Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1945, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1945, Page 12
538 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS þessi eru sögð eftir kunilum þeim, er fundin eru“, segir sagan. Sig- urður Yigfússon rannsakaði dysj- arnar þarna sumarið 1891 og seg- ist ekki hafa fundið nema fjórar. Taldi hann að áður mundi hafa ver ið grafið þarna og öllu umbylt. llann fann ekkert í kumlunum nema eina beinplötu, litla og hag- lega út skorna. Er hún nú geymd á Þjóðminjasafninu. Nokkurn spöl innar með firðin- um er önnur eyri og kallast Þing- eyri. Má vera að leiðarþing hafi verið haldið þar. Eyrin er sendin og fremst á henni klettabálkur. Þar fyrir ofan eru einhver mann- virki, sem talið var að myndu vera dýsj'ar. Er sýnilegt, að grafið hefir verið þar, til að leita í, þeim. En Sigurður Vigfússon segir að þetta sje álls ekki dysjar, heldur brot af Volundarhúsi, sem hlaðið hafi verið þarna á eyrinni. Sje það mjög svipað rústum af öðrum Völ- undárhúsum, er hann hafi sjeð og athugað. Gil er í fjallið upp af þessari eyri og heitir Deild. Þar eru landamerki. Innan við Fagradal tekur við Tjaldaneshlíð og nær óslitin inn að Saurbæ. Hjer er ekkert undir- lendi að kalla og liggur vegurinn hátt í grýttri skriðu, en háir hamr ar fyrir ofan, eins og áður. En þar upp á fjallinu er slægju- og beiti- land. Hæsti hamarinn hjer heitir Skjónutindur. Er saga til þess nafns. Einu sinni var maður að eltast við hesta þar uppi á fjallinu. Honum tókst að koma skjóttri meri fram á hamarinn og hugðist mundu ná henni þar, er hún var komin í sjálíheldu. En Skjóna stökk fram af áttræðu bjarginu og lamdist til bana í urðinni þar fyrir neðan. Sums staðar er fugl hjer í bjarginu og lífgar cipp með skrækjum sínum og gargi, sem bergmálar eftir hinum langa hamra vegg. Eru þau björgin auðþekt, þar sem fuglinn á heima, því að þau eru með grænum og hvítum skellum, af fugladrít og fugla- töðu, sem vex á sillum og stöllum. Tjaldanes stendur á rana, sem gengur frá fjallinu inst og niður undir sjó. Er víðsýnt þar. Niður við sjóinn er Salthólmavík. Þar eru hús kaupfjelagsins. Víkin dregur nafn sitt af fveimur hólmum þar rjett fyrir utan víkina. Hafa þeir frá fornu fari heitið Salthólmar. Draga þeir sjálfsagt nafn af því, að sjór hefir flætt yfir þá og grasið orðið salt, heldur en af hinu að þar hafi verið saltvinsla. H.jer rennur svo mikið ferskt vatn til sjávar, að seltan hlýtur að minka mjög mikið. Annars höfum vjer sögur af saltvinslu í Breiðafirði í fornöld. Hallsteinn goði hafði þræla sína úti í Svefneyjum víð saltvinslu, segir í Landnámu. Fyrir innan Tjaldanes blasir Saurbærinn við, víður dalur, um- kringdur háum fjöílum. Hann var áður allur skógi vaxinn. Sumir halda að nafnið á dalnum sje dreg- ið af Sýr, og að J>eir sem völdu honum nafnið hafi haft mikinn á- trúnað á Freyju. En í Landnámu segir að nafnið sje dregið af því, að þar hafi verið mýrlent (aur- keldur). Ánnars er það einkenni- legt nafn á víðum dal að kalla hann bæ. Ekki hjet fyrsti bærinn, sem þar var reistur, því naíni. Hann hjet Torfnes og var bygður í hinu eina rjóðri. sem þá var í dalnum. Annars var dalurinn allur þjettum skógi vaxinn. Af öllum bygðum Dalasýslu, sem jeg hefi sjeð, þykir mjer Saur- bær fegurstur. Og lengi má sjálf- sagt leita til þess að finna hans líka. Fjöllin, sem lykja um hann á þrjá vegu, eru svipmikil og marg- breytileg. Að vísu eru þau nokk- uð ber. Þegar skóginum var eytt munu skriður hafa spilt hlíðunum, en samt laða þær augað. Og svo er þessi mikla gróðursljetta, sem nær fjallanna inilli, og bæjaröðin hringinn í kring. Hinn víði dal- botn virðist alveg marflatur, nema aðeins í miðju rís all-hár hóll upp af óbygðri flatneskjunni. Hann heit ir Skollhóll. Á þessum hóli hafa þeir reist kirkju sína og blasir hún við hvar sem maður er staddur í dalnum. Hún fer þar vel, mið- sveitis og ein sjer, en sumum finst einkennilegt að guðshús skuli hafa verið reist á Skollhól. Hjer eru margir bæir. sem hvert mannsbarn á landinu kannast við. Þar er þá fyrst að nefna Saurhól. Þar bjó Þórður Ingunnarson, ann- ar maður Guðrúnar Ósvífursdótur. Þaðan var Kjartan Ólafsson að koma úr heimboði, þegar hann var veginn. Svo er hinn frægi Staðar-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.