Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.1945, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.1945, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS w lijer á landi, eipi ríkissjóös eða •landssjóðs eins og hann hjet þá, og eru Vestmannaeyjar enn að nafn- inu til eign Ríkissjóðs Islands. Svo virðist mjer, fyrir utan ])að sem ]>essi „gjöf“ var hið mesta óhappa- verk, að Staða-Árni, hafi þania framið stórvægilegt embættis-af- l>rot nema um eignaskifti hafi ver- ið að ræða, þó „g,jöf“ sje kölluð, sem vel gat verið. Víst er u'm það, að Skálholtsstóll átti, um langa stund m'ikið skógarland í Noregi og fleiri eignir, en hvort það er í sam- handi við þessa rausnarlegu ,,gjöf“ eða ekki, er mjer ekki kunnugt um. Klaustur áhugi Sunnlendinga var þó ekki kulnaður út, og í lok 12. aldar, ætlaði hinn nafnfrægi höfð- ingi Jón Loftsson í Odda, að stofna klaustur á Keldum á Ran'gárvöll- um, og gerast sjálfur klausturmað- ur, en hann andaðist árið 1197, áð- ur en þetta kæmist í kring. Þótti höföingjum sunnanlands, það hin mesta háðung. að sá einn af fjórð- ungum landsins, skyldi ekkert klaustur hafa. Ræddu þeir um það sín á milli að ráða þyrfti bót á því, Svo loks árið 1224, keypti Þorvald- ur Gissurarson í Hruna, Viðey, með klausturstofnun fyrir au'gum, og var Ágústína-klaustur sett þar á fót 1225, en máldagi þess er frá ár- inu 1226. Tók Þorvaldur að sjer for- s.já klaustprsins og vígðist kanoki þangað. Þorvaldur var einhver göfugasti maður á landi hjer, bæði að ætterni, vitsmunum og mann- kostum. Svipaði honum um margt til Síðu-Halls, og ljet heldur sinn hlut, en hjelt þó fullri virðingu, en að til ófriðar leiddi; treystu menn mjög góðgirhi hans og var Þorvald- ur „sættir“ manna um sína daga. Faðir hans var einn hinna ágætustu Haukdæla, Gissur Ilallsson lög- sögum. var Hallur sonar-sonur Is- leifs hins fyrsta Islenska biskups. Meðal margra barna Þorvaldar var Gissur jarl, sem mjög hefir hlotið; misjafna dóma. l'æri margt um Þor- vald að skrifa, en verður þó að bíða að sinni. Klaustrið í Viðey, sem helgað var Guði, Maríu, Jóhannesi skírara, Pjetri og Páli postulum og hl. Ág- ústínusi kirkjuföður, efnaðist brátt, lögðu því til stóreignir bæði Þor- valdur Gissurarson og Snorri Sturluson og margir fleiri, einnig voru því lögð til fríðindi margs- konar, sem einkum kom þó á bú- þegna í Kjalarnesþingi, svo sem ,,Ost-tollurinn“, sem samþyktur var á Alþingi árið 1226, af sýslumönn- um, lögmönnum og lögrjettumönn- um öllurn. Tollur þessi, sem einung- is var ætlast til að „skattbændur“ greiddu, var þó enginn skvlduskatt- ur, heldur að nokkru leyti „frívilj- ug gjöf“ og lá engin refsing við þó ekki væri goldin. Magnús Gissurarson biskup, bróð- ir Þorvaldar, var hinn mesti styrkt- armaður Viðeyjar-klausturs, og1 lagði því til biskupstíundir milli Botnsár og Ilafnarfjarðar, og hvatti' menn mjög til að styrkja það með gjöfum, „þeim er engan mættu úr fje færa“. — Hafa menn brugðist vel við, því er komið var að síða- skiftatíma, var auðsæld þess orðin svo mikil að það átti nokkuð á ann- að hundrað jarðeignir, að mestu leyti í Gullbringu- og Kjósarsýsl- um. Hefði þó sá jarðeigna-auður, aukisf'allverulega, ef öll framvinda mála, hefði orðið sem ætlað var, því Ögmundur biskup, sem veriði hafði ábóti í Viðey, og jafnan hafði hinn mesta áhuga fyrir velfarnaði klaustursins, hafði arfleitt það að 47 jarðeignum, eftir sinn dag. En það fór á annan veg, eins og kunn- ugt er. Jón forseti Sigurðsson, segir að Viðeyjarklaustur hafi „verið svo ágætt á sinni tíð“ og „merkilegur staður“. — Ekki veit .jcg þó til þess að það hafi á nokkurn liáttj verið fremra öðrum þeim klaustr- 165 uin seni þá voru h.jer á btndi. Voru ]>ó mestu merkismenn ábótar þar, svo* sem: Styrmir Kárason hinnj fróði, Steinmóður og Ögmundur Pálsson. er síðar varð einhver mik- ilfenglegastur biskup, þeirra er verið hafa á landi hjer, og annar valdamesti maður Islenskur, sem sögur fara af, þar sem hann fór unr hríð með biskupsvald á báðum bisk- upsstólunum einnig átti (hann aði sjálfsögðu sæti í lögrjettu, svo og í Ríkisráði Nor'egs og var einnig hirð stjóri yfir öllu íslandi. Eins og Fornólfur kveður: „Haft hefi jeg í hendi mjer hirðstjórnina á landi hjer og báða biskupsstóla“. llefði fæsta grunað er veldis-sól ögmundar biskups skein sem glæst- ast í hádegisstað, að niðurlagið á sögu hans yrði jafn átakanlega öm- urlegt og raun varð á. Að óbreyttum kringumstæðum, skifti það minstu máli frá þjóð- hagslegu sjónarmiði, ]>ó jarðeigna auður klaustra og kirkju, væri mik- ill hjer á landi til forna, alþýða manna átti ekki jarðir hvort eð var, heldur fáeinar höfðingja-ættir, þær sem ekki voru að einhverju leyti í umsjá kirkjunnar, en hvort heldur sem var, gengu jarða-afgjöldin ekki útúr landinu, en rjett er að geta þess, að landsetar klaustra og kirkjujarða voru að jafnaði trygg- ari um ábúð sina. en landsetar ann- arra jarða. sem af eðlilegum ástæð- um gengu meira kaupum og sölum, en hinar, eftir því sem eigendum þótti best henta í þann og þann svipinn. Enda mun efnahagur manna alment hafa verið Skárri þá en síðar varð. einkum á 17. og 18. öld. Þannig segir. sjera Jón Egils- son, frá í „Biskups-Annál“, sínum, að í tíð afa síns, rjett um siðaskifti: „Var enginn yfirferðarmaður í öll- um Biskupstungum fátækur, utan tvær kerlingar". — Eihnig segir hann að árið 1525, eftir mesta harð-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.