Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.1945, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.1945, Blaðsíða 15
LESP.ÖK MOIÍOUNULAÐSINS hiíkarla með þeirri aðferð. Kaus heldur brimveiði-aðferðina. Petersen var ákveðinn, í að snúa aftur til Hónólúlú ov setja þar upp sjálfstœtt fyrirtæki. Kvað hann Hónólúlú mjögr auðugt land. Þar flvti alt í hunangi og peningum og með þeim vaxandi viðskiftum, sein framundan væri milli U S A. Ind- lands, Kína og Ástralíu vrði llónó- Júlú mikil samgöngu- og verslunar- miðstöð. Yið hjetum því að skrifast á og athuga viðskiftamöguleikana milli JTónólúlú og íslands! Petersen ók með mig niður að höfninni og skoðuðum við þar nokkr ar fiskimjöls- og niðursuðuverk- smiðjur, fiskibáta, kæli- og ísfram- leiðslukerfi, flökunarvjelar o. fl. Þarna niður við höfnina sá jeg þau einkennilegustu kvikindi, sem jeg Jiefi nokkurntíma augum litið. Það er sagt, að íri nokkur, sem sá gíraffa í dýragarði í fyrsta skifti þafi sagt: „Nei, þetta hlýtur að vera gahb. Þetta dýr er ekki til“. Líkt fór mjer, þegar jeg sá pelí- kanana sigla í loftinu, með þeim asnalegustu tilburðum, sem nokkm fiðurfygli getur upphugsast. Eða fljóta á sjónum, haldandi vængjunum langt upp í loftið —• til að væta þá ekki — líkt og tild- ursöm; piparmey lyftir upp kjól- faldinum — eða kannske eins og flugbátur! Nefið er eins og tó- baksnef í lngiim og svo stórt, að það ber fuglinn margsinnis ofurliði. Manni dettur ekki í hug annað en að hann muni.þá og þegar slig- ast undan nefinu og steypast á hausinn beint ofan í s.jóinn. En í hvert skifti tekst honum að rjet.ta sig.við og sveigja upp á við! Þetta er eins og teiknimvnd. Og .jeg varð að gæta mín að fá ekki krampahlátur. En jeg held, að Petersen hafi tæplega skilið mig. Til þess var hnnn fuglirmm af kunnugur. Yíst er um það, að hafi Engström heitinn aldrei átt kost á að stúdera hin stórkostlegu tóbaksnef þessara dá- sairilegu fugla. þá hefur hann far- ið á mis við.alt, sem þýðingu hefur í lífinu. Síðari hluta dags ók jeg með járnbrautinni til I,os Angeles. Yar þá farið gegnum stór íbúðarhverfi. þar sem aðeins sáust negrar og múlattar. En í hinum litla brautarvagni voru nienn af ýmsum kynkvíslum,, kínvers’kur liðsforingi, svertingja- kona, gyðingur, skandinavi, mexí- kani og ítali, auk Islendingsins! NOKKRUM dögum síðar hringir síminn í hótelherberginu: „Mr. Yalfells“, segir símamærin. Og nú verða fagnaðar fundir. Því að hjer er korninn Jón minn Yalfelis með frú Svövu og son sinn. Þau höfðu frjett af- mjer hjá ís- lenska ræðismanninum. Iljer sannaðist enn hve heimur- inn er lítill. Við spjölluðum um heirna og geima og Jón segir mjer af feíða- lagi þeirra hjóna í bíl yfir þvera Ameríku. Tók sú ferð ef mig minn- ir rjett. 9 daga. Stundum svo hátt uppi í loftinu. að bílinn náði ekki andanum. Mátti þá aldrei stöðva mótorinn, jafnvel þótt fara þyrfti nauðsynlegustu er- inda! En svo var kuldinn mikill að nota þurfti fimm eða sex dúnsæng- til að halda hita á sjer í bílnum! Við Jón vorum nágrannar meðan við bjuggum á Kjalarnesinu. Þá hafði jeg eitt sinn orðið að aka með Jóni í bæinn. Jeg var með líf- ið í lúkunum alla leiðina. Iljet því að gera þetta aldrei afnr! En nú var Jón champion. .Teg fylltist innilegri aðdáun og hrifn- ingu yfir hinum meistaralega akstri vinar míns vfir meginlandið. Síðasta daginn, sem jeg var í Los Angeles, fórum við öll þrjú í skemtiferðalag rit fyrir borgina, ókum í hringekju og sendum marglit brjefspjöld með skáldlegum áletr- unum til vina og vandamanna. En þessi kort komu víst aldrei fram. Þegar j.Tón dró upp úrið sitt kotn það í ljós, að hann var með íslensk- au tíma og ,þurfti því sífelt að draga sjö tíma frá til þess að vita hvað klukkan var í Kaliforníu. Ut af þessu hlógum við Svava bæði dátt og lengi og hótaði jeg því, að þetta skyldi frægt verða 'um alt ísland. „Ja, jeg kann nú altaf betur við að fylgjast með hvað mjöltvmum líður“, skaut Jón inn í. Má af þessu sjá fastheldni .Jóns' og þjóðrækni. Þau Jón og Svava voru á leið til Seattle, þar sem þau hugðust að dvelja veturlangt. Sendi jeg þeim hjermeð ástar- kveðjur. A!/<- Mark Twain átti kunningja, sem var ákaflega hrifinn af sögum haris eins og fleiri. Að lokum datt hon- um í hug að fara að skrifa sjálfur og fjekk sögu eftir sig tekna í viku- blað eitt. Ilinn hamingjusami rithöfundur fór til Mark Twain og sagði: — Sjáðu þetta hefi jeg skrifað. .Teg er annars kominn á þá skoðun, að það sje enginn vandi að skrifa sögur. —Þú hefir alveg á rjettu -að standa, sagði Mark Twain og leit alvgrlegur í bragði á vin sinn, en góði komdu ekki upp um okkur. ★ — Viljið þjer kaupa rottugildrur ? — Nei, það er óþarfi. Konan mín leikur á píanó.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.