Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1946, Side 6
22
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
ins ú horninu á Main og ITigh
Street. Einn aðstoðarmaður hans
Ijek hlutverk Jiess myrta, annar
morðingjann. Mönnum var svo
komið fyrir á nákvæmlega þeim
stöðum, sem vitnin höfðu staðið —<
í sex feta fjarlægð, tuttugu feta og
hundrað feta. I rjettinum komst
Cumming þannig að orði í sam-
liandi við þetta:
„Það er rafmagnsljós í um 50
feta fjarlægð frá morðstaðnum.
Þannié hefðu vitnin orðið að
leggja sjer svip ákærðs á minnið á
þrem til fjórum sekúndum og það
við dimt ljós. Það furðar mig stór-
lega, að hugsa til þess, að nokkur
maður geti, tveim vikum eftir at-
burðinn, þekt með vissu mann, sem
hann hafði aldreí sjeð áður og þá
við fymefnd skilyrði“.
Saga veitingastúlkunnar.
EN IIVERNIG var þá framburði
veitingastúlkunnar varið ? Hún
þekti Israel vel og hafði vinkað til
hans stuttri stundu áður en morðið
var framið. Cummings rannsakaði
fyrst framburð Tsraels í sambandi
við kvikmyndahúsið. I ljós kom að
sýning hafði farið fram á nákvæm-
lega þeim tíma, sem Israel sagðist
hafa verið þar. Sama kvöld tók
hinn opinberi ákærandi s.jer stöðu
við hlið þ.jónustustúlkunnar, að
baki afgreiðsluborðsins í veitinga-
húsinu. Hver maðurinn á fætur öðr-
um gekk upp og niður götuna og
hvorki stúlkan nje Cummings sjálf-
ur gátu sjeð hverjir það voru. ITin
reyklituðu gler á glugganum og
endurskinið frá l.jósunum gerði það
að verkum, að alt var ákaflega ó-
skýrt. Einn af aðstoðarmönnum
Cummings var látinn ganga fram
hjá og vinka, en ógerningur var að
sjá, hver þar var á ferð. Veitinga-
stúlkan þekti ekki vini sína, sem
gengu framh.já. Hún játaði að lok-
um, að lögfræðingur hefði þegar
sótt um verðlaun þau, sem þeim
var heitið, er hjálpuðu til að hafa
hendur í hári morðingjans.
Þá var aðeins eftir vitnisburður-
inn um marghleypuna, en hann var
alvarlegastur. llylkið af kúlunni
hafði fundist í baðherberginu í
húsi því, sem Israel og vinir hans
höfðu búið í. En við nánari rann-
sókn fanst þar fjöldinn allur af
hylkjum til viðbótar við það fyrsta!
Ilúseigandi skýrði svo frá, að upp-
gjafahermennirnir þrír hefðu oft
æft sig að skjóta úr marghleypum
sínum r'ir glugga liaðherbergisins.
Slarkið, sem þeir skutu í, var í
hiisagarðinum, en jieir fjelagar
fleygðu tómum hylkjunum í bað-
kerið.
Morðvopnið.
ÞAR SEM Cummings var nú far-
ið að þykja allur framburðurinn í
málinu heldur lítils virði, kallaði
hann á sinn fund fjölmarga s.jer-
fræðinga frá Remington og Winc-
hester verksmiðjunum. Sex þeirra
bentu á skekkjur í sambandi við
rannsókn morðvojinsins. Ryssukúl-
ur, sem skotið er, fá á sig jafn ó-
skeikul merki og fingrnför, en rang
ur skilningur hafði verið lagður í
rákirnar í kúlu þeirri, sem fanst í
höfði þess myrta. Með því að nota
byssukúlur, byssur og stækkaðar
l.jósmyndir, tókst Cumming að færa
sönnur á þetta fyrir rjettinum.
Og loks benti hann á eitt atriði,
sem öllum öðrum hafði yfirs.jest:
Vitnin höfðu verið sammála um, að
þau hefðu sjeð gljáandi marghleypu
í höndum illræðismannsins. En marg
hleypa Israels, sem var svört og ó-
fægð, sendi ekki frá sjer einn ein-
asta glampa.
Eftir að hafa skýrt frá þessu,
fór Cummings fram á það við rjett-
inn, að Tsrael yrði sýknaður af öll-
um ákærum. ,.-Teg held að enginn
muni efast um sakleysi hans“,
sagði hann.
Rjetturinn fjelst á þetta.
Málalok.
ENN 1 DAG hefir ráðgátan um
Dahme-morðið ekki verið ráðin.
All-mörgum árum eftir morðið,
heyrði Homer Cummings frá Har-
old Israel. Ilann var ekki lengur
flækingur, hann hafði atvinnu, var
giftur og orðinn faðir og hafði
eignast hús og bíl. Þannig var kom
ið fyrir manninum, sem eitt sinn
var ákærður fyrir morð. Því var
einu fyrir að þakka, að rjett var
haldið á málinu, að hann var ekki
dauður, grafinn og gleymdur.
I rjettarskýrslum má finna mörg
mál lík þessu, en þair hafa oftast
nær verri endir en að ofan greinir.
Besta tryggingin fyrir því, að al-
saklausir borgarar sjeu ekki fang-
elsaðir og hengdir, er sú, að hinn
opinberi ákærandi ríkisins sje sam-
viskusamur dugnaðarmaður. Því er
það, að meðferð Cummings á máli
Harold Israels mun ætíð verða met
orðagjörnum ákærendum til aðvör-
unar.
— Nú hef jeg reynt öll möguleg
ráð og hreyfincfar, sem mjer hefir
getað dottið í hug, en ekkert gagn
ar, jeg er alltaf jafnfeit. Getið þjer
ekki, læknir, ráðlagt ........?
— Tja, það er ein hreyfing, sem
ætti að duga. Hristið bara höfuð-
ið í hvert sinn. sem yður er boðið
eitthvað œtilegt.
I