Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1948, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1948, Blaðsíða 10
I 663 ...3 'l XX: LESBÖK MORGUNBLASÐSQíd 7000 KARLMENN OG ENGIN KONA ÞEGAR Mihailo Tolotos rió, var klukk um hringt og kertum brent og fögn- uður mikill. Hvemig stóð á þessum fögnuði? Engum var neinn hagur í þ\i að hann hvarf burt heðan af jarðríki. Mihailo Tolotos var öreigi og hann átti enga ættingja. Hann hafði Verið góður maJ ur, og hann átti engan óvin. En samt var það nú svona, að þegar hann kvaddi þennan heim 80 ára gamall, þá fanst mönnum sjerstök ástæða til þess að gleðjast. Það var vegna þess, að hann var engum manni líkur. Honum hafði auðnast það, sem engum dauðlegum manni hefur auðnast. Hann hafði lif- að svo alla ævi, frá fæðingu til dauða, að hann hafði aldrei kvenmann augum litið. Og nú var hann úr allri hættu, þegar hann var dauður. Heimsmetið var sett og staðfest. Og þess vegna varð hinn mikli fögnuður hjá vinum hans — munkunum og bræðrunum á Athos-fjalli. Mihailo Tolotos hafði aldrei sjeð móður sína. Hún dó þegar hún átti hann. Og fjögurra klukkustunda gamlan tóku munkamir hann að sjer og í 80 ár lifði hann í friði í klaustr- inu, hvað sem á gekk í heiminum. Það var engin hætta á því að kon- ur röskuðu sálamó hans, því að um 1000 ára skeið hefur engin kona átt heima á þessum slóðum. Munkabygðin stendur á 40 milna löngum skaga, sem gengur austur úr Grikklandi. Þarna eiga 7000 karlmenn heima, alt ein- hleypir menn. Og vegna þess að þarna hefur engin kona dvalist. þá er þar alt enn með miðaldabrag. Skaginn er al- veg einangraður frá öðrum bygðum Grikklands. Þangað liggur aðeins einn illfær vegur yfir há fjöll. Skaginn er nokkurs konar ríki út af fyrir sig, seinasti útvörður hins mikla austur- rómverska keisaradæmis. Þetta ríki nýtur í raun og veru sömu rjettinda eins og Vatíkanríkið í Ítalíu. Grísk lög ná ekki þangað. Munkarnir hafa sín eigin lög og sína eigin lögreglu. Þeir rækta sjálfir alt sem þeir þurfa til matar og þeir vefa sjálfir dúka í fatnað sinn og hafa sína eigin vin- rækt. Til þessa friðarstaðar koma árlega hundruð manna, sem vilja gleyma for- tíð sinni. Þar setjast þeir að námi, lesa fom handrit og bækur sem voru prentaðar á fyrstu árum prentlistar- innar. Þar þekkjast ekki kvikmyndir, ekki útvarp, fclöð, bílar nje jám- brautir. , Hinir góðu bræður hafa þó sjeð flugvjelar sveima i loftinu, og i stríð- inu rjeðust þýskir hermenn inn í ríki þeirra. En fæstir skagabúar vissu hvað um var að vera. Og þeir tala enn um Hitler „sem sagt er að sje mikill kóngur í Þýskalandi.“ Þarna eru samt ýmsir veraldarvan- ir menn, sem hafa sest þar að. Þann- ig hitti frjettaritari þama amerískan bókara frá New York, og kvaðst hann enn eiga 12.000 dollara á banka þar. Mikilsverður munkur þarna var líka einu sinni sjómaður, sem fór um öll heimsins höf. Hann vinnur nú að því að skrifa biblíuna með gotnesku letri. Hann teiknar líka myndir í hana og vekja þær furðu hinna bræðranna, sem ekkert hafa ferðast. Stjórnarfarslega hefur þetta ríki, Athos-fjallið, verið lýðræðisríki síðan árið 963. Þarna eru 20 kJaustur á víð og dreif um skagann, og á hverju ári kjósa klaustrin hæstarjettardómara, Til hæstarjettar er skotið þeim málum, sem dæmd hafa verið í hverju klaustri. Þarna er einnig kirkjudómur, og kjósa fjögur klaustur skriftlærða menn í hann til skiftis. Á hverju ári er kosinn forseti fyrir ríkið og er framkvæmdavaldið í hans höndum. Munkarnir hafa aldrei hugsað mik- ið um lækningar, og það eru ekki nema nokkur ár síðan þangað kom læknir. Helgigripir og fyrirbænir hef- ur verið látið duga til lækninga. Með- al hinna helstu heilsugefandi helgi- gripa er mittisband úr úlfaldahári, sem sagt er að María mey hafi gefið Tómasi postula, hinum vantrúaða. — Annar helgigripur er hægri fótleggur úr Stt Phitina, samarisku konunni, og það er sagt að lækningamáttur hans bregðist varla. Bein þetta er altaf mjúkt og það er eins og það eldist ekki. Aðrir merkir helgigripir eru barkakýlið úr Jóhannesi postula, svampurinn, sem vættur var í ediki og borinn að vörum frelsarans á kross inum, höfuðkúpan af St. Basil hinum mikla, og hinar þrjár gjafir vitring- anna úr Austurvegi. Bókasafn munkanna er einstakt í sinni röð. Þar eru 1600 bindi forn- rita á pergamenti, með handmáluð- um myndum. Meðal þeirra er landa- fræði Claudius Ptolemeus, frá 11. öld. Ellefu hundruð bindi eru þar af bók- um, sem prentaðar Voru á fyrstu ár- t

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.