Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1945, Qupperneq 9

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1945, Qupperneq 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 113 það liáttalag nijög í stút' við venju Islendinga, eiukum frumbyggja, því að vanalega voru það óskráð lög, að öll aðstoð væri heimil, hvernig sem á stóð. Þeir fjelagar fóru ekki íram á annað en konur þeirra og börn fengju að sofa undir þaki, en er því var neitað, íóru þeir til baka. Voru nú skrínur opnaðar, og það, af fatnaði, sem fanst, vafið um börn in og konurnar. Tók nú að rigna, svo að þvílíkt hafði aldrei á Islandi sjest. Þrumur kváðu við, svo að ekki heyrðist mannsins mál, og log- aði alt í eldingum. Sagði þá Sigur- björg: „Ef við lifum öil af í nótt, skal jeg aldrei framar óttast neitt nje kvarta“. Nóttiu leið af, og öll voru þau lifandi um morguninn. Þá kom frumbýlingurinn, sem hafði úthýst þeim kvöldið áður, með nýmjólk í fötu og bað þau að þiggja •kuna. En þá kom upp íslendingurinn í Sig- urbjörgu. „Guð hefir haldið í okk- ur lífinu í nótt án þimiar hjálpar“, ságði hún. „Hann getur og haldið í okkur lífinu í dag án þinnar hjálp- ar“. Varð bóndi að fara svo búinn til baka með mjólk sína. Því miður kann jeg ekki skýringu á því, hvers vegna þessi landi breytti svo óíslendingslega að úthýsa nauð- stöddu fólki, því að slikt hefir jafn- an mælst illa fyrir meðal Islendinga. En svo mun lijer sem oftar, að or- sakir eru til allra hluta, og að skilja er sama og fyrirgefa næstum því hvað sem er. Brátt komust íerðalangarnir til Sigurðar Nordal, bróður Sigvalda, og var þeim þá borgið, þótt mikið erfiði biði þeirra einkum fyrstu árin. Sigvaldi reisti bú í Selkirk i Manitoba og á þar enn heima á sama stað. Reisti hann gistihús, þar sem öllum var heimill greiði án til- lits til endurgjalds. Þetta kom sjer \ el, því að á þeim árum kom margt íslendinga að hciman og flestir snauðir. — Heimili þeirra hjóna varð að sjúkrahúsi, nutu margir landar þar hjúkrunar, sem áttu sjer ekki annars úrkostar. Vin átti' Sigvaldi þar í nágrenninu, sem var læknir, dr. Grain að nafni. Hann læknaði fjölmarga ísleiidinga án endurgjalds. Eitt sinn vaf sjúkur maður bor- inn inn til Sigurbjargar. Þekti hún þar fyrsta andlitið, sem hún hafði s.jeð i Nýja íslandi, þótt honum het'ði nú nokkuð brugðið frá því, er hann úthýsti þeim forðum daga. Var honum tekið opnum örmum og hjúkrað svo sem best var unt. Fór hann heill heilsu þaðan eftir alllanga legu, og mun ekki þurfa að lýsa tilfinningum hans. Sigvaldi og Sigurbjörg eignuðust tólf börn. Fimm þeirra eru enn á lífi. Tvö þeirra hefi jeg sjeð, þær systur. Ms. V. Condé, sem er móðir Valdine, og Sigríði, sem kent hefir undrabarninu að leika á píanó frá því það var þriggja ára. Báðar eru þær systur atgervis- og fríðleiks konur, svo að eftir þeim verður tek- ið í fjölmenni. Fjögurra ára var Valdine, þegar hún ljek opinberlega í fyrsta sinn. Síðan hefir sigurför hennar verið samfeld og óslitin bæði í Canada og Bandaríkjunum. Hefir einleikur hennar hrifið þúsundir manna í fræg ustu sönghöllum. í Chieago mun hún hafa haft mefctan fjölda áheyr- enda. Þar hlýddu sjötíu þúsundir manna á hana í útihljómleik, Frú Sigríður Nordal Helgason hefir lengst af fylgt henni eftir og vakað yfir framför hennar. Stund- um hefir barninu legið við að hiká, þegar hún hefir átt að koma fram fyrir þúsundir áheyrenda. Þá hefir írænka hennar jafnan notað sama ráðið, hún heíir mint hana á, hvað- an hún væri ættuð og á afrek afans og annara forfeðra og á orð ömm- unnar: „Ef jeg lifi þetta af, skal jeg aldrei framar óttast nje kvarta“. Við þessa tilhugsun hefir litla bring an þanist út og augun leiftrað, og svo hefir hún gengið sigurviss til verka. Það, sem mesta undrun og hrifn- ingu hefir vakið, er að heyra smá- barn leika vandasömustu snildar- verk eftir Baeh, Mozart og aðra nteð skilnihgi og þroska hins full- orðna rnanns, en þó þrungin af barnslegri fegurð og hreinleika, Auk þeirrar miklu frægðar, sein, Valdine hefir getið sjer og öllum Jslendingum er að óblandin gleði, hefir hún sýnt íslenskum börnum, liversu langt má komast með dáð og dug og þrautseigju, einkum ef nógu snemma er byrjað. Þegar Valdine var firnm ára, átti hún einn dýrgrip, sem hún tdk fram yfir alt annað í eigu sinni, það var kanarí-fugi, fagur gyltur að lit. Valdine sat við hljóðfærið öllum stundum, því að hún lifði öll í heim hljómanna. Fuglinn sat og hlustaði þangað til Valdine fór að spila tón- verk Mozarts, þá tókst fuglinn all- ur á loft og sendi silfurskæra tóna úr gullna hálsinum þrtíngna af gleði og hrifningu. Nú b'ar svo við, að Valdine þurfti að fara að heintan og var alllengi burtu. Þegar hún kom heim aftur, var eitt hennar fyrsta verk að heilsa fuglinum sínum og spila íyr- ir hann. En svo undarlega brá við, að fuglinn söng nú ekki íramar fvrir Mozart. Kvartaði barnið sár- an um það, að fulginn hefði tapað öllum smekk fyrir sönglist, meðan hún vár í burtu. Orsökin, sem hún fjekk ekki að vita, var sú að fugl- inn hennar, sent sungið hafði fyrir Mozart, hafði dáið, meðan hún var að heintan. En móðir hennar, sem jafnan vakti yfir öllum hag henn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.