Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1948, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1948, Blaðsíða 13
LESBÓK MORC.UNBI.AÐSINS sn'nslainui‘landi löndum um hinar fáu prófessorsstöður í norraenum fræð- um. Ilann sótti um prófessors-stöö- una í Helsingfors þegar Pipping hætti, en þá fjekk T. E. Karsten embættið og hjelt því til dauðadags. Svo það var ekki fyrr en 1939 að Nordling varð prófessor í Helsingfors, eftir mörg ár og iðjusöm, því hann var sílesandý og skrifandi. Auk íslands- ferðanna fór hann margar námsferð- ir til Svíþjóðar: í Stokkhólmi var hann 1915, í Gautaborg (hjá Lidén) 1926, 28—29, í Uppsala (hjá Ilessel- man) 1926, 30—32 og 1937. Liggur frá þessum árum'eftir hann allmikið af málfræðiritum og þótt þau sjeu hvorki skemti- nje skyndilestur, þá eru þau traust og áreiðanleg þeim, sem á þeim kynni að vilja byggja. Nordling ljet betur að grafa nákvæm- lega eftir smámunum, heldur en að gefa yfirlit, en þó hefur hann ritað nokkrar góðir yfirlits-greinar, svo sem „De förste Germanerna“ í Finskt Mus- eum 1929, „Beröringar mellan ger- manska och finska sprák“ í SNF 1935 og „Runskriftens ursprung" Arkiv f. nord. fil. 1937. En til dæmis um það að málfræðilegir smámunir fóru ó- gjarna fram hjá honum skal jeg geta þess, að í síðustu brjefunum, sem hann skrifaði mjer, vakti hann at- hygli mína á einkennilegri notkun sterkra lýsingarorða með nafnorðum með greini, er hann hafði rekist á í kenslubók minni í íslensku; en hvorki jeg nje nokkrir aðrir er um íslenska setningafræði höfðu skrifað höfðu tek ið eftir þessu. (Dæmi: Blátt hafið lá fram undan honum, ekki Bláa hafið). Síðasta verk Nordlings sem jeg veit um var löng ritgerð um sænska máls- háttinn Hwar ár sina wilda win (= Hver er sinna vildar vinur), SNF 1945. Arnold Nordling var tvíkvæntur. Átti hann fyrst Önnu Cygnæus, (1912 —19), en þau skildu. Síðari kona hans var Maria Reichborn-Kjennerud, norsk kenslukona, dóttir hins vel 265 RAKARASTOFUR OG HÚÐSJÚKDÓMAR Grein þessi er tekin eftir ame- rísku tírnariti oq lýsir því hvemig allskonar húösjúkdóm ar Irreiöast þar út vegna þer.s aö ekki er nægUegs hrcinhvtis gcett i rakdrastpfum. RAKARINN, klæddúr i snjóhvítan slopp, eins og lælcnir, tók hárkiipp- urnar upp úr kassa, sem á vár lelrað „Sótthreinsandi“. Skeggburstann dró þekta fræðimanns, er svo margt hefur skrifað um læknisdóma í Eddu og fornritunum. Gekk Nordling að eiga hana 1938 og hefur þeim orðið þriggja barna auðið. Alt virtist því leika í lyndi er hann fjekk prófessorsstöðuna 1939. En þá kom stríðið. Veit jeg óglöggt um alt sem á daga þeirra hjóna hefur drifið á þeim reynsluárum, en telja má víst, að þau hafi eigi farið var- hluta af sulti, klæðleysi óg húsnæðis- leysi fremur en annað fólk í Finn- landi. Samt lifðu þau af og eignuðúst böm sín á stríðsárunum (Finn Stig Arnold 1939, Maria 1941 og Siv Engel Cecilia 1944). Og skömmu eftir stríð- ið komu veikindin, má Vera að harð- rjetti stríðsáranna og eftirstríðsár- anna hafi hjálpað krabbanum til að vinna bug á heilsu hans. En hvorki krabbameinið nje óþægindi þau er hann hafði eftir hinn fyrsta uppskurö virðist hafa staðið Nordling fyrir gleði á síðustu árum hans, heldur bar hann sig hið besta fram í banaleguna. Er mikill harmur kveðinn að konu hans og börnum að missa forsjá hans. En vinir hans og nemendur sakna hans líka mjög. Því hann var eigi að- eins góður fræðimaður, heldur óvenju- tryggur vinur og valmenni. hann upp úr gagnsæu hylki. Hárgreið- unni deif hann ofan í lög og á ílátinu stóð „Bráðdrepandi sýklaeitur“. En þremur dögum seinna vaj'ð við- skiftavinur hans að leita læknis, vegna þess að liann hafði fengið illkynjaðan húðsjúkdóm. „Hvetn læturðu raka þig ?“ spurði lækniriiin. Sjúklingurinn svaraði því. Laiknir inn kínkaði koíli; þetta var þriðji mað urinn, sem til hans kom með húðsjúk- dóm frá þessari rakarastofu. Svo hringdi hann til lögreglustjórans og skýrði honum frá þessu. „Þetta getur tæplega verið,“ sagði lögreglustjórinn. „Þetta er besta rak- arastofan í borginni og jeg læt altaf raka mig þar.“ Samt var rannsókn gerð, og þá kom í ljós, að heilbrigðisráðstafanir rak- arastofunnar voru aðeins yfirskin. —• Hinn ,/sótthreinsandi“ kassi, sem klipp urnar lágu í, var fullur af ryki og bakteríum. Skeggburstinn í fína hylk- inu, var notaður á alla, aðeins stungið í hylkið eftir hverja notkun. Milli tann anna í hárgreiðunni var fult af sýkl- um, og hið „bráðdrepandi sýklaeitur“, sem henni var stungið í, var ekki ann- að en vatn. Það kom þannig í ljós að þessi góða rakarastofa var miðstöð fyrir út- breiðslu næmra hörundskvilla, alt frá hringormi að syfilis. Nú liggur það í augum • uppi, að margar rakarastofur muni vera verri en þessi, og eftirlitið er sama sem ekkert, því að heilbrigðis-yfirvöldin hafa í öðru að snúast en rannsaka ástandið í þeim fjölda rakarastofa, sem eru í landinu. - . -'• ■■} Það getur aldrei orðið annað en ágiskun ein hve margir leggja sig í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.