Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1946, Page 12
232
ferð, hann fer ekki fet nema aðrir
llama sje samferða. Indíánar vinna
aldrei nema margir saman, einn
Indíáni er alveg úrræðalaus og
gagnslaus. Indíánar eyða helmingn
um af ævi sinni í gleðskap eða leti;
llama er rekki hægt að nota nema
svo sem annan hvorn dag, hinn
daginn verður það að standa á beit.
Engir nema Indíánar geta rekið
llama, þeir gegna ekki öðrum, og
þó öskra og hrópa Indíánarnir ekki
á þá eins og aðrar skepnur.
En llama hefir það fram yfir
Indíánana að það er miklu þrifa-
legra, það er ekki drykkfelt og það
það ber sig vel og tígulega, ólíkt
því sem er um Indíána. Llama er
höfðinginn meðal dýranna þarna.
Aldrei hefi jeg heyrt æmta nje
skræmta í honum — hann kann
sennilega hvorki að jarma nje
brækja — en það er eins og hin
blíðlegu augu hans horfi þvert í
gegn um mann. Annars horfir hann
hnakkakertur á heiminn með kæru
leysi og þóttasvip. Hann minnir á
mann, sem lent heffr í raunir, en
er of stoltur til þess að láta mót-
iætið buga sig. Og í svip llamans
er einhver dreymandi þrá, eins og
hann sje að hugsa um þá löngu
liðnu tíma er hann og Inkarnir voru
alls ráðandi í Andesfjöllum.
Ef llama hefði verið til í Norður-
Ameríki^ mundi honum hafa verið
eytt þar gjörsamlega. Hann er of
seinlátur og kraftalítill til þess að
þola þann hraða, sem er á öllu hjá
oss. Hann getur ekki borið meira
en tæp hundrað pund og fer í
mesta lagi tíu mílur á dag. Það
verður altaf að beita honum á dag-
dnn, því að á nóttunni grípur hann
ekki í jörð. En hjer uppi í fjöllun-
um, þar sem alt fer á seinagangi,
getur hann komið að notum, og
hann þrífst á hinum fábreytta
trjenaða gróðri, sem hjer er. Og
þótt nú sje öld flugvjela, hraðíesta
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
og bíla, þá eru llamarnir einu flutn
ingatækin hjer eins og í fornöld.
Llama er háreistur og hnakkakert-
ur, eins og hann væri strútur á
fjórum fótum, og hann stekkur líkt
og Kengúra. £ ‘
í í i
— Mormúnabiirgin
Framh. af bls. 230
voru farnir að slitna. Ég fór inn
í skóvinnustofu, þar sem auglýst
var, að menn gætu hinkrað við
meðan gert væri við skóna þeirra.
Vinnustofan var lítil en snotur.
Afgreiðsluborð var yfir þvera
stofuna. Fyrir innan borðið voru
þrjár vélar, voru í þeim sniðnir
sólarnir, saumaðir og fægðir. En
fyrir framan borðið voru stólar,
og fylgdi hverjum stól lítill skem-
ill, sem var eins og kassi, sem
önnur hliðin hefir verið tekin úr.
Var skemill þessi bæði notaður
sem hlíf fyrir fæturna, meðan
beðið var eftir viðgerðinni og til
þæginda, þegar farið var í skóna.
Eftir tæpan hálftíma fékk ég aft-
ur skóna mína, alsólaða og sem
nýja. Þarna afgreiddi ljómandi
snotur stúlka. Þegar ég hafði
greitt henni viðgerðina, ætlaði ég
að rétta henni svolitla auka-
greiðslu, eins og alsiða er víðast
í Bandaríkjunum. Hún rétti mér
aftur peningana brosandi og
sagði: „Við tökum fulla greiðslu
fyrir störf okkar, en enga auka-
þóknun“. Ég hefi líklega orðið
eitthvað sneypulegur, enda kom
mér þetta óvart. Hún bætti því
við eins og í af sökunarróm:
„Þakka yður fyrir. Þetta er sama
og þegið. Lítið inn aftur, ef þér
þurfið^ á einhverju að halda“.
Mormónar vilja láta Salt Lake
City vefti fyrirmynd alls þess
bezta í Bandaríkjunum, og ég held
að þeim hafi tekizt það um margt.
— Til valdhafa
Framh. af bls. 226
helmingur alls mannkynsins. En
vjer konur erum settar í heiminn
til þess að ala börnin, endurnæra
þau, vernda þau og uppala. Vjer
erum hið stærsta Internationale
veraldar. Vjer tölum mál, sem all-
ir skilja, frá Chungking til Moskvu,
frá Berlín til New York. Reynið
herrar mínir, að sundra oss....!
Gáið að! Eg var að koma frá
Mary Doe, ekki til þess að biðja,
heldur til þess að áminna og vara
við. Jeg kom í auðmýkt, en án
nokkurs geigs. Því að mjer er
hrundið áfram af herskörum mæðr
anna, er þjer leituðuð til á skugga-
tímum, og enn gangið þjer í dimmu
án þeirra, dimmu, sem er þrungin
martröð og skelfingum.
Gjarna vildum vjer ljetta af yð-
ur angistinni. En fyrst verðið þjer
að fjarlægja fallbyssur yðar. Þjer
getið ekki talað við mæður yðar
með handspengjum og kjarnorku-
sprengjum. Þjer verðið að koma
óvopnaðir inn til mæðra yðar. Þá
munum vjer sýna yður fram á,
að heilsulyf veraldar eru ekki þar,
sem þjer hyggið það vera, hvorki
í jarðskjálftum nje jarðeldum, held
ur í hinni lágu, rólegu rödd móð-
urinnar; ekki í vopnum eyðingar
og tortímingar, heldur í viljanum
til þess að skapa og viðhalda; jafn-
vel ekki í andans gáfum, heldur í
ást á hugsjóninni — í hinni ódrep-
andi trú á lífið — hinu óslökkvandi
valdi ástarinnar og kærleikans“.
Er það satt
að þekkingin hafi enga þýðingu
fyrir þig nema því aðeins að aðrir fái
að vila hvað þú veist mikið?