Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1946, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1946, Qupperneq 4
20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ÞEGAR ÁKÆRANDINN BJARG- AÐI SAKBORNINGNUM Eftir Anthony Abbot Fyrir tuttugu og fimm árum síðan var prestur myrtur í borginni Bridgeport í Bandaríkjunum. Árangur rjettarrannsókn- arinnar varð víðkunnur og litið er á málið í heild sem sígilt dæmi um góðan og samviskusamlegan málflutning. — Nýjum lög fræðingum við dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna er gert skylt að lesa skýrslur rjettarins um þetta mál, en auk þess eru þær vandlega lesnar við lagadeildir flestra háskóla þar í landi. — Er morðmál þetta talið sýna það á hinn áhrifa'ríkasta hátt, að líta verður á það sem jafn mikilsverðan þátt í starfi opinbers ákær- anda, að beita áhrifum sínum jafnt til verndar þess saklausa og að fá óbótamanninn sekan fundinn. I MEIRA en tuttugu og firnrn ár, hafði það verið venja Huberts Dah- me, seni var prestur við St. Jósefs- kirkju, að ganga sjer til skemtun- ar um götur Bridgeportborgar. 4. febrúar, 1924, þegar klukkuna vant aði tuttugu mínútur í átta, var hann á gnngi eftir ólain Street. Það var kalt í veðri og hann gekk með 'hend urnar í vösunum og frakkann hnepptan upp í háls. Er presturinn var kominn að gatnamótum ITigh Street og Main, kom alt í einu mað ur aftan að honum. Ilann lyfti hægri hendinni, sem hjelt á marg- hleypu, miðaði og skaut. Skotið kvað við í næturkyrðinni og morð- inginn hljóp burtu, en að baki' hbn- um lá líkið af prestinum myrta. Sjö vitnum kom saman um það, að morðinginn hefði verið ungur maður, í meðallagi hár, með der- hvifu á höfðinu. Tlann hafði verið í stuttum .frakka og vitnin sÖgðúst hafa sjeð glampa á byssu hans um leið og hann hljóp á brott. Prest- urinn virtist hafa verið myrtur al- gerlega að ástæðulausu. Fólki úr öllum trúarflokkum þótti vænt um hann og 12,000 manns sýndu sam- úð sína við jarðarförina. Vitnin, sem falin voru bak við t.jald, fengu tækifæri til að virða fyrir sjer hvern einasta þessara tólf þúsund ’manna, um leið og þeir gengu fram hjá kistu prestsins. En ekkert þeirra varð vart við morðingjann. Tíminn leið og ekkert nýtt kom fram í málinu, enda þótt þúsund um dollara hefði verið heitið í verð laun. Blöð og almenningur yoru brðin hávær, þegar lögreglan til- kynnti skyndilega, að ráðgátan hefði verið leyst og morðinginn væri kominn í vörslur hennar. Lög- regluþjónar í Norwalk, smábæ skamt frá Bridgeport, höfðu hand- tekið peningalausan flæking. sem kvaðst heita ITarold Israel. Hann var ungur og í meðallagi hár, með derhúfu á höfðinu og í stuttum yf- irfrakka, sem var með flauelis- kraga. Og í vasa hans fanst marg- hleypa með 32 millimetra hlaup- (vídd. Við rjettarkrufningu kom í ljós, að Dahme prestur hafði verið drep- inn með 32 millimetra byssukúlu. Saga ákærðs var raunasaga. Eft- Jr að hafa verið við herþjónustu í Panama, hafði hann orðið tveimur f.jelögum sínum samferða til Bridge port í atvinnuleit. En þar sem hon- um hafði ekki tekist að fá vinnu þar, sagðist hann hafa verið á leið- inni fótgangandi til Pennsylvaníu, er hann var handtekinn. Þegar morðið var framið, sagði hann, var hann staddur í kvikmyndahúsi. Sá ákærSi játar. ER HJER var komið, voru vitn- in látin líta á hann. Skotfærasjer- fræðingar báru saman merkin á kúlum, sem skotið var úr marg- hleypu ákærðs, og skotinu, sem fanst í höfði prestsins. Og vinkona ákærðs, sem starfaði við veitinga- hús, átti langt viðtal við þá, sem unnu að rannsókn morðmálsins. Almenningur var orðinn æstur og gramur, þegar Harold Israel játaði á sig þennan viðbjóðslega glæp. Eftir að hafa verið lengi atvinnu laus, hungraður og vonlaus, sagði hann að skyndilega hefði verið eins og eitthvað bilaði í höfðinu á sjer, hamslaust æði hefði gripið sig og hann hefði drepið fyrsta manninn, sem varð á vegi hans. Málið var tekið fyrir í hæsta- rjetti 27. maí. Ákærandi ríkisins var Homer S. Cummings, sá, sem síðar varð aðalmálaflutningsmaður Roosevelt-stjórnarinnar. Sýnt var í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.