Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1948, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1948, Blaðsíða 6
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 258 sem nú er endinn á Garðastræti, og Helluland, þar sem nú er vesturendinn á verslunarhúsum Geirs Zoega. Þftta kot vár kallað „Höll“ í skopi, en þó oftast Skíthöll. Það var argasta koiið í Vesturbænum og hefur Klemens Jónsson lýst því svo: „t rigningum rann alt vatn niður og inn í góngin, svo að þar var oft í ökla; göngin til stofunnar svo lág, að ekki var hægt að ganga upprjettur, gluggi á henni upp að götunni svo lítill, að fullorð- inn maður hefði tæplega komist þar út ef á hefði þurft að halda. Eldhúsið var fyrir enda gangsins og var altaf fult af reka, svo að súrnaði í augum þeim sem inn kom.“ Seinna voru bygð í Hlíðarhúsa- landi býlin Mýrarholt, Garðhús og Bakki (um 1868). Milli Hellulands og Mýrarhúsa var svæðið niður að sjó katlað „Svarti- skóli“. Þótti þar í meira lagi reimt. Árið 186ö var þó bygt hús í Svarta- skóla, þar sem nú er Vesturgata 18 og annað hús, þar sem nú er Vestur- gata 15. Þá var Læknisgata fram- lengd og fullger vestur að Hlíðarhús- um. En ári áður hafði Pjetur Gísla- son (faðir Gísla læknis) bygt stein- hús efst í Ánanausta túni. Það stend- ur enn, og er nú Vesturgata 52. Enn var það árið 1869 að tvö ný hús voru bygð við Læknisgötu, og var vegur ákveðinn milli þeirra upp að Vesturbœrinn í IllíSarhitsum Doktorshúsinu, 5 alna breiður. Bæj- arstjórn taldi sjer þó ekki skylt að gera þennan veg, heldur ætti húseig- andi að gera það. Afleiðingin varð sú, að þarna kom aldrei vegur, og nú telst Doktorshúsið til Ránargötu. Það er farið að láta á sjá, enda er nú elsti hluti þess 114 ára gamall. Nú fór að vakna áhugi manna fyrir því að byggja fyrir vestan Hlíðarhús. Var það þó ekki álitlegt, því að þar var ótræðismýri, blaut og ill yfir- ferðar og öll sundurgrafin af skurð- um og mógröfum alt vestur að Bakka- stig, sem nú er. Byggingarnefnd ákvað samt að framlengja Læknisgötu vest- ur á bóginn „beina stefnu milli húss Pjeturs Gíslasonar og Jakobs Stein- grímssonar á Seli.“ Taldi ln'm að þetta mundi verða framtíðarvegur íram á Nes, og því veitti ekki af að hafa hann rjett Aður en hann var rifinn 7 alna breiðan! Tvær þvergötur voru þá ákveðnar niður að sjó, önnur rjett vestan við Hlíðarhúsabæina, og heitir hún nú Ægisgata. Nefndin stakk einn ig upp á því, að mýrin væri ræst fram, því að þar mætti smám saman koma allmörgum byggingum fvrir. Hlíðarhúsastígur eða Vesturgata er merkileg að því leyti, að það er fyrsta gatan, sem gerð er út úr Miðbænum (Kvosinni). Þegar hún hafði náð svo að segja fullri lengd, var enn engin gata austur úr bænum, nema ofur- lítill stúfur af Laugavegi. HlíðarHúsabæirnir voru ólíkir kot- unum, því að þeir voru með prýðileg- ustu tómthúsmannabýlum í bænum. En þeir urðu að þoka fyrir nýu bygð- inni og um aldamótin var svo komið að þeir voru allir horfnir nema Vest- urbærinn (vestasti bærinn) sem stóð vestur við Ægisgötu. Hann stóð fram yfir 1930. Seinasti bærinn í Ánanaust um hvarf og um svipað leyti. En áður voru hin miklu og grasgefnu tún Ána- nausta og Hlíðarhúsa horfin með öllu. Og nú er ekkert eftir nema minningin um þennan sjöttung Reykjavíkur, sem hvarf með svo undarlegum hætti ur.dir kirkjuna að Hclgaíelli á Snæfeilsnesi, og endurheimtist ekki aftur fvr en eítir 135 ár.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.