Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.1945, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.1945, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 319 UPPDRÁTTUR Jónasar Hallgrímssonar af Skjaldbreið, í dagbók hans frá rann- sóknaferð 15. júlí 1841. ,,Gerði mynd af Skjaldbreið frá Neðri Brunnum", segir þar. Daginn áður, þann 14. júlí, hafði hann villst i hrauninu eins og hann lýsir i dagbókinni og minnist á í kvæðinu og týnt lest sinni. ,,Og Fölgemændene var vistnok ikke uden Bekymring for den tabte Geolog“. fyrir þessa grein náttúrufræðinnar. Víða í dagbókum og brjefum Jónasar kernur fram áhugi hans á því að efla þekkingu almennings á náttúrufræði. Hefir hann íundið glögt hvar skórinn krepti að í því cfni, en varla hefir hann átt marga samherja um það áhugamál sitt. Honum var það kappsmál, að kensla í náttúrufræði yrði tekin upp í latínuskólanum, er hann fluttist til Reykjavíkur, og hafði hann auga- stað á því starfi. En Jónas fjell frá áður en skólinn var fluttur, og náttúrufræðin var þar enn áratug- um saman kák eitt. , Meðan hann dvaldi í Reykjavik í seinna skiftið reyndi hann mikið til að koma þar upp náttúrugripa- safni, og átti hann brjefaskifti við vini sína um það efni. Tókst hon- um að vísu að fá þar rúm í svart- þoli bæjarins og safna þangað nokkr um gripum. En við brottför hans og andlát skömmu síðar koðnaði, þetta niður, en munirnir munu þó Jiafa lent síðar til latínuskóláns. Ef eitthvað skyldi finnast af þeim enn, ætti að taka þá til geymslu í náttúrugripasafni íslands, til minn- íngar um það, er Jónas Hallgríms- son fjelaus og fársjúkur barðist: fyrir þessu nauðsynjamáli íslenskr- ar náttúrufræði. Tæplega verðúr svo rætt um náttúrufræðinginn Jónas Hallgríms- son, að ljóða hans sje að engu get- ið í því sambandi. Milli skáldskap- ar hans og náttúrufræði er svo sterk ar taugar að það tvent verður ekki sundur skilið. Enginn vafi er á því, að skáldskapargáfa hans hefir ver- ið hónum ómetanlegur styrkur til að skapa honum skilning á ýmsum þeiin fyrirbrigðum, er fyrir augu lians báru, og þá er hitt jafnvíst, að náttúrufræðiþekking hans og ferðalög, og ekki síst aðdáun hans ,og lotning fyrir dásemdum náttúr- iunnar, hafa frjóvgað skáldgáfu jharis, og sjást þess best merki í yrkisefnum hans og meðferð þeirra. Jeg er hræddur um, að alt um þá skáldskapargáfu, er honum var veitt í vöggugjöf, hefði hróður hgns samt orðið rninni, ef náttúrufræðingsins þefði ekki notið við. Þetta er orðið of langt mál til þess að ræða um náttúrulýsingar hans ■ alment. En ekki get jeg þó slept með öllu að minnast lítils háttar á „Fjallið Skjaldbreið". Það er að vísu kvæði, sem jeg heyri suma bókmentafræð- inga láta sjer fremur fátt um finn- ast. Þeir um það. En vafasamt er þó, að önnur kvæði merkilegri hafi verið ort á íslensku, þegar á alt er litið. Það er ekki á færi,smámenna að setja þannig heila fræðiritgerð fram í snildarlegu ljóði, þannig að hvorki skeiki uin rjetta frásögn, nje úr verði andlaust rím. En: ein-. mitt má geta þess, að í hinum mörgu náttúrulýsingum skeikar honum al- drei. Myndirnar og lýsingarnar er hann bregður upp eru ætíð rjett- ar frá sjónarmiði náttúrufræðinn ar, ,og er það meira en hægt er að segja um þorra íslehskra skálda, þótt ekki sje valið af lakari end- anum. Og engu skáldi hefir tekist betur að draga upp hinar fegurstv. myndir af náttúru landsins án þesv að viðhafa stóryrði og skrúðmái. Eins og Jónas skygndist öðrum skáldum dýpra inní leyndardóm; náttúru landsins, eins kunni hann öðrum skáldum betur að lýsa hennií með rjettum orðum. Svo segja jarðfræðingar, að ís land sje eitt hinna furðulegustu landa á jörðu um jarðfræði alla. I kvæðinu Fjallið Skjaldbreiður hefir Jónas gefið þjóð sinni glæsi- legri lýsingu -á þeiin öflum, seci landið hai'a skapað, og hversu þau

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.