Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1948, Síða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1948, Síða 16
460 T' ” LESBÖK MORGUNBEAÐSINS af nikotini. Reyndar voru tvær tegundir af þeim sígarettum, sem mest eru reyktar, og fanst enginn munur á nikotin-innihaldi þeirra. Merkilegur árangur kom í ljós af rannsóknum dr. Lyle G. Philips á Hawaii-eyjum. Hefir hann birt grcin um þaö í „Hawaii Medical Journal“. Þar segir hann frá þvr að komið hafi í ljós, að ungur mað- ur var ófrjór meðan hann reykti, en þegar hann hætti að revkja, batnaði honum. Af þessu þvkir auðsætt að reykingar valdi því að fjöldi fólks sje ófrjór nú á dög- um. En hvernig fer þá í framtíð- inni? Koma ekki syndir feðranna niður á börnunum, þannig að börn þeirra, sem reykja mikið, verði ó- fær um að auka kyn sitt? ^ ^ Eiríkur á Þursstöðum (d. nokkru eftir 1860) var greindur maður og um sumt langt á undan sam- tíð sinni ,en svo sjervitur að af bar. Ein sagan um sjervisku hans er þessi: Það var einu sinni að Eiríkur var 4 heim- leið frá Reykjavík um vorlestatíma. Var hann á báti, sem hann átti sjálfur, og með sitt fólk, því að á þeim timum urðu allir Mýramenn að sækja á opn- um skipum verslunarviðskifti til Reykjavíkur. Þegar Eiríkur er í þetta skifti kominn inn undir Rauðanesey- ar> skipar hann öllum að leggja árar í bát í því skyni að vita hve lengi báturinn verði að berast að Jandi á lóð Þursstaða. Þetta var í logni og stórstraumsaðfalli. Leikur þessi stóð í þrjú dægur, að báturinn barst inn með straumi, en út með hinu fallínu. En til allrar gæfu var góðviðri allan tlmann, þangað til loks að kendi grunns á landi Þursstaða. „Það er svo undur rart“, sagði Eiríkur um slíkar rann- sóknir sínar. J Árni durgur hjet förumaður einn og stundaði hann helst þá vinnu að hengja hunda Einu sinni kom hann að Jarðlangsstöðum í Borgarfirði. Þar bjó gamall bóndi er LJÓSM. MBL; DL. K. MAQNÚSSON. £KKI KEMUR SÍLDIN. Ungir og upprennandi Reykvíkingar á klöppunum niður af Skuggahverfi, eru að veiða þar upsa og spjalla um hvenær síldin muni koma og fylla öli sundin. Jón hjet og kona hans Ásta að nafni. Jón þótti hvefsinn við fólk, ef hann vissi um bresti þess. Þetta var um haust og var bóndi að láta í meisa í heygarði. Þá er sagt úti: „Komið þjer sælir ,Jón minn.“ „Kvessi þig, kvessi þig,“ svarar Jón og spyr: „Ekki hefur þú orðið var við karlúrþvættið hann Árna durg? Allir koma nema Árni durgur.“ Þá er svarað: „Þetta er Árni“. Þá svarar bóndi: „Jeg var að spyrja eftir honum Árna durg“. Þá er aftur svarað: „Þetta er Ámi durgur“. Þá seg- ir bóndi: „Farðu í bæinn, Árni, hún Ásta er að sjóða slátur ofan í aðra eins djöfla og þú ert.“ — Síðan var það lengi haft að máltæki í Borgarfirði: „Allir koma nema Ámi durgur“. Ásgeir Einarsson alþm. frá Kollafjarðarnesi ,>ar vel hagorður. Einu sinni var hann að smíða bát og kvað þá þessa visu: Til þín vandast bænin bein: jeg bið með anda sterkum, að engum standi manni mein ___af mínum handaverkum. Þeim gefst sem gefa Það var eitthvert haust að Björn Ólsen á Þingeyrum hafði lagt lýsis- tunnu til ljósa til búsins. Guðrún kona hans var örlát og gaf mörgum fátækum á lampann. En er fram á jól leið, var orðið lýsislaust. Þá er sagt að Björn vandaði um það og þættist hafa lagt nóg til um haustið. En Guðrún kona hans svaraði því, að víst mundi guð þeim eitthvað til leggja, þótt sjer yrði þetta ódrjúgt í höndum. En þegar rak á norðanhríð um nóttina og rak þá tuttugu marsvín á sandinn, svo að nóg fekst lýsið. Er sagt að Björn fagnaði því mjög, því að það ætlum vjei með sanni sagt, að trúmaður væri hann mikill (G. Konr.) Álftin. Það er gömul þjóðtrú að ekki megi álft blása framan í mann, því að þá verði sá holdsveikur. Það var sagt um álfíina að hún hafi himneska rödd, en helvískan anda. Fyrir 100 árum gaf stiptamtmaður út fyrirskipun um markaðshald í Reykjavík, eins og væri í Danmörku, og skyldi markaður hald- inn tvisvar á ári, vormarkaður dagana 7.—10. maí og haustmarkaður 24.—29. september. En sú fyrirskipan varð aldrei annað en dauður bókstafur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.