Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1948, Side 6
82
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
er reglan um nauðsyn samkomulags
tjáð hinum fimm föstu meðlimum Ör-
yggisráðsins fast ákveðin og lögfest.
Við vitum það allir, enda hefur þess
verið ra^kilega getið hjer, að þessi
rjettur stórv'eldanna fimm er til orð-
inn eftir langvinnar og rækilegar um-
ræður og samkomulags tilraunir á
milli þeirra. Stórveldin æsktu þessa
rjettar, og þeim var veittur hann í
San Frarcisco. íslenska sendinefndin
er þeirrar skoðunar, að þessi rjettur
eigi við rök að styðjast, og að stór-
veldunum beri hann, að minsta kosti
þangað til, að Stofnun hinna Samein-
uðu þjóða hefur náð meiri fótfestu og
betra samkomulagi, og aukinn sk’ln-
ingur hefur komist á milli stórveld-
anna.
Hinn háttvirti fulltrúi frá Ukraine
hjelt því fram í gær, að þau ríki, sem
hefðu mestar skyldur samkvæmt sátt-
málanum, ættu að njóta einhverra
forrjettinda. Jeg er honum samsinn-
is. £að er fullkomlega eðlilegt og
sanngjarnt, að þeim ríkjum, sem
bera aðalábyrgðina á því, að friður
og öryggi ráði í heiminum, beri einn-
ig vald til að stöðva slíkar aðgjörðir,
er gætu stofnað hvorttveggja í hættu
og það mundi vera í fylsta máta ó-
rjettmætt ef hópur smáþjóða gæti
gjört tilraun til þess að neyða nokk-
urt stórveldanna til hernaðaraðgjörða
slíkra sem 7. kafli sáttmálans fjallar
um.
Samkvæmt 109. grein sáttmálans,
er aðeins hægt að breyta neitunar-
valdinu með því að kalla samán sjer-
staka ráðstefnu hinna Sameinuðu
þjóða í þeim tilgangi einum. Enn-
fremur segir þar, að neitunarvaldinu
verði því aðeins breytt, að öll stór-
veldin sjeu því samþykk. Nú hefur
að minsta kosti eitt stórveldi lýst því
yfir, að það sje algjörlega andvígt
nokkurri breytingu á neitunarvaldinu.
Þetta er út af fyrir sig beiting á neit-
unarvaldinu. Það er þessvegna alveg
augljóst, að það er þýðingarlaust að
kalla saman nokkra slíka ráðstefnu,
og það mundi ekki leiða til neins ár-
angurs. Af þessari sök mun íslenska
sendinefndin greiða atkvæði á móti
tillögu Argentínu um að kalla saman
ráðstefnu til þess að fjalla um breyt-
ingu á neitunarvaldinu.
Hvað snertir beitingu neitunarvalds
ins í Öryggisráðinu, þá getum við tek-
ið undir ummæli ýmsra hjer, að of tíð
beiting þess geti leitt til vandræða, og
er síst til framdráttar málstað og virð
ingu hinna Sameinuðu þjóða í heild.
En engin breyting á neitunarvaldinu
getur náð fram að ganga nema með
samkomulagi hinna fimm stórvelda.
Við verðum þessvegna að bíða með
breytingu á þessum rjetti uns sú
stund rennur upp, og við skulum vona,
að hún sje ekki eins fjarri eins og
virðast má í dag, að stórveldin hafi
náð því stigi sáttfýsi og skilnings, sem
eitt getur leitt til nokkurra breytinga
á nokkru þýðingarmiklu ákvæði sátt-
málans, og á nokkrum mikilsverðum
starfsháttum hinna Sameinuðu þjóða.
Aðeins sáttfýsi og aukinn skilningur
í alþjóðamálum getur breytt forrjett-
indum stórveldanna. Þessvegna álítur
íslenska sendinefndin, að sú tillaga
Bandaríkjanna að vísa þessum málum
til bráðabirgðanefndar hinna Sam-
einuðu þjóða sje, á þessu stigi máls-
ins, ekki gagnleg, og muni ekki koma
að notum. — Við munum þessvegna
greiða atkvæði á móti henni.
Hinsvegar getum við ekki sjeð, að
það komi að neinni sök þó að þeir
meðlimir hinna Sameinuðu þjóða, sem
æskja breytinga á neitunarvaldinu
ræði það sín á milli, og við munum
því ekki greiða atkvæði gegn slíkri
tillögu, heldur sitja hjá við atkvæða-
greiðslu um þann hluta tillögu Banda-
ríkjanna.
Hið veigamesta atriði í tillögu
Bandaríkjanna eru tilmælin til stór-
veldanna um það, að þau sín á milli
ræddust við um örðugleikana við at-
kvæðagreiðslur í Öryggisráðinu, og
að j^u reyni að ná samkomulagi sín
á milli um ákvæðin er leiddu til þess,
að Öryggisráðið yrði starfhæfara en
áður. Við munum þessvegna greiða at
kvæði með þeim hluta tillögunnar.
Mjer þykir mjög sárt ef jeg hef
valdið fulltrúa Póllands vonbrigðum
vegna afstöðu okkar í þessu máli. ís-
lenska sendinefndin hefur þá venju
að greiða atkvæði eftir málsatvikum
hverju sinni. Við lítum ekki á það
hverjir bera fram tillögurnar, heldur
á það eitt, hvað í þeim felst. Málefn-
in ráða, það er, á þann öátt, sem við
höfum rekið okkar lýðræði í síðast-
liðin þúsurid ár, og það er sú eina
regla, sem er í samræmi við þjóðlíf
vort og lund. •
Jeg tók eftir því, að margir fulltrú-
anna gátu ekki stilt sig um að brosa,
þegar fulltrúinn frá Póllandi — ein-
mitt fulltrúinn frá Póllandi — fór
að tala um fylgispekt. Þetta þarf þó
engan að undra. Fulltrúinn frá Pól-
landi hlýtur að vera sjerfræðingur í
því atriði.
^ ^ V ^
Fallegur hattur
Hún Jceypti sjer fallegan hatt •og
setti hann upp undir eins, en Ijet setja
gamla hattinn sinn í hattöskjuna. Svo
gekk hún heim, háleit og ánœgö meö
lífið.
Maöurinn hennar opnaöi fyrir henni
og kastaöi á hana kveðju, en gekk fcúo
pegar aö vinnu sinni. Hann sá aö henni
mislíkaöi þetta, svo hann sneri sjer
aö henni og sagöi:
— Jeg sje aö þú hefur fariö í búö og
keypt þjer hatt. Blessuö lofaöu mjer
aö sjá hann.
Og svo tók frúin ofan nýa hattinn
sinn, opnaöi öskjuna og setti upp
gamla hattinn. Maöurinn hennar virti
hana vandlega fyrir sjer og sagöi svo
stórhrifinn:
— Elskan mín, þetta er sá fallegasti
hattur, sem jeg lief sjeö á ævi minni!