Skálholt og tók prests- vigslu af Ólafi Gíslasyni biskupi, 12. okt. 1749. Það varð þó að sam- komulagi^ að sjera Björn þjónaði Selárdalsprestakalli þá um vetur- inn, en Eggert var áfram til vors- ins, aðstoðarprestur hjá sjera Þor- varði. Næstu tvö árin bjó sjera Björn litlu. búi á nýbýli er halin bvgði í landi Bæjar á Rauðasandi. En 27. okt. 1752 andaðist sjera Þor- varður, og fjekk sjera Björn þá veitingu fvrir staðnum og fluttist þangað í fardögum 1753. kíá nú segja að „undirbúnings árin“ sjcu liðin í æfi sjera Björns, en „starfs- árin“ hefjist. EKKI MUN aðkoma að Sauð-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.