Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1947, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1947, Page 8
372 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Jaíníramt hafa þeir það á sínu valdi að láta það sameinast aftur. Vest- rænu þjóðirnar geta ekki sameinað Þýskaland aftur. Þess vegna er það höfuðsynd hjá þeim að vera að ala á sameiningu Þýskalands og hugsa sjer Vestur-Þýskaland sem samherja. Sagan sýnir oss, og rökrjettur skilni'ngur á ástandinu, eins og það nú er, sýnir oss einnig, að ef Þjóðverjar verða einhvern tíma svo sterkir að það munar um þá sem bandamenn, og þeir eiga að velja um á hvora sveif- ina þeir skuli snúast, þá verða þeir bandamenn Rússa. Og eftir því sem vjer fáum hinu limlesta Þýskalandi íleiri stjórnartauma í hendur, því auð- veldara verður það fyrir Berlín og Moskva að komast að samkomulagi og stofna með sjer bandaiag. Fyrst þeir Hitler og Stalin, Ribben- trop og Molotov, gátu komist að sam- komulagi, þá er ástæða til að ætla, að því Þýskalandi, sem stjórnað er af kommúnistum, jafnaðarmönnum og þjóðernissinnum, verði ekki skota- skuid úr því að komast að samkomu- lagi við Rússa. Og ef vjer skyldum nú klikkja út með því að gera sjerfrið við Vestur- Þýskaland, þá mundi það mjög flýta íyrir bandalagi Rússa og Þjóðverja. Þýska stjórnin, sem vjer hefðum gert samninga við, mundi þá verða stjórn fullvalda ríkis. Hún mundi hafa rjett til þess að hafa sendiherra hjá öðrum þjóðum, taka á móti sendiherrum, nota erindreka og sendiherra erlendis, ^taka upp dulmál — sem sagt allar venjulegar aðferðir í milliríkja-við- skiptum. Þegar hún svo hefði gert sjerfrið við Vesturveldin, væri henni það nauð synlegt að hefja umleitanir um friðar- samninga við löndin í austri — Pól- land, Tjekkóslóvakíu og Rússland. Hún heíði þá þegar fengið hjá oss allt það, er hún gæti vænst að fá — • og það er ckki mikið og hvergi nærri nóg til þess að nokkur þýskur föður- landsvinur geti sætt sig við það.'En með friðarsamningum við ríkin í austri hefði þeir allt að vinna. Þessir friðarsamningar mundu fara fram við rauða herinn í Austur-Evrópu og Eystrasaltslöndum Þjóðverja, og rauða herinn í Berlín. Rússland getur þá boðið Þjóðverj- um alit, sem þeir girnast, en getur jafnframt beitt hervaldi til þess að knýja þýsku föðurlandsvinina til að gera þá samninga sem þeim líkar. Það er því augljóst að vjer getum ekki notað Vestur-Þýskaland sem brimbrjót gegn Rússum. Og það er jafn augljóst að Vesturveldin geta ekki sameinað Þýskaland. Það er því engin lausn á Þýska- landsmálunum að setja á fót fullvalda stjórn í sundurlimuðu ríki. Jeg tel því að Þýskalandsmálin verði ekki leyst á annan hátt en þann að gera Vestur-Þýskaland að hluta úr sameinaðri Evrópu. Ráðið er ekki að sameina Þýskaland, heldur sameina Evrópu, ekki að gera Þýskaland'sjálf- stætt, heldur gera Evrópu sjálfstæða, ekki að gera Þýskaland að brimbrjót gegn Rússum, heldur að íriðlýstu svæði milli austurs og vesturs. Þetta væri hyggilegt, ef ekki næst samkomulag við Rússa um friðar- skilmálana. Með því móti væri komið í veg fyrir að Þýskaland yrði að nýu herveldi, hættulegt nágrönnum sínum. Með því móti væri komið í veg fyrir bandalag milli Rússa og Þjóðverja. Með því móti væri * því afstýrt að Þýskaland yrði að nýu orustuvöllur. V V V ^ V JARÐARFÖR Þaö var verið að jarða konu, og henni fylgdu aðeins tveir menn: mað- urinn hennar, sem var alveg rólegur, og heimilisvinurinn, sem var álveg óhuggandi. Á heimleiðinni sagði ekkillinn: „Hertu upp hugann og vertu ekki svona sorgbitinn, jeg kann aö eignast aöra konu“. Barnahjal Þriggja ára telpa var send í sveit. Fyrsta morguninn, sem hún var á bænum, spurði húsmóðirin: „Hvcrnig svafstu í nótt, litla vinkona?" „Með lokuð augun“, sagði telp- an“. Fjögurra ára telpa var með foreldrum sínum á berjamó í stríð- inu. Pabbi kaliaði þá til hennar og kvaðst skyldi sýna henni orm, sem væri alveg eins og lyngið. Telpan: Er hann þá dulbúinn svo að Hitler geti ekki skotið hann? Magga mín cr ckki ncma fjög- urra ára. Hún var hjerna um dag- inn að leika sjer úti á bletti við tvo jafnaldra sína, dreng og 'telpu. En svo veit jeg ekki fyr til cn hún kemur háskælandi inn. „Hvað er áð þjer, Magga mín?“ spurði jeg. „Honum Sigga þykir ekki vænt úm mig lcngur", sagði hún snökt- andi. » „Hvaða vitleysa er þetta“, sagði jcg. „Sigga þykir alveg jafn vænt um þig og áður“. „Ónei, jeg veit það“, sagði hún. „Hann kastaði miklu meiri snjó í hina stelpuna". Kennarinn sá að Stjáni litli var mjög óhreinn á annari hendinni. Þá sagði kennarinn við hin börn in: „Sjáið hvað hann Stjáni er ó- hreinn á hendinni. Ef eitthvert ykkar getur sýnt mjer óhreinni hönd, þá skal hann sleppa við refs ingu að þessu sinni“. Þögn. Ekkert barn gaf sig fram. Þá rjetti Stjáni fram hina hend- ina. „Littu á þessa“, sagði hann við kcnnarann. Anna litla var einu sinni svo lengi í baði, að hendurnar á henni voru soðnar. Þá kallaði hún: „Sjáðu mamma hvað hendurnar á mjer eru sorgbitnar".

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.