Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1946, Blaðsíða 2
222
LESBOK MORGUNBLAÐSINS
ið yfir það. Hann vísaði hestunum
á slóðina, en þeir settu sig niður á
vanaleiðina yfir gilið, sem var fult
af nýum snjó, með hörðum svell-
gaddi undir, en nýi snjórinn tók
hestunum tæplega í kvið, þar sem
hann var dýpstur.
Snjórinn tók Eiríki tæplega í
kálfa, þar sem hann stóð, þegar
fyrsti hesturinn var að koma yfir
gilið. Þá sagði hann að sjer hefði
fundist einhver titringur og um
leið heyrði hann þyt; hefði sjer þá
orðið ósjálfrátt að stökkva upp á
stafinn, en broddurinn beit sig-óð-
ar fastan í harða fönnina. Þannig
helt hann sjer á lofti, en það hefir
ekki verið nema stutt stund. Þegar
hann stóð svo aftur á fönninni sá
hann verks ummerki. Snjóskafl-
inn hafði sprungið, tekið með sjer
hestana þrjá, og sá hann á eftir
snjóflóðinu niður Hagahraunið,
vestan við Krossnesbæinn og þar
fram í sjó. Eiríkur bætti svo við:
„Það er ekki minsti vafi á því, að
ef jeg hefði ekki haft æfinguna að
halda mjer á lofti á stafnum, þá
hefði jeg farið sömu leið og hest-
arnir“.
Skijt búi.
ÁRIÐ 1857 hætti Björn að búa á
Kirkjubóli, því að heilsa hans var
þá mjög biluð. Undanfarin ár hafði
Eiríkur haft mesta stjórn á búi
hans ásamt móður sinni. Eldri
bræðurnir tveir: Pjetur og Einar,
voru kvæntir og farnir að búa sinn
í hvorri sveit, og elsta systirin,
Þórdís, gift Bárði Kolbeinssyni og
íarin að búa með honum á hálfu
Kirkjubóli.
Björn ljet þá um vorið hrepp-
stjóra og mann með honum virða
alt bú sitt og allar cignir, þar í 600
dali i peningum. Mjer var tjáð af
manni, sem þetta mál var vel
kunnugt, að búið hafi verið virt á
2400 dali og skift þannig: Hvert
barn fekk 200 dali og svo ætluðu
hjónin sjer 200 dali hvort til að
lifa af. Eiríkur tók þá við af föður
sínum og var móðir hans fyrir bú-
inu þar til hann kvongaðist.
Fyrstu búskaparár.
ÁRIÐ 1859 gekk Eiríkur að eiga
Sigríði, elstu dóttur Páls á Karls-
skála. Voru þau gefin saman um
haustið af Hallgrími Jónssyni pró-
fasti á Hólmum. Þau bjuggu svo
áfram á hálfu Kirkjubóli og þótti
Eiríki það þó heldur lítið jarð-
næði. Árið 1863 losnaði hálflendan
Litla-Breiðavík og fekk Eiríkur
hana leigða. Sagði hann mjer svo
frá, að það hefði verið ætlan sín
að búa þar framvegis, ef hann
hefði getað fengið jörðina alla. En
veturinn eftir hætti Páll tengda-
faðir hans að búa á Karlsskála og
bauð Eiríki að taka við af sjer.
Eiríkur þáði það og brá sjer norð-
ur að Dvergasteini við Seyðisfjörð,
sem Karlsskáli lá þá undir, og fekk
hann jörðina til ábúðar hjá presti.
Sumarið sem Eiríkur hafði Litlu
Breiðavík undir hafði hann þar frá
færur og smalaði sjálfur ásauðun-
um á morgnana um mánaðartíma,
gekk að því búnu út að Kirkjubóli
og reri þaðan með handfæri. Vega
lengdin er rúmir 7 km. Þætti það
löng sjávargata nú, og þótti líka
þá.
Fyrstu árin á Karlsskála.
í MAÍ 1^64 fluttu þau hjónin að
Karlsskála. Hafði þá áður um
r •
marga tugi ara verið þar tvíbýli.
Þó var ekki tún stærra nje töðu-
fengur meiri en það, að í meðalári
fengust af því 60 hestburðir. Garð-
ur var umhverí'is mest alt húsið úr
torfi og snyddu og sjást merki hans
enn í dag og sýnir stærð túnsins þá.
Seinustu árin sem Eiríkur var á
Kirkjubóli, höfðu þeir bændur færi
kvíar fyrir ásauð eftir fráfærur.
Sá hann fljótt að með því móti var
fljótlegt að gera tún, þar sem ekki
var mjög grýtt eða votlent. Hann
byrjaði því fyrstu túnrækt sína á
Karlsskála með færikvíum. Sá
hann fljótt hve mikill munur var
á því, að afla heyja á ræktaðri
jörð, eða elta reitingssaman út-
engja heyskap upp um öll fjöll.
Hann lagði því fljótlega kapp á að
láta laga út frá túnkraganum og
sljetta, þó að ekki væri önnur verk
færi þá þekt hjer til þess starfa,
en reka og torfljár.
Þau hjónin voru mjög samhend
um það, að gera heimilið skemti-
legt og aðlaðandi. Varð þar því
fljótlega mannmargt. Gátu þau á
þeim árum valið úr fólki að vild.
En það var fleira en vinnandi fólk,
sem áti þar dvalarstað, því að ár-
lega voru þar fatlaðir og lasburða
menn, sem talið var, að ekki gæti
unnið fyrir sjer. Einnig voru þar
munaðarlaus börn, og síðast en
ekki síst ekkjur með ungbörn sín,
er svo voru uppfædd þar.
Það sem sagt verður hjer á eftir,
verður engin samfeld ævisaga í
þess orðs vana skilningi, heldur í
smáköflum sagt frá þessum merku
hjónum, eins og þau komu fram
við vinnufólk sitt og aðra, það
sem jeg þekti af eigin reynd, líka
eftir sögusögn eldri hjúa þeirra.
Búnaðarjramkvæmdir.
EIRÍKUR var natinn við að
hirða allan áburð, er til felst og
komist varð yfir að no’ta. Hann ljet
byggja fimm safnþrær, 3 undir
húsdýraáburð, eina undir slóg,
hausa og annan fiskúrgang og eina
undir grút (hams) úr þorska- og
hákarlalifur. Þær voru annað
tveggja steyptar eða hlaðnar úr
snyddu þannig að þær voru lagar-
heldar í botn og á hliðum og með
vatnsheldum þökum yfir. Hann helt
því hiklaust fram, að það væri