Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.1945, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.1945, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 173 Vjelar eru eins og frumstæð tlýr, ]>að má ekki oíbjóða l>eim. Það á að í'ara vel mcð þær. Þær þurfa að íá vatn að drekka. Þær þurfa að íá sitt fóður, gott fóður. Það eru íil dýravinir og það eru til vjclavinir. Og vjelarnar hafa alla tíð veriði mínar ær og kýr! Bensínstybban úr fyrstu íslensku flngvjclinni, sem jeg lyktaði af suður í Vatnsmýri líður mjer seint úr minni, sakir þess hversu vel hún angaði! Og aldrei mun jeg gleyma þeim töfnun, er þessi fyrsta flugvjel okk- ar birtist yfir bænum, svífandi í Jausu lofti með dnnum og dynkjum. Og þeir voru fljótir að taka til fót- anna þá, strákarnir í Vesturbænum ! Jjjósrákin á flugvellirram hvarf, eg það varð myrkur allt í kringum flugvjelina. Að skammri stundu vo.ru ljósin einnig slökkt innan vjel- arinnar. Sætin voru óhæg og flestir Jögðust á gólfið ög breiddu yfir sig, teppi. Jeg vafði nii um mig frakk- arfnm, sem jeg var í, og þóttist þar með óhnltur og fær í flestan sjó. Sofnaði jeg nú von bráð'ar, cn( vaknaði þó öðru hvoru. í citt skipt- ið var íýst framan í mig með vasa- ljósi og mjer boðið teppi. Kvað jeg það óþarft með öllu, þar sem mjef væri vel hlýtt. En hjer var kominn. hin ameríska kurteisi og umhugs- unarscmi og var jeg látin taka við' tcppinu. scm kom s.jer síðar í góð'- ar þarfir. Einhvérötíma snentma morguns, heýrði jeg gégn um svefninn ein- kennilcgan hávaða, líkt og hagljel dyndi á gler eða grjónum væri heltá hart skinn. Var mjer síðar sagt að ísing hefði sest á vjelina og höíðum, yið þá verið staddir nokkuð suður' af Grænlandi. Ilefðum við þarna, allir fengið skjótan dauðdaga, ef hin ágæta ameríska tækni hefði eigi sjeð við þessu. Lofti var dælt út í gúmmípoka á vængjöðrunum og ís- inn sprengdur af. Kom hljóðið af því að ísmolarnir skullu á vjelinni með miklum hraða. Jafnframt var skrúfunni gefinn góður alkóhól snaps til að liðka hana og losa við ísinn, og segi nú einhver að snaps sje til einksis nýtur. Þegar brrti sást borgarís á hinu fagurskyggða hat'i, én hvítir þoku- hnoðrar svifu einatt fram hjá vjelinni og byrgðu útsýnið. Veður1 var hið bésta og var nú ferðin hin: ánæg.julegasta. Áður en varði sást land. Voru það klettar, vogar og víkur og virtust vera á hægu ferða- lagi. Mjög virtist það land hrjóstr- ugt. Smám saman bfeytti landið um svip. Loks var setst á flugvöll nokk- urn Og var borðaður hádegisverður í skáía einum all-miklum. Var þctta á Nýfnndualandi. í skála þessum sátú nokkrar ung- ar blómarósir og vel limaðar stúikur gengu um beina. Hefðu síúlkur þess ar getað verið íslenskar að öllu útliti og útbúnaði. Að vörmu spori var ferðinni hakl- ið áfram og var nú flogið yl'ir Can- ada og Bandaríkin. Gufustrókar stóðu hjer og hvaii upp frá verksmiðjum og járnbraut- arlestum. Smábæir, skógar og akr- ar liðu fram hjá og sífclt óx þ.jctf- býlið. fvoks var flogið yfir Boston og virlist sú borg gcysistór og höfnin cigi síður. Fengum við nú ágæfan mrðdegisverð Um borð, kaldan að' vísu, brauð og ábæti með gnœgð á- vaxta, súkkulaði, kcxi, fýrirfaks mjólk og heitu kaffi. Var allur þessi matur í sjersfakri pappaöskju handa hverjum farþega en m.jólkin í pappaflöskum og hugsað’i jeg til góðkunningja rníns, Halldórs Ei- ríkssonar mjólkursöluforstjóra, að hann þyrfti að fá eina svona flösku í viðurvist Ólafs Friðrikssonar,, helst við kaffiborðið á Hótel Borg! Sá skyldi fá orð í eyra ! Mjólkin var afbragðsgóð hvaðan í fjáranum sem hún kom, því engar sá jcg kýrnar og ekkert var fjósið í vjelinni. Nú var f'logið yfir New York, eií skygni fór nú óðum vcrsnandi, komið rok og rigning. Itegnskýin; þutu fram hjá með ofsahraða og vjélin kiptist til eins og fælinn hest- ur. Ferðinni var heitið til Washing- ton, D. C., höfuðborgar Bandaríkj- anna. Það tók nú að dinima en veður fór versnandi. Umsjónarmaðurinn kom úr heim- sókn framan úr nefi frá fhigmönn- unum og sagði okkur að skyggni væri nú sem næst ekki neitt og hríð. Var nú öflum boðið að reira' sig niður í sætin méð þar tilgerð- um ólum og því dyggfilega hlýtt. S’á’tu menn nú allir steinþegjandi' og hórfðu í gaupnir sjer, en vjelin veltist Og kastaðist til á allá vegu eins og í tröllahö'ndum. Leið þann- ig hálftími, en tveir flugmenn þiírftu áð fara, erinda siniia, líkt og gerist á sjónum þegar sjóveiki máiðir á menn. Þóttist jeg meiri maður að halda öllii niðri! .Tcg fartn þó að mjer var að bvrja að verða bumbult og svitnaði töluvert, þó ekki fyndi jeg til neinnar hræðslu, því að í flugvjel íinnur maður ckki til hraðans og hættunn- ar á sama hátt og í bifreið og lítt stoðar að æðrast. En allt í cinu sá- ust Ijósin á flugvcllinum og von bráðar vorum við lentir á flugvelli Washingtonborgar. Gcrðust menn þá allkátir og hcntu gaman aði þeirri , dauðaþögn sem ríkt hafði í liálfan klukkutíiua. Flugfcrðin var nú á enda. Var klukkan 51/2 í Washington, og þannig aðeins liðnir 17 klukkutím- ar síðan við fórum frá íslandi, en sólarhringur síðan jeg sat í Gamla Bíó með strákunum mínum, — Jeg minnist þcss nú, að jeg skrifaði eitt sinn grein í Alþýðu- blaðið — það var víst árið 1932 eðaj um það bil — sem hjet: „Við verð-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.