Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1948, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1948, Blaðsíða 4
2f»G ~a^'- ' LESBÖK MORGUNBLAÐSINS áætlað 40 rd. 60 sk.. miðað við meðal- alin. Hafði fram að þessu verið miðað við meðalalin, en nú gerði Helgafells- prestur sig ekki ánægðan með það. og vildi fá greiðsluna í fiski. Það er einkennilegt að bæjarstjórn skyldi taka þessa afstöðu þar sem það er beint tekið fram í Jarðabókinni að „leigur betalast í peningum upp á fiskatal, eður fiski.“ Sást á þvi hver venjan hafði verið, og þeirri venju hafði verið fylgt um afgjaldiS fyrstu tvö árin. En 1860 urðu prestaskifti á Helgafelli og tók sjera Eiríkur Kúld við brauðinu. Upp frá því greiddi Reykjavíkurbær afgjaldið eftir meðal- alin, og kvittaði prestur umtölulaust fyri.r þyí. Bæjarstjórn hafur ef til vill litið svo á, að hefð væri komin a þetta, Og því svarað á þennan hátt. Helgafellsprestur Ijet sier þetta svar eigi líka og hinn 9. ágúst 1869 er svo bókað í fundargerð bæjarstjórnar: „Eftir að presturinn til Helgafells- safnaðar. hefur stefnt bæjarstjórn Reykjávíkur út af afgjaldi á Hlíðar- húsum, er hann álítur að sjer beri með 9 vættum 30 fiskum í harðfiski — ákveður bæjarstjórn að veita for- manni umboð að mæta fyrir sátta- nefnd og ganga að sætt. Faktor H. A. Sivertsen gefið ótakmarkað umboð til þess að taka á móti stefnu í málinu, ef það kemur fyrir." ' SÆTTIN tókst ekki, og stefnan kom. Krafðist sjera Eiríkur Kúld þess, að sjer yrði eftirleiðis greitt gjaldið í hörðum fiski, eða hans andvirði eftir verðlagsskránni, og að sjer yrði bætt- ur upp sá mismunur, sem á tímabil- inu 1860—67 var á meðalalin allra meðalverða og alin í harðfiski, en sú upphæð nam 171 rd. 78?« sk. Fekk hann gjafsókn í málinu. Dómur undirrjettar Reykjavíkur, kveðinn upp af Clausen sýslumanni 9. des. 1869 var á þá leið, að báðar kröf- ur prestsins skyldu teknar til greina, en málskostnaður látinn falla niður. Bæjarstjórn áfrýjaði þessum dómi til landsyfirrjettar og fell dómur þar 18. júlí 1870 og var staðfestur dómur undirrjettar. Það hafði sannast við rekstur málsins, að^afgjaldið af Hlíð- arhúsum hafði á árunum 1837—1860 verið greitt í höfðum fiski eða með harðfiskverði í kaupStað eða manna á milli i kaupum og $ölum, eins og á öðrum sjávarjörðum í Gullbringu- sýslu. — Yfirrjettúririn gat ekki fall- ist á það að sjera Kúld hefði fyrir- gert rjetti sínuin með því að kvitta athugasemdalaust fyrir iðgjaldið þessi ár, sem hann hafði verið prestur á HelgafelU, „því þégar einhver, af því að hann veit ekki betur, hefir tekið við og gefið viourkenningu $ína fyrlr ein- hverri greiðslu eða. borgun, sem góðri og gildri, og það eftir á kemur fram, að borgunin hafi verið fjarri rjettum sanni, virðist það liggja í hlutarins eðli, að hann eigi heimtu á því, sem vangoldið er.“ BÆJARSTJÓRN var ekki ánægð með þetta, eins og nærri má geta. En henni leist óráðlegt að áfrýja til hæstarjett- ar. — Segir svo um það í fundarbók hennar 29. mars 1871. „Bæjarfulltrúarnir, sem mættir eru, álíta ekki gerlegt að ák'-eða áfrýjun málsins nú að svo komnu, en vilja bjóða Helgafellspresti sætt, með tilliti til endurgjalds kröfunnar, þar eð tals- verður kostnaður mundi ó báðar hlið- ar leiða af málinu, ef það gengi fyrir hæstarjett.“ Ekki bar þetta árangur. Á bæjar- stjórnarfundi 19. júlí um sumarið, skýrði bæjarfógeti frá því að hann hefði boðið sjera E. Kúld þá sætt, að áfrýja ekki málinu, ef hann slepti tilkalli til uppbótarinnar, 171 rd. 79^ sk. Kvaðst hann svo hafa fengið munn legt svar prestsins að hann gengi ekki að þessu boði. Málinu var ekki áfrýjað. I næsta bæjarreikningi stendur áætlað afgjald Hlíðarhúsa 60 rd., og óborgað eftir landsyfirrjettardómi 100 rd. ÞEGAR fram um miðja 18. öld kom var bygð farin að aukast í Hlíðarhús- um. Samkvæmt manntalinu 1762 áttu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.