Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1948, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1948, Qupperneq 11
87 LESBÓK MGRGUNBLAÐSINS * SIGURVEGARINN FRÁ MÖRA Svíinn Nils Karlsson (Mora-Nisse) bar sigur af hólmi l 50 km. sklöa- göngunni í St. Moritz fyrra föstudag. Tími hans var 3.47.Jf8 klst. I SUMAR sem leið voru tveir röskir menn uppi á Hemulberg og hjuggu skóg. Alt um kring stóð háreistur skógurinn, en neðan við þá hlöstu við „Silju grænar strendur“. Sólskinið var lítt þolandi, en mýbitið var þó verpa. Þá er ekki garaan að höggva skóg. Inni á milli trjánna hreyfist loftið ekki, þar er óþolandi molla. Þegar von er á versta mývarginum flýja all ir sem geta. En þessir tveir menn flýðu ekki. Þeir hjuggu skóg hvern einasta dag. Og annar þeirra gekk jafnan ber að ofan og var orðinn húð- dökkur eins og Indíáni. Það var Nisse Karlsson — skíðakóngur Mora. Hann var að herða líkama sinn á þennan hátt. Árið 1931 stóð lítill drengur og horfði í þögulli hrifningu á skíða- mennina, sem keptu í Vasahlaupinu. Fremstur var Anders Ström frá Mora * * kvæmdum við höfnina.. Var því hóll- inn með þeim mannvirkjum, sem þar voru, nokkru seinna rifinn niður til grunna svo að þar varð sljett svæðí eftir, er hann hafði áður staðið. — Stendur þar nú sænska frystihúsið, en ekkert minnir á staðinn þar sem önd- vegissúlur Ingólfs bar að landi forð- um. LEIÐRJETTINGAR. — í fyrri hluta þessarar greinar var rangt sagt frá gerð fána Jörundar. í tilskipan hans, dag- settri 11. júlí 1809, er 3. gr. þannig: „Að það íslenska flagg skal vera blátt með þremur hvítum þorskfiskum á, hvörs virðingu Vjer viljum takast á hendur að forsvara með voru lífi og blóði“. Þar stóð líka undir mynd Jörgen O. Trampe, en átti að vera Jörgen D. (Ditlev). Nils Karlsson. — úr sveitinni hans, skíðamaðurinn sem hann dáði mest allra manna. — Anders sigraði — Mora sigraði, og allir þaðan úr sveitinni voru tryltir af gleði. Nema Nils. Hann fór heim, al- einn og hugsandi. Þann dag tók hann ákvörðun sína. Hann strengdi þess heit að einhvern tíma skyldi hann sigra fyrir Mora.... Svo liðu 12 ár og öll þessi ár hafði hann æft sig af kappi. Ðg nú tók hann þátt í Vasahlaupinu. Hann varð fyrst- ur að marki. Elsa systir hans lagði sjálf heiðurssveiginn um háls honum. Og faðir hans — stóri og sterki hnífa- smiðurinn — gekk fram og faðmaði drenginn sinn að sjer. Ljensbiskupinn tók í hendina á honum og mann- fjöldinn æpti af hrifningu. Sjerstak- lega Morabúar. Hann var hetjan þeirra. Nú fekk hann laun fyrir 12 ára strit og miskunarlausa þjálfun. Árið eftir tapaði hann fyrir Gösta Andersen. Það voru mörgum von- brigði, enda var það að nokkru Ieyti óhepni að kenna. Gösta var kallaður að hljóðnemanum til að ávarpa fólk- ið. Og á eftir var Nisse Karlsson kall- aður að hljóðnemanum. — Hvað segir Nisse Karlsson svo um hlaupið? — Ekkert annað en það, að jeg samgleðst sigurvegaranum innilega. Engin beiskja, ekkert orð um það að hann hefði verið óheppinn. Og bros % andi rjetti hann sigurvegaranum hönd sína. Þetta er að falla með sæmd, það fundu allir. Þarna kom fram hihn sanni íþróttamaður. ... Nisse Karlsson hefur aldrei bragð- að tóbak nje áfengi. Og hann blótar aldrei. Og aldrei stærir hann sig af sigrum sínum. Það er mælt að faðir hans hafi tekið það heit. af honum þegar hann var lítill drengur, að hann skyldí altaf vera hinn sami alþýðlegi og góði drengur, hversu marga sigra sem hann kynni að vinna. Og Nisse f hefur æft sig og kept af því að hann hefur sjálfur haft yndi af því, og það er dásamlegt að finna kraftana og þolið aukast og fjaðurmagn vöðv- anna eflast. Slík eru áhrif skíðaíþrótt- arinnar á þá, sem kunna að stunda hana. Og nú hefur Nisse Karlsson unnið glæsilegan sigur, ekki aðeins fyrir Mora, heldur lyrir þjóð sína. Það var hann, sem sigraði í 50 km. skíða- göngunni á Olympsleikunum í Sviss. Heitið, sem litli sveitapilturinn vann árið 1931, er meira en uppfvlt. Þá hugsaði hann sjer aðeins að sigra fyrir Mora í kepni heima fyrir. Nú hefur hann sigrað fyrir Svíþjóð á alheimsmóti, þar sem fræknustu skíðamenn alira þjóða keptu. Sigur hans er enn einn vottur þess hvað reglusamt líferni hefur mikið að segja fyrir íþróttamenn. yi yi yi i i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.