Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1948, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1948, Blaðsíða 7
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 25«! JÓHANNES HELGASON SKURÐLISTAMAÐUR JEG, sem þessar línur rita, var kunn- ugur Jóhannesi Helgasyni frá barn- æsku hans, man vel eftir þessura Ijúfa og góðlynda di-eng. Þó að jeg tæki ekki þá eftir háttum hans sem barns, hefði þá þegar mátt segja eins og málshátturinn hljóðar, að snemma beygist krókurinn, sem verða á. Þegar hann var að leikum eins og börnum er títt, þá tíndi hann blóm, strá og skeljar og raðaði þessu niður með rólyndi og athygli í allra handa myndir. Um og eftir fermingaraldur fóru ýmsir að gefa því gætur, að hann mundi vera efni í skurðlistar- mann. Hann var þá farinn að búa til fugla og rósir, alt með ófullkomnum verkfærum, en þó hárfínt og nákvæmt eins og auðkenndi öll hans verk til hinstu stundar. Voru þá ýmsir, bæði aðstandendur hans og fleiri, sem eggj- uðu hann á að leita sjer fullkomnunar í list sinni. Einhverra orsaka vegna mun það þó hafa dregist til ársins 1913, því að sjálfur var hann hlje- drægur í lund, að hann hóf nám hjá Stefáni Eiríkssyni í Reykjavík og lauk hjá honum prófi árið 1917 með miklu lofsorði. Nám sitt hjá Stefáni stund- aði Jóhannes með alúð og kostgæfni og mun Stefán oft hafa dáðst að vand virkni hans og listhneigð. Með náminu hjá Stefáni lærði Jó- hannes í 2 vetur þýsku hjá hinum ágæta kennara Bjarna Jónssyni frá Vogi, því að hann hugði til fram- haldsnáms erlendis í list sinni. Að námi loknu hvarf hann til æskustöðva sinna og stundaði þar iðn sína til árs- ins 1920, en þá var hann staðráðinn í utanferð til Sviss, með þvi að Al- þingi veitti honum nokkurn fjárstvrk til framhaldsnáms. Þau tvö ár, sem Jóhannes dvaldi vestra hjá foreldrum sínum og ætt- mennum, stundaði hann iðn sína af mikilli elju og kostgæfni, og er eitt aí bestu verkum hans frá þeim árum. . * ^ •*> Jóhannes Helgason Er það rammi utan um altaristöflu í Ilellnakirkju útskorinn í mahogni. í þessu fagra verki leitast listamaðurinn við að segja sögu framtíðarvona um sigur ljóssins og kærleikans. Um þetta listaverk ljet Jón biskup Helgason svo ummælt, þá er hann vísiteraði Hellnakirkju, líkt og sagt var um kvæðið Lilju, „að allir vildu Lilju kveðið hafa,“ eins væri um þetta verk, að það mundi margur listamað- urinn viljað gjört hafa. Jón biskup var, sem kunnugt er, mjög listhneigð- ur og mikill eljumaður í öllu, sem að því laut, bæði dráttlist og sagna- ritun. Prófsmíði Jóhannesar var bóka- spjöld á Árbók fornleifafjelags ís- lands. Því miður verður hjer fátt eitt talið upp af verkum hans. Þau ár, er hann dvaldi hjá foreldrum sínum vestra, að námi loknu var hann að vísu sístarfandi að iðn sinni, en hafði þó ekki aðstöðu til að framkvæma stærri verk, hugðist taka til þeirra, er hann hefði aflað sjer meiri þekk- ingar í iðn sinni, sem því miður gat ekki orðið, því að æfi hans varð svo stutt, sem síðar frá greinir. Ýmsir munir munu vera til eftir Jó- hannes í eigu ýmissa manna, er bæði dvöldu þar vestra þá og nú. Skal jeg þar til nefna síra Guðmund Einarsson prófast í Ólafsvík og síra Jón Jó- hannesson á Staðarstað. Þessir mætu menn báðir höfðu glöggt auga fyrir listhæfni Jóhannesar og í eigu þeirra munu vera til munir eftir hann, sem mjer er nú fallið úr minni hverjir eru. Svo var í eigu Kjartans Þorkelssonar á Hól í Staðarsveit forkunnar fagur útskorinn tóbaksbaukur úr fílabeini eftir Jóhannes. Þennan bauk færði síra Guðmundur Einarsson prófastur Kjartani að gjöf í viðurkenningar- skyni fyrir starf hans í þágu kirkju- söngsins á Snæfellsnesi. Mjer varð oft starsýnt á teikningar eftir Jóhannes. Höfundurinn var svo ljúfur og blíður, vildi öllum vel og frá honum stafaði kærleikans geisli. Aftur á móti var lítið um úrlausnir, færi maður að spyrja um, hvað hann meinti með þessu eða hinu, og hvort hann þyrfti ekki mikinn tíma og um- hugsun, til að geta fengið fram hinar fögru línur og rósaskraut. „Ónei,“ sagði hann, „þetta kemur einhvern veginn af sjálfu sjer, ef maður nennir að taka sjer blýant í hönd.“ Svo var það ekki meira. Ein var sú teikning eftir hann, sem jeg undi mjer oft lengi við að skoða og vakti hvað mesta athygli mína. Hún var út af þjóðsögunni um Guð- mund Bergþórsson, skáldið, þegar hann átti að hafa verið kominn lang- leiðis með að kveða dverginn út úr fjallinu (Stapafelli). Eitthvað átti þó að hafa truflað kveðandann, því dverg

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.