Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1946, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1946, Page 10
230 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Dómkirkjan. urinn svo mikill, að meir líktist stórum trjágarði með gróðurhús- um á víð og dreif. Fjarlægðin og hitamóðan mildaði líka myndina og sléttaði yfir misfellurnar. Hugurinn hvarflaði til stofn- enda þessarar borgar: Mormón- ar, ofsafenginn sértrúarflokkur, hópur harðskeyttra manna, sem áttu erfitt með að samrýmast öðru fólki, lagði land undir fót, brauzt yfir eyðimerkur og torfær- ur, lagði á sig ótrúlegustu þraut- ir og sjálfsafneitun, gengust und- ir takmarkalausa harðstjórn í blindri trú á handleiðslu forsjón- arinnar. Vikum og mánuðum sam- an ferðuðust þeir um skóga og eyðimerkur, í leit að hinu fyrir- heitna landi, þar sem þeir gætu verið einir qg útaf fyrir sig, ó- hultir fyrir áreitni annarra, gert sér heimili, stofnað sitt ríki. Og í hlíðum Klettafjallanna fundu þeir staðinn. Þar var afskekkt, gróður- sælt og fagurt. Þar byggðu þeir sér borg. Þeir létu eitt yfir al!a ganga, og allir urðu að hlýða, um- yrða- og skilyrðislaust. Ennþá er þar allt eins og ein fjölskylda, engin fátækt, ekkert atvinnuleysi, allir virðast una við sitt. En hvað verður það lengi? Við fórum aftur niður í borg- ina. Vinna var hafin og verzlanir opnaðar. Á götuhornunum stóðu kúrekar með barðastóru hattana sína. í miðfylkjum Bandaríkj- anna er ennþá töluvert eftir af því lífi, sem lýst er í sögunum um Buffalo Bill, og kúrekarnir koma ennþá öðru hvoru til borganna með hjarðir nautgripa, þótt mest sé nú flutt' með járnbrautum í lok- uðum vögnum. f þessum fylkjum er mikið haldið við Cowboy-bún- ingnum og þykir fallegur á ung- um, hraustlegum mönnum. Hér er líka ennþá dálítill svipur af „hinu vilta vestri“. Á veitinga- stöðunum eru spilaðir og sungnir kúrekasöngvar og Indíánum bregður fyrir öðru hvoru, eftir- legukindum fornra daga. Við vorum að svipast um eftir pósthúsinu í borginni. Við spurð- um til vegar, en margir virtust jafn ókunnugir og við, eða höfðu öðrum hnöppum að' hneppa í svipinn. En rétt í þessu kemur til okkar roskin kona, heimamannleg í útliti. Við spurðum hana til vegar. Fyrst vildi hún ekkert við okkur tala. Hún var þögul og horfði íhugul á okkur til skiptis. Það var eins og hún væri að átta sig á því, hvort við þyrftum hjálp- ar. En svo fór hún að reyna að vísa oklcur til vegar. Henni var stirt um mál, og átti sýnilega bágt með að gera okkur skiljan- legt það sem hún vildi segja. En hún bauðst til þess að fylgja okk- ur, enda sagðist hún vera á sömu leið. Ég gekk við hlið hennar og fór nú að veita henni nánari at- hygli. Þá sá ég að þetta var Indí- ánakona, dökk á hörund, lágvaxin, feitlagin og farin að grána á hár. Hún var fámál og virtist ekki veita okkur neina athygli, en þó fann ég, að hún hcn-fði á okkur, þegar við vorum að tala saman á okkar eigin máli um það sem fyr- ir augun bar. Ilún fylgdi okkur drjúgan spöl og vísaði okkur á húsið. Og þótt hún segðist hafa ætlað sömu leið, þá hafði ég það á tilfinningunni, að hún hefði tek- ið á sig ekki lítinn krók til þess að liðsinna okkur og ganga úr skugga um að okkur væri borgið. Þegar ég hafði tekið í hönd henn- ar og þakkað henni fyrir* greið- ann, stóð hún stundarkorn þegj- andi og horfði á eftir okkur. Svo sneri hún við og hélt áleiðis sömu leið og við höfðum komið. Sólarnir undir skónum mínum Framh. á bls. 232 Minnismerki um fallna forvigismenn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.