Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1945, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1945, Blaðsíða 10
'600 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS * — Minning Skúla Fógeta Frh. af bls. 595. skoðun að alt þetta framfarabrask væri þýðingarlítið og svaraði Jivorki kostnaði nje fyrirhöfn. Átti J)ví að heita svo, að verslunarfje- lagið keypti „Innrjettingamar". i— Var Skúli þó furðu uinhyggju- samiu- og sjeður, að koma marg- skonar skilyrðum í samningana, sem áttu að tryggja rekstur þeii’ra pg framtíð sem best. Og ekki ljet jhann sín hlutabrjef föl. — Rjeði verslunarfjelagið hann fyrir fram- ikvæmdarst jóra „Innrj ettinganna' ‘ með all-góðum árslaunum. — Er |enginn vafi á því að Skúli hefir fengið það besta eða skársta út úr jþessum málum, sem auðið var eft- >r öllum kringumstæðum. 111 umskipti. • UMSKIPTI þau sem urðu á versl unarmálunum, er „Almenna versl- unarfjelagið“, tók við lögðust illa í menn. Þannig segir Eggert Ólafs- son um það í einu kvæði sínu: „Afturgengin Grýla gægist yfir mar Ekki verður hún börnunum betri en hún var“. líeyndist hann sannspár í því efni. Enda er skemst frá því að seg.ja, að verslunarfjelagið reyndist engu bet ur en Hörmangarar höfðu gjört. Átti Skúli í stöðugum erjurn og málaferlum við fjelagsstjórnina. Bæði vegna „Innrjettinganna”, er fjelagið sýndi brátt, að voru utan áhugasvæðis þess og reyndi að troða niður í skarnið; svo og vegna hins hörmulega og hneykslanlega verslunarmáta þess. Leið því ekki á löngu, þar til skíðloguðu lang- eldar fjandskapar og úlfúðar milli Skúla og fjelagsstjórnarinnar. —> Ástæðulaust cp þó að draga fjöður1 yfir það, að Skúli sýndi ekki ætíð lipurð eða sanngirni í þeim við- skiptum. — Enda mun hann liafa verið orðinu langþreyttur á fjand- skap og íyrirlitningu einokunar- Jkaupmanna gagnvart íslendingum. — Er oflangt mál að greina frá málastappi þessu nema að mjög ó- ,verulegu leyti. Til að byrja með voru verslun- arhættir fjelagsins þolanlegir, en hinsvegar var skeytingarleysið um velferð „Innrjettinganna1 ‘ bein samningssvik. Því að fjelagið hafði skuldbundið sig til að halda við fekstri þeirra og sjá um að ekkert igengi úr sjer. Versnaði alt stór- lega, er hingað var sendur sem kaupmaður í Hólminum og umsjón armaður „Innrjettinganna“, óþokka menni hið uiesta, Ari nokkur Guð- mundsson; var hann Islendingur þó skömm sje frá að segja, því að framkoma hans öll var hin líðileg- asta. Þannig má geta þess, að eitt sinn er Skúli hafði vetursetu í Kaupmannahöfn, að þá sagði Ari jipp öllu því fólki sem vann við1 verksmiðjurnar; rak konur heim, en karlmenn sendi hann til sjó- róðra, — og hirti sjálfur hlut þeirra. — Varð Skúli æfur við, er hann spurði þessar aðfarir, og mik- ið málastapp hlaust af þessu öllu saman. Um síðir tókst verslunarfjelaginu að bola Skúla algjörlega frá stjórn „Innrjettinganna“. — Geta menn farið nærri um hvernig þeim muni hafa vegnað undir forsjá Ara Guð- mundssonar. Var Skúli að vonum sár og gram, ur, er svo var komið. „Innrjetting- arnar“ voru óskabarn hans. Með þeim ætlaði hann að lyftai þjóðinni á hærra þroskastig, end- urvekja trú hennar á sjálfa sig og skapa henni bjartari og betri fram tíð; leiða hana til meiri farsældar og menningar. — Hafði hann ör- látlega fórnað orku sinni og fjár- munum, til að ná því marki. Enda var nú svo komið, að hann var kom inn í hinar mestu fjárkröggur. Varð nú þessi gjafmildi og góð- viljaði öðlingsmaður, sem jafnan hafði reynt að leysa livers manns vanda, og greitt hafði götu margra til fremdar og upphefðar að sæta margskonar ákúrum frá mönnum, pem áttu lítilræði eitt hjá honum. Aðrir báru hann þeim sökum, að hann hefði bakað þeim stórtjón og óhöpp. — Var Finnur biskup einn meðal þeirra. Hlaupið undir bagga. UM ÞESSTR mundir bjó í Skild- inganesi við Reykjavík Þorbjörn Bjarnason, er kallaður var hinn „auðgi“. Höfðu þeir forfeður hans búið þar í nokkra ættliði. Var Þor- þirni höfðingskapur í blóð borinn, enda var hann kynborinn maður kominn í beinan karllegg af Þor- leifi Pálssyni á Skarði, er tók við lögmannstign af Ara Jónssyni bisk ups, árið 1542. Fylgdist Þorbjöra vel með því er gerðist, þó lítt væri hann viðriðin deilumál. Mun hon- um hafa þótt ílt og óverðskuldað, að slíkur maður sem Skúli væri skotspónn annara sökum fátæktar. Lánaði Þorbjörn Skúla, vafalítið ó- umbeðinn svo ríílega fjárhæð, að hann gat losað sig úr kröggunum ■og losnaði við það angur, að hafa skuldheimtumenn að staðaldi’i á hælum sjer. Sómamaður þessi, Þorbjörn í Skildinganesi er ættfaðir margra Jiinna „gömlu góðu“ Reykvíkinga, því að Guðrún dóttir hans giftist Guðmundi Vigfússyni tukthúsráðs- jnanni og sýslumanni í Gullbringu- og Kjósarsýslu. — Og þarf þá ekki framar vitnanna við.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.