Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1947, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1947, Qupperneq 4
3fi8 LESBÓK MORGUNBT A USTNS LANGLÍFI Eftir 40 ára rannsóknir fiefur enskur líffræÓingur komist að þeirri niðurstöSu, að enginn maður muni hafa náð hærra aldri cn tæpum 114 árum, og allar sögur um lengri lifdaga sje annáð hvort uppspuni eða byggðar á misskilningi. MARGAR tröllasögur hafa gengið um það hvað sumir menn hafi orðið gamlir. Það er nú t.d. frásögn blaða- mannsins frá ,.öldungalar.dinu“, er hann kallaði svo, en það er hjerað eitt í Rússlandi, suður við Svartahaf. Hann segir að þar sje það mjög al- gengt að menn og konur lifi á annað hundrað ára. Hann segir: „Ferðamaður nokkur var viðstadd- ur þegar Ketsba Tiabogan í þorpinu Gali helt upp á 140 ára afmæli sitt. Hann hafði stofnað þetta þorp, því að þar var engin byggð er hann settist þar að, og eigi færri en 90 þorpsbúar voru afkomendur hans og sátu allir afmælisveisluna". Og þó var Ketsba Tiabagan ekki elsti maður í þessu hjeraði. „1 næsta þorpi var maður, sem hjet Knut og hann var orðinn J55 ára. Einn maður hafði þó orðið eldri en hann, Adleyaba Mazachva; hann varð 159 ára“. Sagt er að höfðingi nokkur í Niger- ía, Arasa Erhumusa hafi orðið 130 ára. Og fyrir skömmu birtist þessi frjett frá Khartum: „Heir Alla kvaðst vera orðinn leiður á lífinu, hætti að eta og dó; hann var 130 ára“. Ýmsir muna máske eftir Tyrkjan- um Zaro Agha frá Bitlis í Kurdistan, sem skaut upp árið 1930 og þóttist þá vera 156 ára gamall, fæddur árið 1774. Slyngur gróðabrallsmaður náði í þennan karl og fór með hann til Ameríku. Einhvern veginn hafði hon- um tekist að fá tyrkneskt yfirvald til að votta á vegabrjef hans, að hann væri 156 ára. Og með þetta vegabrjef í höndunum ferðaðist hann um Ame- ríku og sýndi Zaro Agha. Hann fekk karlinn meira að segja til þess að halda því fram að hann hefði sjeð Napoleon þegar hann kom til Sýr- lands árið 1795! Blöðin Ijetu blekkj- ast af þessu og jafnvel ,,Times“ birti (2. júlí 1930) langt skeyti frá frjetta- ritara sínum í Miklagarði þar sem raktar voru sögur karlsins. Og þegar hann kom til Ameríku, kepptust menn um að borga fje fyrir það að sjá hann. En það var svo sem ekki mikið að sjá. Hann virtist alls ekki eldri en 70—80 ára, og menn urðu því fljótt leiðir á honum. Hann fór heim til sín 1933 og dó einu eða tveimur árum seinna. Við manntalið, sem fram fór í Bæ- heimi árið 1871, voru 37 taldir hundr- að ára eða eldri. En þegar farið var að athuga þetta nánar, kom í ljós að fólk þetta hafði misminnt um fæðing- arár sitt, og það var aðeins ein kona, aí þessum 37, sem hafði náð 100 ára aldri. ENSKUR líffræðingur, dr. Maurice Ernest, í Esher í Surrey í Englandi, rjeðist í það fyrir 40 árum að rann- saka hvað fólk gæti orðið elst. Hann kveðst ekki hafa gert sjer neina hug- mynd um það þá, hve erfitt og vanda- samt þetta verk mundi verða. En nú hefur hann þó birt skýrslu um niður- stöður sínar og þær eru í stuttu máli svo, að þess þekkist aðeins eitt dæmi í heiminum að maður hafi orðið eldri en 113 ára. Hann hefur haft samband við bóka- söfn um allan heim, hagfræðinga, manntalsmenn, íerðalanga og trú- boða. Bækur þær, sem hann hefur sótt fróðleik í, eru ekki færri en 900 að tölu. Hann segir að þess geti verið nokk- ur dæmi að fólk hafi náð 110 ára aldri. En það sje altítt, að gamalt fólk, sem lifað hefir við bág lífskjör, telji sig eldra heldur en það er. Og hann hyggur að þar sje að leita ástæðunn- ar fyrir hinum háa aldri manna í „öldungalandinu“, sem nefnt var í upp hafi. Ekki segist hann heldur geta tekið mark á fæðingarvottorðum, skírnarvottorðum og dánarvottorðum, því að þau geti hæglega verið fölsuð, annað hvort að yfirlögðu ráði eða af vangá. Eigi sje heldur að treysta ár- tölum á legsteinum. Nefnir hann þar sem dæmi, að í St. Pálskirkjunni sje minningartafla um leikara, sem hjet Charles Macklin og var uppi á 18. öld. Stendur þar að hann hafi hafi verið 107 ára þegar hann dó. En 1858 rákust menn á kistu hans og á henni var silfurplata með áletrun, er sýndi það, að hann hafði ekki verið nema 97 ára. Mestu f jarstæðurnar, sem hann rak sig á, voru í 'sögum Hindúa. Þar er getið um menn, sem voru hálfguðir og lifðu hundruð þúsunda ára. Samanborið við það, er það ekki mikið þótt biblian segi að Adam hafi orðið 930 ára, Nói 950 ára og Metu- salem 969 ára. Um Abraham, ísak og Móses er það sagt að þeir hafi orðið meira en hundrað ára. En menn taka nú ekki mark á slíkum tölum, þegar talað e^ um langlífi. Á miðöldunum hætti mönnum mjög til að ýkja um aldur, og fram að þessu hefur mönnum hætt til hins sama. Er þar aðallega getið um tvo vísindamenn, W. J. Thomas og T. E. Young, sem tóku sjer fyrir hendur í lok 19. aldar að rannsaka langlífi. — Þeir heldu því fram, að engin ástæða væri að rengja mjög gamalt fólk um aldur sinn, þegar það myndi eftir at- burðum, er gerst höfðu fyrir þremur eða fjórum mannsöldrum. En um þetta fólk er það að segja, að það segir sögur, sem það hefur heyrt, og þykist sjálft muna atvikin. Frásagnir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.