Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.1945, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.1945, Blaðsíða 4
164 lÆSBflK MOROUNBTiAÐSINS Asælni konungsvalds- INS FYRR Á TÍMUM — Eftir S. K. Steindórs — ÍSLENDINGAR þóttu til forna, konnngamenn ‘góðir og gátu sjer hiun besta orSstý við hirðir er- lendra þjóðhöfðingja, þar sem þeir fluttu konungunum þróttmiklar drápur, hvar í var vendilega greint það sem helst mátti þeim til ágæt- is telja. Þágu skáldin að launum góðar gjafir og vinfengi konung- anna. Ekki var það heldur fátítt að Islendingar veittu konungunum vígs gengi er þurfa þótti, og voru þeir að dirfsku og harðfengi engir eftir- bátar annara, og hlutu þeir fyrir þá þjónustu á stundum metorð nokkur. Eigi að síður mun það sönnu n.æst, þrátt fyrir frama einstakra manna, að þá hafi íslenska þjóðin í heild litla gæfu sótt í Konungsgarð. Þjóðveldið forna, sem mörgum er allkært, var í rauninni að ýmsu leyti alveg furðulega ómerkileg stofnun. Svo laus var hún í reipun- um, og áfátt að mörgu að enginu nútímamaður myndi vilja kjósa sjer þann kost, að þurfa að búa við það öryggislevsi sem þá ríkti. Einnig verður að álíta. að það hafi í raun- inni verið undir lok liðið, 'nokkru fyrr en Islendingar gengu form- lega Noregskonnngi á hönd, sem> ljóst má verða af því, er llákon konungur hafði látið myrða Snorra Slurluson, taldi konungur eignir hans fallnar undir krúnuna. Voru meðal þeirra margar stór jarðeignir. Engum mótmælum gegn þessu magn aða ofríki konungs, virðist hafa verið hreyft, hjer á landi, hvorki af veraldlegum nje kirkjulegum for- ystumönnum landsins. Hefði jafn, Fyrsta grein freklegt jarð-rán, erlends þjóðhöfð- ingja í framandi landi, ekki verið látið viðgangast óátalið, ef sjálfs- forræðis meðvitund manna, hefðii ekki verið orðin ærið sljó. 1 raun- inni var það viðurkenning á um- ráðarjetti Noregskonungs yfir )and- inu, alllöngu fyrir 1262, er lands- metin illu heilli, afsöluðu sjer og eftirkomendum sínum formlega, frumburðarrjettinum til sjálfsfor- ræðis í landi sínu. Tiltölulega lítið lter þó fyrst í stað, á ásælni konungsvaldsins til jarðeigna hjer á landi, og oftasti seldtt konungarnir aftur við vægu verði, jarðir þær er fjellu í þeirra hlut. sem sakevrir. eða á annan hátt. Dr. Páll E. 01. segir í hinu mikla riti sínu: Saga fslattds 4. b. að um siðaskifti, hafi jarðeignir konungs- valdsins hjer á landi verið hreinasta lítilræði, og ekki numið meiru ett fáeinum hundruðum hundraða, að' verðgildi. Ekki mun klausturlíf fyrr á tím- um hafa náð vepilegum þroska hjer á landi, þó bókmenta og önnur menningaráhrif setit þaðan streymdu hafi líklega verið öllu meiri en menn hafa gert sjer ljóst. að minsta kosti intu Þingeyramunkar nterki- leg bókmentastörf af höndum, og svo mun hafa verið um fleiri klaust- ur. þó það sje nú lítt þekt. En ís- lendingar virðast hafa haft „klaust- ur-kjöt“ í lakara lagi. og altaf, munu klaustrin hjer á landi, hafa verið fámenn, borið saman við það et- annarsstaðar’ tíðkaðist, eigi að síður auðguðnst þau mjög, bæði að löndum og lausunt aurum. Er í sjálfu sjer ekkert undarlegt við það, því tilkostnaður var lítill, eu allir sem þar voru, unnu eftir getu á einn eða annan hátt, með hag klaustursins fyrir augttnt, og er svo enn, þar sem þau hafa staðið af sjer tíðarandann. Einnig barst margur góður reki á „fjörur“ klaustranna, margskonar gjafir og áheit, var það metnaðarmál sumra höfðing.ja-ætt- anna að efla klaustrin og styrkja, stundum nteð arfleiðslum eða „pro- ventu“ gjöfum, sem alkunnar eru, og tíðkaðar hafa verið fram á okk- ar daga. Elsta klaustur landsins, sent liægt er að kalla því nafni, Þingeyra- klaustur, var stofnsett árið 1133. og risu upp nokkur klaustur á 12. öld- inni í 3 fjórðungum landsins, en í Sttnnlendinga-fjórðungi, varð ekki að sinni úr framkvæmdum í því efni, að vísu hugðist Magnús Ein- arsson Skálholtsbiskup (1134—48) að bæta úr því, og keypti Vest- mannaeyjar í því augnamiði. en hann andaðist áður en meira vrði aðgert í því efni. 'Vortt Vestmanna- eyjar síðan eign Skálholtsstóls, þar til Árni Þorláksson biskup (1269 — 98) gaf ]tær árið 1280, klaustri hl. Mikaels í Rergen, var það elsta klaustur í Noregi stofnað 1106. A'oru þær svo í eign þess klausturs til siðaskifta. er allar klaustureign- ir lentu í hlut konttngs. Með stjórn- arskránni 1874, urðu kongseignir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.