Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1945, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1945, Page 4
308 LERBÓK MORGirNBLAÐSINS trúin á íslenskt land og })á mun hefjast gnllöld íslensks landbnnað- ar. llin miklu gi aslendi landsins, seni enn liggja ónotuð að mestu, kunna í framtíðinni að verða oss jafn mik- ils yirði og hin auðugu fiskimið í kringum strendur þess. Á nokkrum stöðum hagar svo til, að mikill jarðhiti er í eða ná- lægt einhverjum frjósömustu sveit- um landsins. Þar eru grasi vafðar mýrar og flóar svo langt sem augað eygir, sem mega heita ósnortnar af mannahöndum. Þessi landflæmi minna mig oft á hveralækinn í Bisk- upstungunum, sem rann út í bláinn, engum að gagni. í þessum sveitum eiga að rísa fagrar og heilnæmar, nýtísku sveita borgir með 5—10. þúsund íbúum hver, sem ekki stæðu að baki fyr- irmyndar sveitaborgum annara þjóða. Slíkar borgir hafa einstakir iðju- höldar reist í öðrum löndum og ætti það þá ekki að vera ofjarl íslenska ríkinu. Þessar íslensku sveitaborgir, þar sem hvert einasta hús yrði hitað með jarðhita, ættu jafnvel að geta orðið einhverjir heilnæmustu dval- arstaðir hjer í álfu, því ótakmark- að heitt vatn til hitunar og hrein- lætis er stórkostlegt heilbrigðismál og á eftir að bæta heilsu þjóðar- innar að draga úr sjúkdómahættu til mikilla muna. Yrði það eitt glæsilegasta verk efni sem húsameistarar vorir hafa fengið í hendur að byggja slíkar borgir frá grunni. Velja hið feg- ursta og hentugasta bæjarstæði, skipuleggja götur og gerð húsa með fögrum og þjóðlegum hætti. Þáttur ríkisins vrði að veita jarð- hitanum inn ,í bæjarstæðin^ gera skipulag bæjanna. og hafa umsjón með framkvæmd þess. -Tafnframt legði ríkið fyrstu vegakerfi bæj- anna, en lit frá þeim hrísluðust flutningavegir út um allar nær- liggjandi sveitir. Öllu nærlendi jafn vel heilum sveitum yrði breytt í samfeld ræktarlönd’ Þessum hjeruðum yrði skift nið- ur í 10—15 hektara stórar jarðir, sem bændum yrði gefinn kestur á að eignast fyrir sanngjarnt verð með góðum greiðslukjörum. Skógrækt ríkisins segði fyrir um gróðursetningu trjáa og runna við hús og götur, því slík sveita- borg á öll að vera vafin fögrum trjágróðri. Jafnframt sæi hún um gróðursetningu skjólbelta um þver- ar og endilengar sveitirnar, eftir því sem hentugast þætti vegna landslags og veðráttu. Bændur þeir sem þessar jarðir sætu, væru því sjálfseignarbændur, sem ættu heimili sín í fegurstu og heilnæmustu kaupstöðum landsins. Þó að landbúnaður yrði að sjálf- sögðu aðalatvinnuvegurinn í þess- um bæjuni rísi þar brátt nokkur verslun og iðnaður. Ilvergi væri nýtísku gistihúsum, fyrir erlenda ferðamenn, betur í sveit komið en í slíkum sveitakaup stöðum. Erlendir ferðamenn vilja njóta hins heilsunæma sveitalofts og náttúrufegurðar, en mjög marg- ir vilja engu síður kvnnast í sjón og raun þeim þjóðum sem þeir gista. llvergi á landinu væri betra tækifæri til þess en í þessum bæj- um, þar sem þeir gætu í senn kynst bæjarbúum, búnaðarháttum og nátt úrufegurð landsins. Viðskifti við erlenda ferðamenn vrði þá einn þáttur í atvinnuveg um bæjarbúa. En þau gætu einnig er tíma liðu komið fótum undir þjóðlegan heimilisiðnað, sem hent- ugt gæti orðið fyrir bæjarbúa að stunda að vetri til. Nokkur ræktun í gróðurhúsum, áföstum við íbúð- arhúsin í kaupstaðnum gætu einn- ig orðið til gagns og ánægju. En aðalatvinnuvegur íbúa þessara bæja yrði að sjálfsögðu landbúnað- ur. Landbúnaður, sem grundvall- aðist fvrst og frernst á fullræktuðu landi. ★ JEG HEFI þá trú á gæðum lands ins, að með aukinni þekkingu á ræktun þess, fjölgun nytjajurta og meiri fjöllbbreytni í búnaðarhátt- um geti landbúnaður orðið jafn arð vænlegur hjer á landi og í nágranna löndunum. Bændur vorir eru viðbragðssein- ir og tregir til að reyna nýjar leiðir. Kenningar Klemens Kristjánsson- ar á Sámsstöðum um skilyrði til kornræktar hjer á landi, sem hann byggir á margra ára tilraunum og eigin reynslu eru svo merkar að furðanlegt má heita að bændur landsins skuli algerlega hafa dai;f- heyrst við þeim enn. Ræktun korns til fóðurbætis, sem er Htið vandasamara en grasrækt og krefst ekki sjerstakra vjela, eins og Klemens hefir margsinnis bent bændum á, ætti að vera sjálf- sögð byrjun. Á þann hátt feng.ju bændur ágætan kjarnmikinn inn- lendan fóðurbætir. En slík korn- rækt gæti. er stundir liðu, orðið hinn besti reynsluskóli fyrir bænd- ur til að býggja á endurreisn hinn- ar fornu akuryrkju landsmanna. Það er rótgróin trú íslenskra bænda, að sauðfjárrækt byggist fyrst og fremst á góðu beitarlandi og afrjettum. Þessi trú stafar af þeirri feiknarvinnu sem öflun heyja og fóðurs kostaði bændur fram á síðustu ár og kostar flesta bændur landsins enn þann dag í dag. Víða í heiminum er stórfeld kvik fjárrækt rekin eingöngu á ræktar- landi og gefst vel. Svo mun einnig

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.