Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1946, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1946, Side 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 29 En Eiríkur var fjarri því að sleppa bráð sinni, skipinu er lá lamað og rjúkandi á hafinu. En í þessari (fjórðu) atlögu þraut Eirík skot- færi á leiðinni að skipinu. Skipið þurfti samt ekki meira, það sprakk og sökk. Fyrir forustuna í þessari orustu fengu þeir fjelagar, Ted og Eirík- ur, heiðursflugkrossinn, en sii við- urkenning gengur næst þeim hæsta heiðri, er hægt er að veita mönn- um: það er heiðurspeningur þings- ins (The Congressional Medal of Jlonor). Hin orustan er hjer verður frá * sagt, varð hin síðasta er Eiríkur átti við Japana, hinn 19. október 1944. „Heildin, sem Eiríkur var í hafði háð 18 orustur fyrir 20. október, þegar innrásin á Tjeyte hófst. I þess ari herferð varð mannfallið óvenju lega mikið, fjórir flugmenn voru skotnir niður í flugorustum, einn þeirra var Ensign Frank Axson, er lenti í sjóinn, en komst af. Axon hafði verið í för með Eiríki Magnús svni, þegar á þá rjeðst flokkur jap- anskra flugmanna; voru þeir jap- önsku langtum liðfleiri. Þeir komn skoti á Axson, en honum tókst að fljúga til sjávar, og var síðan bjarg að af tundurspilli. Eiríkur skaut niður tvær flugvjelar, en það sást síðast til hans, að vjel hans, löskuð mjög, reyndi að fljúga á rjettum kili vestur yfir Manila. Lieut. Reck- mann var líka skotinn niður í þess- ari orustu og spv;rðist ekki til hans. Missir Eiríks var fjelögum hans þung tíðindi. Hann var elsti maður í deildinni — líklega elsti vígur flugmaður í flotanum, — hann var klettur, sem yngri mennirnir, að skipstjóranum meðtöldum, studd- ust við, vinur sem enginn fór í geit arhús að leita ullar hjá, ef úr vöndu var að ráða eða uppörvun kom sjer vel. Enginn sá Eirík falla, — og vin- ir hans veðjuðu um að hann mundi bjarga sjer — eigi síður en þeir vonuðu það og báðu þess. En ef hann skyldi hafa fallið gerðu þeir ráð fyrir að hann sæti og spilaði við almáttuga deildarforingjann á himnum — milli þess sem hann gæfi honum nokkur velmeint ráð um það, hvernig hægt væri að skrúfa nokk- urra mílna aukinn hraða út úr Helj arkettinum (Helleat) sínum, án þess að böggla saman vængina á honum' ‘. Þessar lýsingar á afrekum Ei- ríks, eru teknar vir minningabók, sem þeir, er eftir lifðu á flugvjela- stöðvarskipinu ljetu semja um hina föllnu og sendu aðstandendum þeirra. Eiríkur kvæntist 1996 Delia Tho- mas, frá North East Harbor, Maine. Þau áttu tvö efnileg börn: Mary Anne (f. 1937) og Eric (f. 1940). Konan og börnin eru nú í North East Ilarbor, hjá föður hennar, sem er bæjarfógeti (manager) á staðn- um. Skömmu fvrir stríðið fór jeg til Dahlgren, Yirginia, til að heim- sækja Eirík og fjölskyldu hans. Þau h.jónin bjuggu þá í litlu og lag legu hiisi í þorpinu og það virtist fara mjög vel um þau. Þau voru ung og hraustleg, börnin voru kát og fjörug. Jeg spurði Eirík um á- lit hans á flugher Japana, en hann gerði lítið úr honum. Hjelt hann að flugvjelar Japana væru ekki annað en lítt hæfar eftirlíkingar á v.jelum hvítra manna. Jeg hafði hevrt því fleygt fyrr, og sennilega hafa þessar sagnir verið húsgangur í ameríska hernum. Það var ein- kennilegt að einmitt Japanar skyldu verða Eiríki að grandi. En enginn má við margnum. Ekki veit jeg hvort Eiríkur hef- ir nokkurntíma lesið Islendingasög- ur eða hevrt farið með Hávamál. Ólíkiegt, væri það ekki um mann, sem var samá sem sonarsonur Ei- i ríks Magnússonar í Cambridge og eftir honum heitimi. Hitt er víst, að ekki hefir hann haft neitt slíkt í þeim amerísku skólum sem hann gekk í gegnum. Það er og víst að faðir hans var hreinn víkingur í lund. Það kom því engum á óvart þótt Eiríkur særi sig í ættina og lifði og dæi sem sannur víkingur. Hann fjell, en minningin mun lifa, því orðstírr deyr aldreigi hveim er sjer góðan getr. Stefán Einarsson. — Haldið þjer ekki, lœTcnir. að jeg eigi að hætta að horða grös og annað grænmeti? B-r-r-r-r-r-r-r-r-r-r-r-r-r-r-r

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.