Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1946, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1946, Qupperneq 8
228 f T • * '' 71 f LESBÓK MORGUNBLAÐSINS IVIORIVIÚNABORGEfM (Cftir Cjunnar CCinaróáon Viö torum ftrjú saman ti feröalagi um Bandarikin nokkrar vikur sumariö 1915: Erna Gunnarsdóltir, Gunnar Árnason og undirritaöur. Við kontum í allmargar borgir, fórum vestur nj> Kyrrahafi og komum meöal annars til Salt Lake Cily, hófuöborgar í fylkinu Vtah, en þar er aðalaöselur Mormóna. Borgin við salta vatnið (Salt Lake City) heitir höfuðborgin í fylkinu Utah Á Bandaríkjunum. En þar er aðal-aðsetur Mormóna. Salt Lake City er fögur boi;g, hreinleg og vel skipulögð, og lofts- lag er þar svo heilnæmt og hress- andi, að ég hygg, að fáir staðir og ef til vill engin borg önnur jafn- ist á við hana að því leyti. Ég vaknaði snemma og gekk út að glugganum. Herbergið, sem ég bjó í, var á 18. hæð, svo að ég sá vel yfir borgina. Sólin var enn ekki komin upp. Yfir borginni lá gráleit móða og mávarnir, hvítir og tígulegir, svifu yfir húsum og trjágörðum. Ég varð undrandi, þegar ég sá þessa kunningja mína, hérna inni hjá miðjum Klettafjöllum,óravegu frá sjó. Og ég fór að velta því fyrir mér, hvernig á þessu stæði. Mér fannst skýringin hljóta að vera sú, að þeir hefðu aðsetur á Salta vatninu, því að það er skammt frá borginni. Og þó fannst mér þetta vafasöm skýr- ing. Vatnið er svo skrambi salt. í hverjum 5 kílógrömmum af vatni er eitt kíló af salti. En frumbyggjar borgarinnar hafa líka orðið hrifnir af þessum hvitu föngulegu fuglum. Þeir tóku mávinn í merki borgarinnar og fylkisins. Og yfir hliðinu, sem far- ið er um inn í hina víðáttumiklu girðingu, sem umlykur stjórnar- byggingu Utahfylkis, er stór máv- ur með þanda vængi. Það er víða fagurt.. Og þó hef- ur hver staður sín einkenni. Hvergi, þar sem ég fór um í Ameriku, fannst mér jafn unaðs- legt að vera og í Salt Lake City. Borgin liggur við rætur Kletta- v " d i •> - ^ossseaak "* ssi „Mávurinn“ fjallanna'og teygir sig upp í hlíð- arnar. Skammt frá borginni er Salta vatnið, sem borgin dregur nafn sitt af. Og hefur hvort- tveggja, vatnið og fjöllin, þau á- hrif á loftslagið, að loftið er milt og hressandi. Götumar eru óvenju breiðar, jafnvel þótt miðað sé við götur í stórborgum Ameríku, og svo hreinar, að þær eru eins og stofugólf. Þær liggja gegnum borgina þvera og endilanga, utan af sléttlendi og upp í hlíðar fjall- anna. Árla morguns og eins þeg- ar degi hallar, leggur svalan gust ofan^úr fjöllunum, sem streymir eftir götunum eins og breiðum loftrásum, svo að loftið verður hressandi og þrungið ilmi blóma og trjáa. Við gengum þrjú saman út úr gistihúsinu og stéfndum til fjalls. Heldur var fáförult úti, vinna var ekki almennt hafin í bænum, en næturlíf er þar ekkert. Húsin í borginni eru yfirleitt lágreist, mest einbýlishús, og dálítill garð- ur með hverju húsi. Blómarækt er mikil í borginni, og mörg hús- in eru vafin rósum af öllum litum, t__J ASí»a*a»r» © klDfUMm. Salt Lake City.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.