Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1948, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1948, Blaðsíða 16
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 2r,3 JÓN TÍKARGJÓLA hjet formaður á Suðumesjum. Hann reri eitt sinn við annan manri. Um dag- inn gerði ofsarok. Jón ljet háseta sinn róa, cn átti sjálfur fult i fangi að stýra, svo ckki fylti undir þeim. Þegar þeir voru komnir á leið, misti hásetinn aðra árina, varð hræddur og íór að biðja fyrir sjer. Jón sagði honum að halda kjafti og mundi eitthvað leggjast til í þessu bili hvolfdi skipi skamt frá þeim. Þá sagði Jón: „Nú held jeg að eitthvað verði til með árar, því að nú köstuðu einir úr kláfunum“. Ljet hann svo reka undan vindi þangað til þeir náðu ár af hvolfda bátnum. LJÓSM. MSL: ÓL K. MAGNÚSBON. ÍS HINN 10. nóvember 1913 fóru fram fyrstu og seinustu farþegaflutningar með járnbrautarlest hjer á landi. Þá bauð Iíirk verkfræðingur blaðamönnum í Reykjavík að skoða hafnarmannvirkin og vinnubrögð við hafnargerðina. Vestur hjá Grandagarði stóð eimvagn hafnarinnar og aftan í hann tengdir tveir pall- vagnar með bekkjum. Á þessa bekki settust blaðamenn, og var Matthías Jochums- son skáld aldursforseti þeirra. Síðan var ekið suður í Öskjuhlið og hringinn i kringum bæinn, eins og járnbraut hafnarinnar lá. — Nú cr járnbrautin horfin, en eimvagninn stendur einn og yfirgefinn þar sem hafnarsmiðjan var, skamt frá Pólunum. Eimvagn þessi er smíðaður hjá Leistcr Wðrks í Suffolk í Eng- landi árið 1898. — Væri ekki rjett að taka hann til handargagns og geyma scm minjagrip um fyrstu og einu járpbrautina á ísiandi? GUÐS SAUÐIR Einhverju sinni var karl að lesa hús- lestur og komu þar fyrir „guðs lömb“. Karl las „guðs veturgamlir sauðir.“ — Hann var spurður hví hann gerði það, en karl kvaðst hafa lesið lömb í fyrra, og sfðan væri heilt ár. (Sögn síra Vald. Eriems). RAFN JÓNSSON Hrafnssonar í Skörðum, bjó á Ketite- stöðum á Völlum (um 1630). Hann átti miklar deilur við Ólaf prófast Einars- son í Kirkjubæ, og ritaði prófastur höf- uðsmanni um hans athæfi og neðan á brjefið kviðling þenna: Ribbalda þessum ryð þú burt með rótum sínum öllum, svo enginn fái upp hann spurt á víðlendi nje fjöllum. Auðmjúkan planta í hans stað sem elskar friðinn mæta og sambúð sæta, sjer það fólkið og þá mun það þinna boðorða gæta. Var honum þá leyft að setja Rafn í varðhald. En Stefán, sonur Ólafs prests var hinn mesti vin Rafns, gerði hann varan við og kom honum undan og kvað þá til hans þessa alkunnu vísu: Nú vill ekki standa um stafn stöðugan vin að fanga. Þótt allir beinist að þjer, Rafn, undan skal jeg ganga. w** JAÐRAKAN heitir fugl á Suðurlandi og heldur sig einkum í mýrum kring um Þjórsá og Ölfusá. Hann gellur hátt og þykjast Sunnlendingar geta ráðið það af rödd- inni hvort ár sje færar eða ófærar, því segi hann: „Vadd’ekki, vadd’ekki", þá er áin ófær, en ef hann segir: „Væddu þig, væddu þig“, þá er áin fær. EINAR í RAUÐHÚSUM Einar Jónsson í Rauðhúsum i Eya- firði (d. 1905) sagði margar kýmnisög- ur af sjálfum sjer. Ein var þessi: Einu sinni þegar jeg var á Strjúgsá, sá jeg andahóp niður við á. Jeg greip byssu mína, hljóp ofan eftir, skaut í hópinn og drap þrjár. Ein þeirra flaug með hinum, önnur flaug suður um nes, en þá þriðju sá 'eg hvergi. LÓAN var einn þeirra fugla, sem ekki voru skapaðir í öpdverðu, heldur breytti frelsarinn nokkrum leirfuglum, sem hann hafði búið til að gamni sínu, þeg- ar hann var barn, í lóur. Kom að hon- um Sadusei nokkur og ávítaði hann fyrir að vera að búa til fuglana, af þvi sabbatsdagur var, og ætlaði að brjóta þá. En þá brá frelsarinn hendi yfir leirfuglana og hófu þeir sig þá til flugs og sungu um leið: „Dýrðin, dýrðin". Um spádóma vorfugla er þessi vísa: Heiðló syngur sumarið inn, semur forlög gaukurinn, áður en vetrar úti er þraut aldrei spóinn vellir graut. EJÖRN Á BURSTARFELLI Einu sinni kom Björn að Skálanesi, þar sem þá bjuggu Ólöf systir hans og Sveinn sálarlausi maður hennar. Ólöf var þá að þvo í læk. Björn kastaði kveðju á hana og sagði: „Fyrir þann skuld (það var máltæki hans), er steggi þinri heima?‘“ Ólöf stóð upp og sagði: „Það skaltu vita, að heima eru sokka- tetrin hans,“ og barði þeim svo blaut- um um eyru bróður sins, en hann snaut aði burtu. Menn heldu að Björn mundi skorta afl við hana, og var hann þó afarmenni að burðum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.