Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.1945, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.1945, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS g'■"«¥# r ■* 163 Iíandrit þetta er varðveitt í upp- skrift Þorsteins Halldórssonar í Skarfanesi, er hefir skrifað það á árunum 1770—80. Ilandrit þetta er þýðing á helgileik, sem var ákaf- lega vinsæll í Þýskalandi á 15. öld pg saminn eftir ítalskri skáldsögú frá 12. öld. Er þetta eina handritið, sem til er á Norðurlöndum heilt, af þessum þætti, en brot er til af hand- ritinu í Osló, og brot er til af þætt- inum á sænsku. Persónur leikþátt- arins eru á milli 30 og 40. Maður getur ímyndað sjer, að léikþáttur- inn hafi verið þýddur á íslensku með það fyrir auguin, að hann yrði notáðúr við skólana til kénnslu, því j.ó undarlega láti í eyrum nútíma- manna, j)á var þýska frummvndin höfð til þeirra hhtta. Varla kehnu' það til mála, að mönnum hafi dótt- ið í hug, að leika þénnan |>átt, én j>ýðirig á honum sýnir, að menn hafa haft áhuga fyrir léikritum á jjessum tímufri og fylgst með því sem var uppi á teningnum í hinuui stærri mériningarlöndum í jieim éfn- um. Upphaf íslenskrar leiklistar verð- ur anrtars, jtegar frá er talrn við- leitnin í þéssa átt í gömlu skólun- um, að rekja til vikivaka, rírnna og annarar aiþýðlegrar gleði. Viki- vakana má telja elstu leiksýningar hjér á landi, og komu þeir fyrst til sögunnar einmitt á þeim trmum, sem mikil viðskipti voru hjer við England, én jeg tel a. nr. k. suma vikivakaleiki mjög í ætt við „interludes“, smáleiki, sem hafðir voru til skemmtunar nieð öðru t. d. í veislum. Of langt mál er að fara út í samanburð á enskum „inter- ludes“ og íslenskum vikivakaleikj- um, en þess má geta, að lýsingin á enskri leikpersónu fvice) Ampidext- er og útbúnaður hcnliar í leiknum er ekki fjarri lýsingunni á Háu- Þóru í samnefndum vikivakaleik. Kkki hefir fengisf skýring á því, hvaðan sje runnið nafnið vikivaki, en einkennilegt er það, að í þessum ensku leikjum heita persónur þess- ar viees. Hafa enskir fræðimenn gefist upp á því að skýra rót þessa orðs. Vil jeg ekkert um það íull- yrða, en eítirtektarvert er })áð, áð hjer er orðið viki karlkynsorð og til hjer á landi sem örnefni. (Vikinn, Vikalækur). Um kynni Islendinga á fyrri öld- um af leiklist erlendis má m. a. geta J>cssa: Þegar Guðbrandur Þorláks- son vígðist í Kaupmannahöfn, þá kostaði hann til staðarins leikara, og er til reikningur yfir þessar greiðslur. Þá voru leikarar í Kaup- mannahöfn iitlendir atvinnuleikarar. Sýnilegt er það, að Jón Arason hefir sjeð leikrit, sjálfsagt helgi- leikrit. Verður þetta sjeð m. a. á því, að áhrifa frá þéim gætir í Krossvísum hans. Bjarni Ilalldórs- son kemur til Skálholtsskóla árið 1723. Hann var þár rektor í tvö ár, en seinna sýslumaður á Þingeyrum. Áður hafði hann dvalið all lengi í Kaupmannahöfn. Á þeim árum var Holbergs-leikliúsið í Grönriegade. Mælt er, að Bjarni hafi verið gleði- maður mikil), þótt ekki sje það tekið fram eða skjalfest, að Iiann hafi tekið Jiátt í leiksýningum. Hitfc er líklegt mjög, að hann hafi verið tíður gestur í leikhúsinu í Kaup- mannahöfn. Kunnar eru déilur hans við Þor- stein prófast Pjetursson á Staðar- bakka út af vikivökum pg leikum, sem Bjarni hjelt uppi á Þingeyrum, Framh, á bls. 17G.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.