Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1945, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1945, Blaðsíða 11
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 601 Sandtaka í sandnámi bæjarins við Elliðaárvog. Eigi æðraðist Skúli nje örvænti, þó nxóti bljesi. En þungt hefir hon- um fallið alt þetta. Má sjá það af því, að hann skuli í einu brjefi sínu, vitna í og telja rjett að vera orð sem Lafrentz amtmaður hafði látið falla einhverju sinni endur fyrir löngu: — „Allstaðar er ýtt á (þann vagninn sem hallast, en þó hvergi eins og á íslandi“. Þeir sem fögnuðu mest yfir þess urn aðförum og hjeldu að Skúli væri loksins alveg úr sögunni fóru alveg viltir vega. — llann var hiu sterka eik. er þoldi þá storma, sem myndi hafa brotið reyrinn. — Það gerðu þeir sjer ekki l.jóst. Einnig var Skúli ennþá landfógeti og átti niarga áhrifaríka vini, bæði hjer á landi, en þó einkum í Kaupmanna- höfn. Þar naut Skúli trausts margra hiiuia bestu manna í íslensku stjórn ardeildinnij er sannfærðir voru um ráðvendni hans, ósjerplægni og ættjarðarást. — Þótt Skúli væri tek inn að reskjast, átti hann enn drjúgan varasjóð at' atorku, þreki og stórræðahug. Enda fengu óvinir hans brátt að kenna á því að hann var ^kki dauður úr öllum æðum. Enda þótt Finnur biskup reynd- ist Skúla miður en skildi, var öðru máli að gegna um llannes biskup son hans. Er áhrifamikið að sjá hve vinátta þeirra var bjargföst og innileg. Einhverju sinni átti Skúli von á hannesi biskupi í orloísferð til Viðeyjar. En hann kom ekki á tilsettum tíma, varð Skúli, þessi sí- vinnandi eljumaður, svo órór og' eirðarlaus, að hann gekk um gólt' og gat ekkert aðhafst vegna eftir- væntingar. — Fer Hannes biskup, og hinum mestu viðurkenningar- orðum um Skúla, en lætur þess }>ó getið: — ,,Að honurn sje ekki lag- ið að fara laglega með lítið“. — Enda voru þeiF'Skálholtsfeðgar fje glöggir menn, sem kunnugt er. Framhald. GRJÓT- OG SANDNÁM Frh. af bls. 599. hjer undanfarin ár, að bærinn hef- ir fengið stórvirk tæki við verk þetta. En malbikunin sjálf heíir tafist nokkuð undanfarin ár vegna þess, að erfitt hefir verið að í'á tjöruna, og eins meðan ekki var nema ein bikmulningsvjel. En á síð . astliðnu sumri hefir verið hægt að malbika nrikið af götunum og ganga frá þeim, sem áður voru að- eins grjótlagðar, alls 5 km. Viðhald gatnanna er mikið verk á hverju ári. llefir bænum verið skipt milli 5 hverfisstjóra, er hafa Úmsjón með viðhaldi gatna hver í sínu hverfi. Þeir hafa líka umsjón með götuhreinsuninni. Áður var hún í hönduni heilbrigðisfulltrú- ans. Hai'a hverfisstjórarnir flokks- fctjóra, er annast verkstjórn vinnu- ílokkanná hvers um sig. Ýfirverkstjóri við gatnagerð er Guðjón Þorsteinsson, en yfirverk- stjóri við nýbygging gatna — Guð- mundur Jónsson. Verkstjóri við tjörulagningu er Stefán Guðnason. ÍHverfisstjórar eru þessir: Geir jMagnússon, Guðlaugur Stefánsson, Jón Ólafsson, Sigurbergur Elísson, Sveinbjörn Hannesson. Aðstoðar- verkstjórar eru: Guðni Þorsteins- son og Guðni Þórðarsson. Eínar Pálsson, verkfræðingur jhefir yfirumsjón með gatnagerð- inni, Árni Daneílsson hefir umsjón með grjót- og sandnáminu. Götum, sem ekki eru enn malbik aðar, er haldið sljettum með venju- legum vegheflum, sem kunnugt er. Sú nýlunda var tekin upp á fyrra ári að setja járnbenta steinsteypu í götusveigjur þar, sem mikil er umferð. Því að þar vill malbikun- in slitna mest. Hei'ir þetta geíist vel. Bolli Thoroddsen, núverandi bæj arverkfræðingur, tók upp þessa ný- breytni, og hafa Reykvíkingar í daglegu tali kallað götur þannig útbúnar „bollalagðar“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.