Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.1945, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.1945, Blaðsíða 13
 LESBÓIv MORGUNBLAÐSINS 173 — Og fyrir blindtrylltri brotsjóa þröng hrekst brotið far undir stormsins söng, nteð siglur og voðir sundurtættar. Og enginn ec lengur innanborðs, sem efast um hver hafi tekið til orðs og öskri skipanir þúsundþættar. Hver sjóliði finnur þann feigðargjóst, sem fer um veðurnæmt hetjubrjóst. ■— Brátt staðna andartök útiagans snauða. Eitt andartak. Guði þú gefur sál og gengur í skyldunnar fórnarbál kempa í hættu, en hetja í dauða. Sjómaður, allt sem er stórt og sterkt í stál þíns sálargrunns dýpst er merkt skyldunnar heilaga logaletri. Þ.jer var hættan veitt til að herða þitt brjóst, að háskans segul þín karlmennska dróst. Vit og afl á ei vaxtarmátt betri. — Og liðinu fækkar um einn og einn. 1 eilífðarfaðminn hver röskur sveinn hnígur. — þögull í helstríðið gengur. En enn stendur foringinn stjórnpalli á, með starandi spurn um tigna brá: Er ekkert skylduverk ógert lengur ; Hvort sjer hann ei háskann og lieyrir ’ann ei hve hrannirnar leika hið prúða fley? Er hugsunin fliiin þeim hreystimanni f Loks er sem hann vakni, hann víkirr sjer frá, nú veit hann að skyldan hann kallar á. Pað er fangi bundinn í farmannsins ranni. I tortíming alls sem er andanum hlíf: Afrek, vísindi, frægð og líf, slík manjiúð langt yfir mannhöfin bálar. Sú var meistarans djörfung á dauðansstund, svo deyr sá einn, sem á fórnarlund, guðlegan kærleika göfugrar sálar. Og bandingjann hrífur hin bráðólma hríð útí bölmóð þess lífs, sem er frelsisstríð, því vindanna ógn eru vængirnir háðir. ]>að skilur oft minna feigð og fjör en flughamsins svifljettu óskakjör. Til Hfs, er þeir þráðu þeir leystust báðir. Eitt er styrkur og annað frægð, auður, metorð og hverskyns gnægð alls þess mikla, sem aldirnar mola. Eitt er stórt, það er andi hans, sem upplyftir dufti smælingjans hátt yfir allt, sem má örlög sfn þola. Charkots heilsteypta hetjulund var hugró á ógnandi dauðastund, trúr sinni köllun og samur sjer sjálfum. Og því er hans varði heiðumhár, ber hærra en væng þinn frægðarmár. ]>ann varða ber hæst í öllum álfum. Jeg á enga stærri ósk en þá, að eiga þá hugsjón að standa á, * — eins þótt standi jeg utangarða: Samur í gleðinnar hamingjuhljóm, sém í helmyrkri sorga og refsidóm, mældur á eilífðar mælikvarða. Eina augnabliksmynd sá minn andi í svip, er hið andaða stórmenni flutt var á skip, til að umvefjast faðmi fósturjarðar: Einn þögull már flaug um þverann stafn, Var hann þannig að kveðja hið fræga nafn. Lífgjafa sinn eftir helraunir harðar. IV. Frakkland, suðræna sólarstorð, þjer sendir Fjallkonan bróðurorð, samúðarkveðju um sollið hafið. Þessi septembernótt með sinn sorgarslag, vekur söknuð og hrylling enn í dag, sem dýpst í vort minningagull er grafið. Jens Hermannsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.