Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.1945, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.1945, Blaðsíða 11
 LESBÓK MOBGUNBLAÐSINS breski sendihen-ann í Reykjavík kom til forsætisráðherrans og tjáði honum, að þörf væri fyrir setuliðið ti Islandi annarsstaðar. Beiiuii hann Jþví til ríkisstjórnarinnar, að hún semdi við Bandaríkjamenn um her- ,vernd landsins til ófriðarloka. Samm ingar tókust greiðlega, og hinn 7. júlí sieig amerískt lierlið á land á Jslandi. Þessi atburður var mjög mikilvægur fyrir gang óriðarins. Bandaríkin gátu nú tekið að sjer fyigd skipalestanna milli Aineríku pg íslands, og fjöldi breskra her- manna, flugmanna og sjóliða voru leystir af hólmi á Islandi. Yoru þeir fluttir í aðrar álfur heims, þar sem þeirra var meiri þörf. Það er óþarfi að eyða orðum að því, hve þýðing- armikið það var, að Bandaríkja- menu tóku að sjer hervernd Jslands. Hitt langar mig til að minna á í þessu sambandi, að þetta gerðist sumarið 1941, þegar einangrunar- stefnan var ennþá sterkur þáttur í almenningsáliti í Bandaríkjunum. Hervernd Bandaríkjamanna hefði ekki getað tekið við af breska her- náminu, án þess að frjáls samningur stjóma Bandaríkjauna og íslands kæmi til — Með því að gera þenn- an samning lagði ríkisstjórn Islands vissulega fram sinn litla skerf til þess að lýðræðisríkjunum yrði unnt að vinna sigur. ísland hefir einnig að öllu öðru leyti veitt hinum sameinuðu þjóð- um allan þann stuðning í styrjald- arrekstrinum er í þess valdi hefir staðið. Öllum atvinnumálum lands- ins hefir verið beint að því að styðja hinar sameinuðu þjóðir, og Jslendingar eiga á bak að sjá fjölda sjómanna, er farist hafa við flutn- inga íslenskra afurða til Bretlands, Það er ennfremur eitt af aðalatrið- unum í stefnuskrá núverandi stjóm- ar, „að hlutast til um a$ Islending- ar taki þátt í því alþjóða samstai'fi, sem hinar sameinuðu þjóðir beita sjer fyrir“. Afstaða íslensku stjórnarinnar og drengileg samvinna hennar allt frá upphafi hefir og ávalt verið metin og viðurkennd af i orystumönnum hinna sameinuðu þjóða, sem sýndu samúð sína í verki, er íslenska lýð- veldið var endurreist í fyrra. Þeir hafa og boðið íslandi þátttöku í ýmsum alþjóða ráðstefnum, er ný- lega hafa verið háðar,,ba-ði í Lond- on og í ýmsum borgum í Ameríku. San Francisco. En meðal annarra orða, — sje það satt, að Jsland hafi komið sa^o vel fram í ófriðnum, hvernig stend- ur þá á því, að því var ekki boðin Þátttaka í ráðstefnunni í San Fran- cisco ? Formlega er svarið þetta: Það var samkomulag á Jaltaráðstefn- unni, að einungis hinum sameinuðu þjóðum („United Nations") skyldi boðin þátttaka. 1 viðbót við þær þjóðir, sem þegar komust undir þetta heiti, er Jaltaráðstefnan fór fram, skyldi hver ein af hinum svo- kölluðu vinaþjóðum („Assoeiate Nations") geta komist á ráðstefn- una með því að ganga í flokk hinna sameinuðu þjóða fyrir 1. mars 1945. Jsland hafði þegar tekið þátt í ýms- Um ráðstefnum sem ein „vinaþjóð- anna“. Auk Islands voru í þeim flokki ýms ríki í Suður- og Mið- Ameríku, Tyrkland, Egyptaland og nokkur önnur af austurlöndum. Hvernig fer þá „vinaþjóð" að því að komast í tölu hinna „sameinuðu þjóða“ 1 Með því að skrifa undir ■Washington-yfirlýsinguna frá 1. janúar 1942, sem samtímis innifelur í sjer undirskrift undir Atlanshafs- sáttmálann. Washington-yfirlýsing- una, sem einnig er nefnd „yfirlýs- ing hinna sameinuðu þjóða“, má' engin ríkisstjórn undirrita, nema land hennar uppfylli tvö skilyrði —• ög nú kemur mergurinn málsins. —; 1) Ríkið verður að vera „í ófriði“ við eitt eða fleiri af möndulveld- unum, og 2) það verður að „veita m ga aðstoð og framlög í barátti nri fyrir sigri yfir Tlitlei i Það nægir ekki að uppfylla ann- að þessarra skilyrða. Þau eru bæði ófrávíkjanleg. Enginn vafi er á þ\rí, að ísland uppfyllir síðara skilyrð- ið, en hvað um hið fyrra, þetta með að vera „í ófriði“ ? , Hjer er það einmitt, sem málið vandast fyrir ísland. Allt frá því íslenska ríkið var stofnsett, hefir það aldrei átt í ófriði. Þegar full- veldi íslands var viðurkennt árið 1918 var lýst yfir „ævarandi hlut- leysi“ landsins, enda í samræmi við það enginn vígbúnaður af neinu tagi tekinn upp í landinu. Alþingi sá sjer ekki fært að upp- fylla fyrra skilyrðið fyrir því að! komast til San Francisco. Afstaða Islendinga hefir verið útskýrð fyrir stjórnum þeim, sem hlut eiga að máli, og jeg ætla mjer að komast hjá afskiftum af flokkadeilum hjer um þessi atriði. Á hinn bóginn er jeg ekki hræddur um að nokkur ásakaði mig um að reyna að ving- ast við sigurvegarann eftir að sigur er unninn, Jjótt jeg segi, að Islend- ingar óskuðu ávalt að styðja mól- stað hinna sameinuðu þjóða, og gerðu það á allan þann hátt, sem í þeirra valdi stóð. Með því að taka þátt í UNRRA höfum vjer sýnt, að vjer erum reiðubúnir til þess að leggja fram vorn skerf til viðreisn- arstarfsins. Auk UNRRA-þátttök- unnar hafa Islendingar lagt nokkuð af mörkum til hjálparstarfsemi í Noregi, Banmörku, Sovjetríkjunum og Frakklandi. Það, sem vjer höf- irm áorkað, kann að vera lítilfjör- legt, samanborið víð hið óskaplega verk, sem framundan er, — en það ber þó vitnþum hug vorn til þeirra þjóða, er hlut eiga að máli. Endurreisnar-tímabil er að hefj- ast. Það verður erfitt tímabil, og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.