Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1948, Page 1
RÖDD ÍSLANDS A ÞINGI
SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA
• • J £ J
Framsöguræða Thor Thors Fregnir þær, er i'slenskum blööum bárust af þátttöku hinna islenskit
á allsherjarþingi S. þ., fulltrúa á þingi Sameinuðu þjóöanna i New York í haust voru nókkuö
slitróttar á meöan þingiö stóö yfir. Lesbókin hefur þvi fengiö til birting-
ar rœöur þær, er formaöur hinnar íslensku sendinefndar, Thor Thors
sendiherra, flutti á þessu þing% og birtast þær hjer.
26. nóvembcr 1947,
í Palestínumálinu
Eins og kunnugt er, var Thor
Thors, sendiherrd kjörinn fram
sögumaöur þeirrar nefndar alls
herjarþingsins, er fjallaöi um
Palestínumáliö. Hjer með birt-
ist framsögurœöa hans, en álit
nefndarinnar var mjög löng og
itarleg skýrsla.
HERRA FORSETI. Jeg leyfi mjer
hjer með að leggja fram nefndarálit
Palestínunefndarinnar. Hæstvirtir full
trúar hafa fengið hið ítarlega nefnd-
arálit, og samkvæmt þingvenjum
gjöri jeg ráð fyrir, að þeir hafi lesið
álitið. Jeg vil aðeins skýra frá því, að
starf nefndarinnar hefur verið mjög
erfitt og vandasamt, og tekið langan
tíma. Nefndin hóf starf sitt 23. sept.
og lauk því fyrst í gær, hinn 25. nóv.
Nefndin skipti með sjer verkum og
skipaði tvær undimefndir. Tillögur
nefndarinnar er að finna í skýrsl-
unni, og eins og öllum er ljóst, legg-
ur meiri hluti nefndarinnar til, að
Palestínu sje skipt í tvö sjerstök og
sjálfstæð ríki, ríki Araba og ríki Gyð-
inga. Það er ekki skylda mín, sam-
kvæmt fundarsköpum hjer, að skýra í
einstökum atriðum þessar ráðagjörð-
ir, nje rökstuðning meiri hluta nefnd-
arinnar, nje tillögur minni hlutans.
Um leið og jeg legg fram þessa
skýrslu, vil jeg vekja athygli á þeirri
alvarlegu staðreynd, eins og frá er
skýrt á bls. 4, í skýrslunni, að sjer-
hver tilraun til sátta á milli aðilanna
í þessu máli hefur reynst árangurs-
laus. Hinni sjerstöku sáttanefnd, sem
Palestínunefndin kaus, var það ljóst,
að báðir aðilar treystu því, að þeirra
málstaður mundi sigra við atkvæða-
greiðsluna á allsherjarþinginu, og
þessvegna hefur fram til þessarar
stundar ekki verið unt að ná neinum
sáttum eða samkomulagi milli aðila.
Jeg vil að lokum leyfa mjer að láta
í ljós þá ósk, að tíminn og rás við-
burðanna megi í ekki alltof fjarlægri
framtíð, koma á sáttum, skilningi og
samvinnu milli allra íbúanna í Pales-
tínu, svo að friður og farsæld megi
ríkja í landinu helga. Hver sem verður
ákvörðun þessa þings í dag, þá skulum
við vona það, að Sameinuðu þjóðun-
um megi takast að finna viðunandi,
varanlega og heppilega lausn þessa
mikla vandamáls, sem nú í dag er eitt
af þeim allra erfiðustu, sem hinar
Sameinuðu þjóðir eiga við að stfíða.
Ræ3a Thor Thors
á allsherjarþinginu 29. nóv.
út af Palestínu.
Á síöasta fundi allsherjar-
þingsins skýröi Tlior Thors frá
tilraunum þeim, sem gjöröar
höfðu veriö til sátta á málinu,
og fer hjer á efiir rœöa hans:
HERRA FORSETI. í umræðunum í
gær voru það þrír fulltrúar — fulltrúi
frá Pakistan, fulltrúi frá Iran og full-
trúi frá Frakklandi — og í dag full-
trúi frá Lebanon, sem mintust á sátta
nefnd, sem skipuð var af Palestínu-
nefndinni. Þessi sáttanefnd væri skip-
uð 3 fulltrúum, formanni Palestínu-
nefndarinnar, Dr. Evatt, fulltrúa frá
Siam og mjer. Forusta og aðal ábyrgð