Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.1945, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.1945, Blaðsíða 12
LESBOK morgunblaðsins ÍTJ DR. CHARCOT — 16. íeptemler 1936 A i> I. Ilver hyggTir á feigð medan fold og sœr í fegurð haustljómans brosmild hlær, og kveldroðinn vakir á varðstöð sinni. llver smáskel flýtur við fjörusand. Nú faðmast í algleymi sær og land. — Ilið síðasta full í sumarsins minni. III. llve sviplega brej'tist hið blíðasta kveld í bálandi, hamslausan stórhríðareld, svo skjálfa að grunni hallir og hreysi. Hver mannvera nötrar af nýstandi geyg, eins og náttúran dæmt hafi börn sín íeig og veki til ógna af andvaraleysi. II. í kvöld sitja valds- og vísindamenn veislufagnað og kveðja senn úrvalsgestinn að frægð og fræðum. — Það gisti oss sjaldan göfugri ver. Oss gafst ekki betra færi en hjer að þakka með veigum og völdum ræðum. Frá bernsku vors þjóðlífs var þekkingin vald, sem þjóð vor reit dýpst á sögunnar spjald, — meitill og hjarta menningar vorrar, Því bar Fjallkonan tignarfaldinn hátt, jafn frjáls sem um jökulsins höfuðsmátt heiðbláminn vefjist tii handar hvorrar. Vjer hyllum hvern gest er að garði ber, með göfginnar tignarmark yfir sjer, — merkisbera mannvits og dáða. En þegar að hollvinir þjóðar og máls þjóðbraut rata hins djúpa áls, vor gestrisni útrjettir arma báða. Eftir burtfararminni og skála-skil er skiptst á kveðjum af hjartans yl, úr samúð og mannviti samanundnar. Svo er landfestum kastað og lagt úr höfn, í langferð um úthafsins viðsjálu dröfn, með heimþrá og vonir í hjarta bundnar. Hver leikur við myrkrið það trölla-tafl ? llver töfrasproti hefur leyst það afl, sem umhverfir hafinu í ofsabræði ? Allt himinsins skart er horfið á braut, húmtjöldin glitofnu og kveldroðans skraut — allt rifið í hengla í heiítaræði. Ilvar er nú hin stolta, stafnháa gnoð, sem stormana klauf með þandri voð, og úthafsins skráp í skæði risti ? Hjer er'lítið, stjórnlaust og ferðlaust far, sem fárviðrið læsir í helgreipar, og frá siglu að kjalarhæl ktiálega hristi. Nú ógnar hættan á bæði borð, og brekinn drynur sem heiftarorð. — hið svarta á leik í lífsins tafli. Hin mannýga ófreskja óð og blind öslar til grunns hina söltu lind og froðunni hvæsir með forynjuafli. Nú tekur hinn hamrammi hreggþurs völd, og hreykir sjer djarft yfir kveldroðans tjöld, en Þórdunur gnesta um geiminn fjarri. Hann umhverfir hafinu í óskapnað með öskrandi sog eins og helsturlað vitfyrringsorg í eyrum svarri. . ■$*$><§■$

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.